Fréttablaðið - 04.01.2014, Page 76

Fréttablaðið - 04.01.2014, Page 76
4. janúar 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 48 „Ég komst ekki heim fyrr en 29. desember og fór út aftur 2. janúar því næsta sýning er 4. janúar en það var gott að ná aðeins að anda að sér íslensku lofti, þó ekki sé nema í fjóra daga,“ segir hinn 23 ára dans- ari Frank Fannar Pedersen sem er í aðalkarlhlutverki í Svanavatninu á sviðinu í Wiesbaden í Þýskalandi um þessar mundir. Frumsýning var 21. desember. „Þetta er ekki hið klassíska Svanavatn heldur nútíma- dansuppfærsla eftir stjórnandann, Stephan Thoss, við tónlist Tsjaj- kovskís. Hún nefnist Frá miðnætti til morguns,“ tekur hann fram. Frank Fannar hefur lifað og hrærst í sviðslistum frá barnæsku. Móðir hans er Katrín Hall dansari sem lengi var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins og faðir hans Guðjón Pedersen, leikari, leik- stjóri og Borgarleikhússtjóri um tíma. Fjölskyldan bjó í Köln þegar móðir hans var dansari hjá dans- flokki óperuhússins þar, svo Frank Fannar var í Þýskalandi fyrstu sjö árin sín. En heimkominn hóf hann strax nám í Listdansskólanum og svo leiddi eitt af öðru. „Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari. Þetta bara vatt upp á sig og var alltaf gaman og það heldur áfram að vera gaman,“ segir hann glaðlega. Hann var aðeins átján ára þegar hann hélt út í hinn stóra heim til að dansa, fyrst til Barcelona á Spáni og síðan Þýskalands en áður hafði hann getið sér gott orð á sviði hér heima með dansflokknum og í samkeppnum í Svíþjóð og Kína. Yfirleitt er dansflokkur, leik- hús og ópera innan stóru leikhús- anna í Þýskalandi, að sögn Franks Fannars. „Við sem erum í dans- flokknum í Wiesbaden teljumst heppin að þurfa ekki að dansa í óperum eða söngleikjum heldur eru sérstakir dansarar í því. Við erum bara að búa til dansverk. Það er skemmtilegra og meira krefjandi því söngleikir ganga oft svo lengi.“ Þetta er þriðja ár Franks Fannars í Wiesbaden en hann býst við að breyta til á næsta ári. „Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir,“ útskýrir hann. Hvert leiðin liggur veit hann ekki en reiknar með að halda sig í Mið-Evrópu áfram, í Þýskalandi, Hollandi eða Sviss. Margar stórar sýningar eru að baki í Wiesbaden síðustu árin hjá Frank Fannari. „Mér hefur gengið vel, ég hef haft mjög mikið að gera og auðvitað hef ég lært á því. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtileg- ast.“ Hann segir Svanavatnið svo- lítið jóla- eða vetrartengt ævintýri svo það verði varla sýnt langt fram á vor. „Við byrjum á að fara í leikför fljótlega eftir áramótin. Einnig er annað prógramm að fara í gang sem frumsýnt verður í febrúar þannig að æfingar á því verða samhliða sýningarferðalögum svo það verður nóg að gera,“ segir hann hress. Um framtíðina vill Frank Fannar sem minnst spá. „Líf dansarans er yfirleitt stutt og eftir það er von- andi tækifæri til að gera eitthvað allt annað. Það finnst mér bara heillandi tilhugsun frekar en hitt. Nú er hægt að stunda nám hvenær sem er á ævinni og gera hvað sem er.“ gun@frettabladid.is Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari Frank Fannar Pedersen dansar aðalkarlhlutverk Svanavatnsins í borgarleikhúsinu í Wiesbaden í Þýskalandi sem var frumsýnt 21. desember. Hann kíkti aðeins heim í jólafrí en þurft i að hafa hratt á hæli. HEIMA „Það var gott að ná að anda að sér íslensku lofti,“ sagði Frank Fannar í stuttu fríi frá dansi í nútímadansuppfærslu á Svanavatninu í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í RÓMEÓ OG JÚLÍU Frank Fannar dansaði Tybalt í Rómeó og Júlíu, dansverki eftir Stephan Thoss, stjórnanda dansflokksins í Wiesbaden. „Jólakonsertinn frægi, sem allir kannast við, er inni í þessu pró- grammi sem við flytjum núna og því er það sérstaklega vel við- eigandi,“ segir Martin Frewer fiðluleikari um tónleika strengja- sveitarinnar Spiccato í Neskirkju og Selfosskirkju. Þar verða fluttir konsertar 7-12 ópus 6 „Concerti Grossi“ eftir Arqangelo Corelli. „Við spiluðum fyrstu sex konserta Corellis í vor og þess vegna langaði okkur að taka þá sex síðari núna. Þetta er svo frábær tónlist,“ heldur Martin Frewer áfram. Á tónleikunum á Selfossi á mánudaginn verður einnig fluttur 1. kaflinn úr fiðlukonsert í a-moll eftir Vivaldi. Þá ætla tíu fiðlunem- endur úr Tónlistarskóla Árnes- inga að spila með sveitinni. - gun Jólin verða kvödd með Corelli Strengjasveitin Spiccato heldur tvenna tónleika á næstu dögum, í Neskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 20 og í Selfosskirkju á mánudag á sama tíma. SPICCATO Þau ætla að kveðja jólin með stæl í tveimur kirkjum á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir. Forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók finnska höf- undarins Salla Simukka, Rauð eins og blóð, sem farið hefur sigurför um heiminn. Bókin kemur út næsta haust í þýðingu Erlu Elíasdóttur. Rétt fyrir jól hlaut finnski höfundurinn Salla Simukka „Finland Prize 2013“ fyrir alþjóðlega velgengni spennu- bókaflokks fyrir unglinga sem kenndur er við Mjallhvíti. Verð- launin nema 26.000 evrum og skiptust að þessu sinni á milli sjö finnskra listamanna sem þóttu skara fram úr á árinu, í heimalandi sínu eða alþjóð- lega. Fyrstu tvær bækurnar úr bókaflokknum eru komnar út í Finnlandi og nutu báðar mikilla vinsælda. Eftirtektarverðast þykir þó að áður en fyrsta bókin var komin út í Finnlandi höfðu fjölmargir erlendir útgefendur tryggt sér þýðingarréttinn að bókaflokknum. Nú hefur réttur- inn verið seldur til 37 landa og enginn finnskur höfundur hefur notið jafn skjótrar og mikillar alþjóðlegrar hylli og Salla Simukka. Salla Simukka stundaði nám í norrænum málvísindum, finnsku, bókmenntafræði, skapandi skrifum og kvenna- fræðum í háskólanum í Turku. Fyrsta bók hennar, ástarsagan Þegar englarnir líta undan (Kun enkelit katsovat muualle), kom út 2002 og áratug síðar komu framtíðartryllarnir Engin slóð (Jäljellä) og Annarstaðar ( Toisaalla), en fyrir þá fékk Salla Topelius-verðlaunin 2013. En það var ekki fyrr en hún kynnti Mjallhvítarþríleikinn til leiks sem athygli erlendra útgef- enda vaknaði. Fyrsta bókin, Rauð eins og blóð, kom út í Finn- landi vorið 2013 og miðbókin, Hvít eins og snjór, fylgdi í kjöl- farið strax um haustið. Rauð eins og blóð á íslensku SLÓ Í GEGN Bókaflokkur Salla Simukka um Mjallhvíti hefur hlotið ótrúlegar viðtökur. Byrjum 6. janúar Dans og skapandi hreyfing Afró fyrir börn og foreldri Tónlistarleikhús Break Yoga FRU MK VÖ ÐU LL Í 3 0 Á R Barna námskeið SKRÁNING STENDUR YFIR MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.