Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 8
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 www.volkswagen.is Fullkominn ferðafélagi Tiguan kostar aðeins frá 5.360.000 kr. Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5,8l /100 km Volkswagen Tiguan Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði A uk ab ún að ur á m yn d: á lfe lg ur , s va rt ir þ ak bo ga r og lj ós ka st ar ar í fr am st uð ar a . HEILBRIGÐISMÁL Tækjakaupaáætl- un Kristjáns Þórs Júlíussonar heil- brigðisráðherra gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til tækjakaupa á Landspítala (LSH) og Sjúkrahúsinu á Akureyri (SA) til ársins 2018. Tækjakaupin grundvallast á lista yfir bráðakaup tækja sem forsvars- menn spítalanna unnu fyrir vel- ferðarráðuneytið, til að mögulegt sé að viðhalda óbreyttri þjónustu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fær LSH 1.262 milljón- ir á næsta ári og SA 273 milljónir. Fjallað var um áætlunina í ríkis- stjórn á föstudag, og fjárlaganefnd hefur hana til umfjöllunar. Áætlunin í heild nær til árs- ins 2018, en eins og alþjóð veit er mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækja og búnaðar hjá stóru sjúkra- húsunum; tæki eru komin til ára sinna og stór, fjárfrek og sérhæfð lækningatæki eru úr sér geng- in. Áætluninni er ætlað að leggja grunn að úrbótum í þeim efnum. Gísli Georgsson, umsjónar- maður viðhalds og lækninga- tækja, segir að ef áætlunin standi óbreytt verði LSH töluvert mikið betur sett í lok tímabilsins en í dag. „Listinn hefur lengi legið fyrir upp á fjóra til fimm millj- arða. En þessi áætlun myndi gera mikið gott og við færum að sjá kúf- inn ganga niður á næstu tveimur, þremur árum. Það eru 15 til 20 stór tæki sem kosta 100 milljónir plús, sem þarf að endurnýja sem fyrst,“ segir Gísli. Hann segir að Landspítalinn hafi fengið tíunda hluta þess fjár- magns sem háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum hafa fengið síð- ustu tíu ár, svo skiljanlega þurfi að taka til höndunum. Viðmið við endurnýjun tækja í þeim löndum sem Ísland ber sig saman við eru 1,8 til 5% af veltu sjúkrahúsanna. Sömu hlutföll eru 0,6% á Landspítalanum og 1,3% á Sjúkrahúsinu á Akureyri ef litið er áratug aftur í tímann. Brýn þörf LSH fyrir kaup á meiriháttar tækjabúnaði er 3,3 milljarðar til 2016, og aðrir 2,2 vegna áranna 2017 og 2018. Sam- bærilegar tölur fyrir SA eru 540 milljónir til 2016 og 340 milljónir árin tvö á eftir. Gert er ráð fyrir að sjúkrahúsin fái 1,8% af veltu á fjárlögum árið 2018. Þá fær LSH árlega 786 millj- ónir til tækjakaupa og SA tæpar 100 milljónir á verðlagi ársins 2013. svavar@frettabladid.is Tækjakaup fyrir 6,5 milljarða næstu árin Tækjakaupaáætlun heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að 6,5 milljarðar króna gangi til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri á næstu fimm árum. Kaupa þarf 15 til 20 stór tæki á Landspítalann hið fyrsta. Þau kosta öll yfir 100 milljónir. RISASKREF Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akureyri sjá loksins til sólar hvað varðar tækjabúnað. ➜ Tækjakaupaáætlun til ársins 2018 LSH SA 1.262 2014 273 1.445 2015 190 1.030 2016 163 1.040 2017 157 786 2018 99 5.566 Samtals 883 *í milljónum króna IÐNAÐUR Orkustofnun hefur gefið grænt ljós á byggingu og rekstur Suðurnesjalínu 2. Hún er rúmlega 32 kílómetra löng og verður öll lögð sem loftlína. Orkustofnun tók undir þau rök Lands- nets að jarðstrengur væri óhagkvæmari en loft- lína og í leyfinu segir að hvorki umhverfissjónar- mið né annað réttlæti kostnaðar- aukann sem myndi fylgja því að leggja línuna í jörðu. Í niðurstöðum Orkustofnun- ar kemur fram að framkvæmdin hafi sætt mati á umhverfisáhrif- um, verið útfærð í nánu samráði við viðkomandi sveitarfélög og uppfylli að öðru leyti þau skilyrði laga sem krafist er. Þó þarf Lands- net að setja fram áætlun um vöktun á áflugshættu fugla á raflínur á þremur stöðum og um merkingu línanna. Ekki tókst að semja um 25% landsvæðis sem línan fer um og hefur Landsnet óskað eftir heimild frá iðnaðarráðuneytinu um eignarnám þeirra jarða. „Næsta skref er að ráðu- neytið tekur afstöðu til að veita heimildina eða ekki. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir munum við hefja undirbúning framkvæmdar- innar,“ segir Þórður Guðmunds- son, forstjóri Landsnets. „Ef allt gengur eftir hefjast framkvæmdir næsta sumar og gert er ráð fyrir að þær taki tvö ár.“ - skó Grænt ljós gefið á lagningu Suðurnesjalínu tvö: Krefjast eignarnáms LOFTLÍNA Suðurnesjalína verður öll lögð sem loftlína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.