Fréttablaðið - 27.01.2014, Page 17

Fréttablaðið - 27.01.2014, Page 17
SÖFNUN Sögur um te og te- drykkju, uppskriftir og hefðir má senda Attikatti á Facebo- ok, í tölvupósti á contactattikatti@ gmail.com. GOTT HÚSRÁÐ Það getur verið snúið að skera beikon. Góð leið til að auðvelda sér verkið er að frysta sneiðarnar í dálitla stund áður en hnífnum er beitt. Við völdum níu hönnuði og arki-tekta til að vinna út frá orðinu Te. Í mars opnum við svo tíma- bundið Te-hús í Sparki Design space á Klapparstíg þar sem kynnt verður „hin íslenska tehefð“, eins og við túlkum hana. Við lýsum því eftir sögum um te og tehefðir fólks, uppskriftum og slíku,“ útskýrir Rúna Thors, ein fjögurra liðs- manna hugmynda- og viðburðateymis- ins Attikatti. „Við ætlum að horfa á hvernig fólk hagar sér á Íslandi miðað við Japana til dæmis. Íslendingar eru meira fyrir að skella bara Melroses-poka í heitt vatn en Japanar stunda ýmiss konar serim- óníur í kringum sína tedrykkju. Við höfum ekki fundið neina tesögu Íslands enn þá.“ Rúna segir hugmyndina hafa sprottið út frá uppástungu sem ein úr hópnum fékk, um að hanna tehettu. Þær hafi í framhaldinu sökkt sér í umræður um tehettu og temenningu yfirleitt og á Restaurant day í Reykjavík síðasta nóvember buðu þær upp á ýmsa rétti, unna út frá tei. „Þann viðburð kölluðum við TEASER og buðum upp á te-kökur og fleira unnið úr tei og gúrkusamlokur en þær ein- kenna breska temenningu. Nú einbeitum við okkur að því að skoða íslenska te- menningu og munum búa til íslenska tehefð út frá þeim rannsóknum okkar. Í Sparki munum við setja upp einhvers konar athöfn í kringum tedrykkju og fólk sem mætir á viðburðinn mun ekki bara fá tepoka í bolla. Það er ekki komin mynd á athöfnina enn þá en það mun skýrast þegar við fáum sögurnar í hendurnar. Við munum einnig taka saman bók með myndum af verkum þeirra hönnuða sem taka þátt í verk- efninu, og bókin mun einnig innihalda einhvers konar skrásetningu á tehefðum Íslands. Draumurinn er svo að ferðast með sýninguna víðar og jafnvel út fyrir landsteinana og kynna íslenska temenn- ingu.“ En drekka meðlimir Attikatti sjálfar te? „Ég er sú eina sem drekk ekki te, drekk ekki einu sinni kaffi,“ segir Rúna hlæjandi. „Ég hlýt að komast á bragðið.“ ■ heida@365.is SAFNA SÖGUM UM TE ÍSLENSK HÖNNUN Hugmynda- og viðburðasmiðjan Attikatti rannsakar íslenska temenningu og óskar eftir íslenskum sögum um te og tedrykkju. ATTIKATTI Hugmynda- og viðburðasmiðjuna Attikatti skipa Hanna Dís Whitehead, Hanna Jónsdóttir, Bára Kristgeirsdóttir og Rúna,Thors. Þær óska eftir íslenskum sögum um te. MYND/ATTIKATTI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.