Fréttablaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Nýtt húsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var vígt síðastliðinn föstudag. Litríkar og nýstárlegar veggskreytingar Bryndísar Bolladóttur eru áberandi í skólanum. Bryndís varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um listskreytingu skólans sem haldin var árið 2011 og hefur unnið að verkefninu síðan. „Arkitektar skólans voru mjög sniðugir. Þau Aðalheiður Atla- dóttir & Falk Krüger hjá a2 arkitektum vildu ekki aðeins að listamaðurinn kæmi með listaverk inn í skólann heldur ætti hann að ákveða litakortið fyrir húsnæðið allt,“ segir Bryndís, en litapallettan sem hún valdi er gegnumgangandi bæði í gleri utan á skólanum, í húsgögnum og verkum Bryndísar. Bryndís segir strúktúr skólans nátengdan nátt- úrunni en helstu efnin eru gróft tréverk og stein- steypa. „Hugmyndafræði skólans er afar góð og snýst um að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og endurnýtingu. Ég fékk fín gögn í hendurnar í upp- hafi þar sem ég las hugmyndafræði arkitektanna og lagði út frá henni í minni vinnu,“ segir Bryndís en hugmyndir hennar snerust um hringrás. „Ég sá fyrir mér biðukollu af fífu sem svífur um loftið og lendir hér og þar,“ segir Bryndís sem valdi liti út frá náttúrunni, til dæmis sóleyjargulan, himinbláan og grasgrænan. HAGNÝT LIST Listskreytingar Bryndísar eru ekki aðeins fyrir augað heldur þjóna þær einnig hagnýtum hljóðvist- fræðilegum tilgangi. Hún hefur í mörg ár unnið með hljóðverkfræðingum og Nýsköpunarmiðstöð við að skapa veggverk úr þæfðri ull til að deyfa og dempa hljóð. Verk hennar hafa vottun upp á að hljóð- vist þeirra sé í A-flokki sem verður vart betra. Ís- lenska ullin virðist henta sérlega vel í hljóðvist þar sem hljóðið bylgjast óreglulega inn í langa þræði hennar. Eitt af verkefnum Bryndísar var að hanna gólf í skólann. „Ég hannaði gólf úr endurunnum bjór- flöskum en ekki fékkst vottun til að setja það í opinbera byggingu,“ segir Bryndís. Þess í stað var ákveðið að nota verk hennar víðar í skólanum en einungis í matsalnum eins og upphaflega var ætlunin. Verk hennar er nú að finna í matsalnum, nokkrum skólastofum, fundarherbergi og kennara- herbergi. „Ekkert rými er eins og hvert hefur sitt séreinkenni,“ segir Bryndís sem vann hvert verk út frá rýminu sem það var ætlað í. ■ solveig@365.is LITADÝRÐ OG LEIKGLEÐI Í FMOS LIST Bryndís Bolladóttir listakona sér um listskreytingar í nýju húsi Fram- haldsskóla Mosfellsbæjar. Bryndís hefur sérhæft sig í innsetningum til að deyfa og dempa hljóð með veggverkum úr þæfðri ull. NÁTTÚRAN Bryndís notaði náttúrulega liti á borð við sóleyjar- gulan, himinbláan og grasgrænan. GOTT NÁMSUMHVERFI Verk Bryndísar þykja bæði falleg auk þess sem þau mynda fyrirmyndarhljóðvist. Því hlýtur að vera afar gott að læra innan um þau. MYND/GVA LISTAMAÐURINN Bryndís fyrir framan verk eftir sig í einni skólastofu framhaldsskólans. ÓLÍK RÝMI Hvert rými hefur sitt sér einkenni. VIFTUR Smiðjuvegur 4a, 200 Kópavogur, græn gata Verð frá 7990 viftur.is • P R E N T U N .IS Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Río Tungusófi 3+t verð 149.900 áður 33 6.200 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM 70% Allt a ð ÚTSALA Rúm frá 99.000 Tungusófar frá 125.900 kr Hornsófar frá 129.900 kr Sófasett frá 199.900 kr Havana bogasófi verð 199.900 áður 30 2.166 Sjónvarpskápur 55.900 Skenkur 77.000 Sjónvarpsskápar frá 33.500 Barskápur 89.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.