Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 40

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 40
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 EINFALDAR VARNARAÐGERÐIR TIL AÐ AUÐVELDA ÞÉR LÍFIÐ ➜ Svona notum við netið Fréttablaðið leitaði til nokkurra þekktra einstaklinga sem allir nota netið mikið í sínum daglegu störfum. Spurningarnar voru þrjár. 1 Lýstu þinni daglegu notkun á netinu. 2 Hvernig tryggir þú öryggi þitt á netinu? 3 Telur þú þig örugga/n á netinu? Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar 1 Ég nota mikið Facebook og svo Twitter nú í vaxandi mæli. Ég er með mína eigin heimasíðu– sem var nú brotist inn á í febrúar 2011 og tilkynnt um afsögn mína – svo úr varð mikið fréttaefni. Á öllum þessum miðlum er maður með of gömul lykilorð og þarf að huga að því að skipta reglulega í ljósi nýjustu fregna. 2 Þingkerfið krefst reglulegra skipta á lykilorðum og ég nota oft VPN-aðgang þess, en geri ráð fyrir að nota hann meira héðan í frá. Almennt séð hef ég reynt að nálgast netsamskipti á þann veg að maður eigi ekki að segja þar neitt sem ekki þoli almenningssjónir. Mér finnst margt sem fólk lætur frá sér í ummælum á netinu bera þess merki að fólk heldur að það sé að skrifa fyrir sjálft sig og fáa aðra og áttar sig ekki á að ósvífin og dónaleg komment munu varðveitast um aldur og ævi ritanda til ævarandi háðungar. Sama á að sínu leyti við um tölvupóst– ég hef alltaf reynt að skrifa hann á þann veg að hann geti farið víðar en til viðtakanda. 3 Ég nota sms mikið til að gantast og fíflast og fá útrás fyrir svartan húmor og held að opinber birting sms-a frá mér gæfi heldur undarlega mynd af mér, þegar aðstæður eru ekki til að skýra efnisinnihaldið. Ég hafði nú ekki hugarflug fyrir þennan Vodafone-skandal til að láta mér detta í hug að efnisinnihald slíkra skilaboða gæti einhvers staðar sést fyrir aðra til lestrar en sendanda og við- takanda. Vonandi verður hann til að fjarskiptafyrirtækin axli ábyrgð sína af upplýsingaöryggi betur en hingað til. Eva Hauksdóttir aðgerðasinni 1 Ég nota Twitter lítið en Facebook á svo til hverjum degi og er reyndar að fylgj- ast með Facebook af og til allan daginn. 2 Ég treysti öryggisstillingum Facebook ekki svo ég bið fólk frekar að senda mér tölvupóst ef það er með trúnaðarupplýsingar. Reglan er sú að fólk ætti ekki að segja neitt á samfélagsmiðlum, msn eða í síma, sem það vill ekki segja löggunni, mömmu sinni og skattinum. 3 Ég upplifi mig ekki örugga á netinu en finnst frábært að hafa aðgang að öllum þessum upplýsingum svo ég nota það mjög mikið en forðast að nota það fyrir einkalíf mitt og annað sem ég vil alls ekki að fari á flakk. Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur 1 Ég nota Facebook mjög mikið og Twitter annað slagið. Ég er með blogg á DV.is sem ég skrifa af og til á, auk þess skrifa ég nokkuð á vefi fyrir KR og dreifi því efni á Facebook- hópa. Ég er með tölvupóst á Gmail og svo vafra ég auðvitað heilmikið á netinu, les fréttir og horfi á myndbönd á YouTube. 2 Ég er með nokkuð sterk lykilorð fyrir minn aðgang að samfélagsmiðlum sem og póstföngum en ég beiti engum öryggisráð- stöfunum fyrir utan það. 3 Ég á erfitt með að svara þessu. Ég er kannski fullandvaralaus gagnvart hætt- unum en ég hef engan veginn á tilfinn- ingunni að það sé verið að reyna að hakka mína vefi. Hins vegar fæ ég oft sent alls konar drasl, aðallega á Facebook, sem virkar óheiðarlegt en ég leiði það hjá mér. ➜ Lykilorð Ekki nota sama lykilorðið á mörgum vefsvæðum. Búðu til flókið lykilorð með lág- og hástöfum, tölustöfum og merkjum á borði við #%!. Notaðu frumlegar aðferðir til að muna lykilorðið. Eða notaði lykilorðaforrit á borð við LastPass og DirectPass. ➜ Leynispurning eða endurræsing lykilorðs Ein algengasta leiðin til að hakka sig inn á vef- svæði eða póst er með óöruggri leynispurningu. Spurðu sjálfan þig hvort svarið við spurningunni sé eitthvað sem enginn veit. Sumir gefa upp svörin á samfélagsmiðlum, nöfn á fyrsta gæludýri eða grunn- skóla. Mundu að svarið við leynispurningunni þarf ekki endilega að vera satt. ➜ Samfélagsmiðlar Samfélagsmiðlar sem eru miðlægir (þar sem eign og umsjón samfélagskerfisins er í höndum eins aðila, t.d. Facebook) eru varasamir. Upplýsingar um notendur eru seldar og mikilvægt að muna að upplýsingum sem notendur gefa upp á þessum miðlum verður aldrei eytt. Ekki deila of miklum upplýsingum. Sérstaklega ekki nafninu á fyrsta gæludýrinu þínu. ➜ Tölvupóstur Gerðu ráð fyrir að allur tölvupóstur sem er sendur í gegnum þjónustur á borð við Hotmail eða Gmail séu ekki einkaskilaboð. Athugaðu hvort þú sért að nota öll þau öryggistæki sem forritin hafa upp á að bjóða. ➜ Leitarvélar Leitarvélar: Taktu þér smá frí frá Google og prufaði minni leitarvél. Til dæmis DuckDuckGo.com eða startpage.com sem heldur ekki skrá yfir leitarsögu þína. ➜ Snjallsímar Engin skilaboð sem þú sendir með snjallsímum eru fullkomlega örugg. At- hugaðu sérstaklega hvaða upplýsingum þú hleður upp á iCloud, Dropbox, Evernote eða aðrar slíkar þjónustur. Allar þessar þjónustur hafa veitt upp- lýsingar um viðskiptavini sína til stjórnvalda. ➜ Köngulóarvefurinn Með tilkomu snjall- símans, spjaldtölvunnar og samskiptavefja verður internetnotkun okkar samtengdari. Ef hakkara tekst að brjótast inn á eina þjónustu er líklegt að hann komist inn á þá næstu. Haltu yfirlit um hvernig þjónusturnar tengjast. VODAFONE Stóra hakkaramálið vekur upp margar spurn- ingar um netöryggi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jólagjöfin sem mýkist ár eftir ár Krummi Ofnhanski 1.990 kr Krummi Rúmföt 12.690 kr Náttföt 3.990 kr 0-10 ára Svuntur 2.790 kr Margar gerðir Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.