Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 04.01.2014, Qupperneq 38
FÓLK|HELGIN mér fjölskyldu og vini sem nenntu að skrönglast þetta með mér um allt land,“ segir Boga, himinsæl yfir að hafa staðið við áramótaheit síðasta árs. Á UNDIRKJÓL Í HAFINU Áður en Boga byrjaði að stunda sjósund kveðst hún hafa verið með áskrift að kvefi, lungnabólgu og umgangspestum. „Það þekki ég ekki lengur enda er sjósund mikil heilsubót og hefur styrkt ónæmiskerfið til mikilla muna. Það er líka afar gott fyrir andlegu hliðina og þann styrk tek ég með mér í vinnuna og dagleg samskipti við aðra.“ Boga synti í undirkjólum, silkikjól og öðrum óhefðbundnum sundfatnaði til að skapa hverjum firði þema og segir hvern fjörð ein- stakt ævintýri. „Ég reyndi að gera þetta eftir- minnilegt. Aðgengi var misgott og stundum þurfti ég að klöngrast niður bratta bakka en stundum óð ég út í beint af þjóðveginum,“ segir Boga og nefnir nokkra eftirminni- lega firði. „Í Skálmarfirði var svo mikil fjara að ég gekk allan fjörðinn nær þurrum fótum og á 17. júní synti ég út Hafnarfjörð með íslenska fánann á lofti sem var mjög þjóðernis- legt og næstum fjallkonulegt en bara mín eigin þjóðhátíð. Ég synti Breiðafjörð út frá Saurbæ, þar sem ég er fædd og uppalin, en hann stendur upp úr ásamt Skagafirði og Eyjafirði þar sem ég stakk mér til sunds frá Hrísey og ólýsanlegt að horfa á fjallahringinn úr sævi.“ TÓMLEG ÁRAMÓT ÁN HEITA Boga skráði ferðasöguna úr hverj- um firði og lýsingu á veðri, and- rúmslofti og því sem fyrir augu bar. „Ég varð aldrei hrædd á sundinu nema þá helst við að lenda í frá- sogi eða straumum sem bæru mig af leið. Ég kynnti mér alla firði vel áður en ég lagðist til sunds og lenti aldrei í vandræðum utan hvað sterkir straumar Súgandafjarðar toguðu mig aðeins af leið. Ég hugs- aði vitaskuld út í að rekast á lík eða til dæmis háhyrninga en hvarvetna mætti mér gríðarlegt fuglalíf, selir, krabbar og smádýr og oft syntu með mér kollur með unga sína,“ segir Boga sem einnig naut útsýnis undir yfirborði sjávar. „Ég var eins og landnámsmenn- irnir sem sáu Ísland rísa úr sæ og sé landið mitt í nýju ljósi. Þegar ég steig á land fór ég beint á beit og át söl og að vera á sundi með blika eða himbrima og horfa í augu þeirra eins og hver önnur haf- meyja gefur nýja sýn á tilveruna og er hollt veganesti út í lífið.“ Náttúran er sjálfstæð og óút- reiknanleg og því var mikilvægt að taka dagsformið með í reikninginn. „Á tímabili læddist að mér hugs- un um að ég myndi ekki ná þessu og eftir Vestfirðina fór þreyta að segja til sín. Það voru mikil átök að synda átta firði á dag en líka óskaplega gaman. Þegar ég steig á land eftir síðasta sundið í Hofsósi settist að mér tregi og söknuður yfir því að sundinu væri lokið. Allan tímann var mér þó þakklæti í huga, að hafa heilsu og aðstöðu til að gera þetta, sem ekki er öllum gefið. Markmiðið var torsótt og strembið meðan á því stóð en nú finnst mér það leikandi létt í minn- ingunni,“ segir Boga brosandi. Út frá afmælissundinu vaknaði með Bogu draumur um að henda sér út í áheitasund og synda fyrir góðgerðarmál á nýju ári. „Áramótin voru hálf tómleg nú án stórs áramótaheits en ég er þegar farin að kortleggja stöðu- vötnin 55 og ég ætla að þjálfa mig betur á kajaknum mínum til að takast á við ný markmið þegar ég verð 55 ára.“ ■ thordis@365.is Mér tókst ætlunarverkið með léttum leik,“ segir Boga sem strengir stór áramótaheit á fimm ára fresti. „Þegar ég varð 45 ára kleif ég 45 tinda og þegar ég verð 55 ára ætla ég sigla á kajak um 55 stöðuvötn,“ segir Boga, hvergi bangin. Fyrsta fjörðinn synti hún úr Nauthólsvík á nýársdag í fyrra og í ágústlok hafði hún lagt alla fimm- tíu firðina að velli. „Flesta firði synti ég á Vestfjörð- um í júní þegar ég náði 38 fjörðum á sex dögum, sem var töluvert puð í öllum veðrum. Ég ætlaði mér að synda fimmtíu metra í hverjum firði en synti oftast hundrað metra og alls 400 metra í Breiðafirði sem er mér hjartfólginn því ég er fædd á Saurbæ í Dölum.“ Þrátt fyrir leiðindaveður síðasta sumar segir Boga veðrið yfirleitt hafa leikið við sig. „Þegar maður virðir og dáir náttúruna spilar hún með. Ég reyndi að fara varlega og var alltaf með manneskju á bakkanum sem var við öllu búin færi eitthvað úr- skeiðis. Ég hefði ekki náð mark- miðum mínum nema að hafa með FRÆKIN HAFMEYJA Í FJÖRÐUM STÓRHUGA ÁRAMÓTAHEIT Ferðafræðingurinn Boga Kristín Kristinsdóttir strengdi verðugt áramótaheit um áramótin 2012 og 13 en það var að synda 50 metra í 50 fjörðum á 50. aldursári sínu. Hún fylltist söknuði og trega þegar sundinu lauk við Hofsós. ÖNUNDARFJÖRÐUR Boga synti í 38 vestfirskum fjörðum á sex dögum í fyrra- sumar. MYND/ÚR EINKASAFNI GARPUR Boga Kristín starfar sem ferðafræðingur hjá CCP og sér þar um öll ferðamál. Hún vermdi kroppinn í íslenskri ull þegar hún komst ekki beint í heitan pott að sjósundi loknu. MYND/GVA -40%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.