Fréttablaðið - 04.01.2014, Page 24

Fréttablaðið - 04.01.2014, Page 24
4. janúar 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Fatahönnuðurinn Vala Steinsdóttir er uppalin í Norðurbæ Hafnarfjarð-ar. Þar kynntist hún æskuástinni, Þorsteini Þorsteinssyni, aðeins 14 ára gömul, en tók saman við hann sjö árum síðar. Þau giftu sig sumarið 2006, eru nú búsett í Hollandi og eiga saman tvær dætur. Vala er fatahönnuður að mennt en starfar nú fyrir einn stærsta íþróttavöruframleiðanda í heimi, Nike. Hún vinnur við hönnun og kynningu á keppnis- fatnaði og öðrum íþróttabúnaði fyrir heimsfræg fótboltafélög. Vala kíkti til landsins yfir jólin og ég tók við hana spjall um lífið í Hollandi. Hún var tiltölulega nýkomin heim þegar ég náði af henni tali og hafði haft í nógu að snúast. „Þegar maður býr svona erlendis þá kemur maður ekkert heim til að slappa af, það er alltaf svo mikið um að vera. Maður þarf auðvitað að hitta alla, og ekki bara einu sinni heldur að minnsta kosti tvisvar. En það er auðvitað rosa- lega gaman.“ Þú ert búsett í Hollandi um þessar mundir ekki satt? „Jú, ég bý rétt fyrir utan Amsterdam þar sem höfuðstöðvar Nike í Evrópu eru staðsettar. Bærinn sem ég bý í heitir Hilversum. Þetta er í rauninni bara eins og lítið Nike-þorp, hér er fótboltavöllur, útitennisvellir, blakvellir og allt til alls. Hér gengur allt út á íþróttir.“ Því meira sem maður lærir, því meira vill maður læra En þú ert lærður fatahönnuður ekki satt, hvar lærðirðu? „Ég lærði tískuhönnun og þróun fyrir tískuiðnaðinn í London College of Fashion. Ég valdi þá braut því þar fékk ég kennslu í öllum tískuiðnaðinum eins og hann leggur sig. Ég hafði alltaf lagt áherslu á fatahönnun en það rann upp fyrir mér að mig langaði að læra allan bransann. Mín reynsla er sú að því meira sem maður lærir, því meira vill maður læra.“ Hvað tók svo við hjá þér að námi loknu? „Þriðja árið í náminu var starfs- reynsluár. Þá var meiningin að maður ynni í ár og skilaði skýrslu um það sem maður hafði verið að vinna á árinu að því loknu. Ég var þá að vinna hjá sprotafyrirtæki í London sem var að gera rosa- lega spennandi hluti. Þau höfðu þá nýverið fundið upp efni sem þau vissu ekki hvernig þau ættu að nota, og höfðu samband við skólann til að finna einhvern sem væri líklegur til að finna áhuga- verðar leiðir til að nýta efnið í flíkur. Ég var ráðin þangað, og á innan við ári vorum við komin í framleiðslu. Það var dýrmæt reynsla fyrir mig, að fá að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins alveg frá grunni.“ Valin úr 800 manna úrtaki Ertu svo ráðin til Nike strax að námi loknu? „Nei, ég vann fyrst um sinn sem hönnuður í London. Nike hafði svo samband við skólann þar sem þau voru að leita að fólki í prógramm sem var einskonar þjálfun í verk- efnastjórnun. Hugmyndin var að ráða inn fólk sem kæmi til með að gegna stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu í framtíðinni. Leitin að rétta fólkinu í starfið fór fram um allan heim og upp- haflega voru tekin viðtöl við um það bil 800 manns. Ég var beðin um að koma í viðtalið og hugsaði bara: Hvers vegna ekki? Ég leit fyrst og fremst á það sem góða reynslu, að komast í svona viðtal. Hópurinn var þrengdur niður í 60 manns sem boðið var að koma til Hollands og kynna sig. Það fóru fram pallborðsumræður sem tóku rosalega á. Þá sátu fyrir framan mig fjórar manneskjur og spurðu um það bil erfiðustu spurninga sem hægt er að ímynda sér. Í kjöl- farið tók við hópverkefni en þá var okkur skipt í hópa og okkur skipað að leysa krefjandi verkefni á sem stystum tíma. Á meðan stóð Nike- fólkið í kringum okkur og dæmdi. Að lokum var valinn tólf manna hópur, en hann saman stóð af fólki alls staðar að úr heiminum. Þetta er alveg frábær hópur, allir með mismunandi styrkleika og saman myndum við góða heild.“ Hvað er langt síðan þú hófst störf fyrir fyrirtækið? „Það eru sjö ár síðan ég byrjaði. Síðan þá hef ég komið ótrúlega víða við og unnið fjölbreytta vinnu. Ég hef fengið yfirsýn og reynslu á flestum sviðum fyrir- tækisins, í markaðsmálum, hönnun, í söludeildinni og víðar. Þetta byrjaði með svona þjálfunar ferli og svo fékk ég stöð- una. Þetta var ótrúlega skemmti- legt ferli og þessi reynsla gerir mér kleift að geta hoppað inn í hvaða aðstæður sem er og tekist á við krefjandi verkefni.“ Í dag starfarðu mestmegnis við hönnun á búningum ekki satt? „Jú ég hef síðustu tvö ár verið í þeirri deild. Ég byrjaði fyrir þrem- ur árum að vinna sem vörustjóri Hannar fyrir mörg af stærstu fótboltafélögum heims Fatahönnuðurinn Vala Steinsdóttir er háttsettur starfsmaður hjá íþróttavörufyrirtækinu Nike. Hún er búsett í Hollandi með fjölskyldunni og þeysist um heiminn í starfi sínu en hún sér um hönnun á íþróttabúningum og öðrum staðalbúnaði fyrir Manchester United, Juventus og fleiri risastór og vinsæl knattspyrnufélög. JÓLAFRÍ Vala var stödd á Íslandi með fjölskylduna yfir hátíðirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN það eru margir til dæmis mjög hjátrúarfullir í þessum bransa. Ef liðinu gengur illa á einhverju móti vilja leikmenn ekki sjá sömu búningana aftur. Júlía Margrét Einarsdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.