Fréttablaðið - 25.03.2014, Síða 10
25. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
MALASÍA Malasíska farþegaflug-
vélin, sem hvarf 8. mars síðastlið-
inn með 239 manns innanborðs,
virðist hafa hrapað í Indlands-
haf suðvestur af Ástralíu. Þetta
staðfestir ný greining á gögnum
úr gervitungli, sem nam boð frá
flugvélinni allt til síðustu stund-
ar.
Najib Razak, forsætisráðherra
Malasíu, skýrði frá þessu í gær.
„Þetta er afskekktur staður,
langt frá öllum hugsanlegum
lendingarstöðum,“ sagði Razak á
blaðamannafundi í gær. „Það er
því með djúpri sorg og eftirsjá
sem ég verð að upplýsa ykkur um
að samkvæmt þessum nýju gögn-
um hafnaði flug MH370 í sunnan-
verðu Indlandshafi.“
Aðstandendum bæði farþega og
áhafnar vélarinnar var tilkynnt
um þetta með smáskilaboðum í
síma. Þar segir að gera þurfi ráð
fyrir því að vélin hafi farist og
enginn komist lífs haf.
Mikil sorg og reiði braust út
í kjölfarið meðal aðstandenda,
sem biðu frétta á hóteli í Pek-
ing. Fréttirnar fengu svo mikið á
suma þeirra að sjúkraflutninga-
menn þurftu að flytja þá burt á
sjúkrabörum.
Margir aðstandendanna áttu
erfitt með að leggja trúnað á full-
yrðingar malasískra stjórnvalda
og bíða þess að brak úr vélinni
finnist.
Nokkrir hlutir, sem líkur eru
taldar á að geti verið brak úr vél-
inni, hafa sést á floti í hafinu á
nokkuð stóru svæði suðaustur af
Ástralíu. Bæði skip og flugvélar
hafa verið notuð við leitina en í
gær hafði ekki enn tekist að ná
neinum þessara hluta um borð
í skip og staðfesta hvaðan hann
kæmi.
Enn hafa engar skýringar held-
ur fengist á því af hverju vélinni
var snúið af leið stuttu eftir flug-
tak frá Kúala Lúmpúr, um svipað
leyti og allt fjarskiptasamband
við hana rofnaði.
Alls voru 239 manns um borð í
vélinni, þar af 227 farþegar sem
flestir voru frá Kína.
gudsteinn@frettabladid.is
HJARTASTUÐTÆKI
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Fastus ehf. • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
F
A
S
TU
S
_H
_1
0.
02
.1
4
Powerheart er alsjálfvirkt hjartastuðtæ
leiðbeinandi fyrirmæli á íslensku til notandans ásamt
því að birta leiðbeinandi texta á skjá.
Fjögurra ára ábyrgð á rafhlöðu. Veggfesting fylgir með.
Verð kr. 229.000,- m.vsk.
ki sem gefur
• Nauðsynlegt tæki þegar
sekúndur skipta máli
• Alsjálfvirkt hjartastuðtæki
með fyrirmæli á íslensku
EGYPTALAND, AP Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í gær 529 manns til
dauða. Allir eru þeir að sögn stjórnvalda stuðningsmenn Mohammeds
Morsi og Bræðralags múslima.
Mennirnir voru dæmdir sekir um margvíslega glæpi, þar á meðal
morð á lögreglumanni, líkamsárásir og eignaspjöll. Réttarhöldunum
var hraðað í gegnum dómskerfið en dómarnir urðu mun þyngri en
reiknað var með.
Síðastliðið sumar steypti egypski herinn Mohammed Morsi af
stóli forseta Egyptalands. Hann var svo í kjölfarið handtekinn ásamt
hundruðum stuðningsmanna Bræðralags múslima. Á meðal hinna
handteknu eru margir hátt settir liðsmenn Bræðralagsins, en enn á
eftir að fella dóm yfir nærri 600 manns til viðbótar. - gb
Dómstóll í Egyptalandi tekur hart á bræðralagsmönnum:
Hundruð dæmd til dauða
ÞUNGIR DÓMAR Ættingjar hinna dæmdu bregðast við fréttunum fyrir utan dóms-
húsið í Kaíró í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Vilmundur Jósefsson,
fyrrverandi formaður Samtaka
atvinnulífsins, hefur boðið sig
fram í stjórn Vodafone. Allir
núverandi stjórnarmenn félags-
ins sækjast eftir endurkjöri og því
ljóst að ekki verður sjálfkjörið í
stjórn. Stjórnarmenn eru: Anna
Guðný Aradóttir, Erna Eiríks-
dóttir, Heiðar Már Guðjónsson,
Hildur Dungal, Hjörleifur Pálsson
stjórnarformaður og Vilmundur
Jósefsson. Kosið verður í stjórn
Vodafone á aðalfundi sem fer fram
á Hilton Nordica á miðvikudaginn.
- fbj
Sex í framboði í fimm sæti:
Kosið í stjórn
EFNAHAGSMÁL Heildartekjur
sveitarfélaga hafa aukist jafnt
og þétt frá árinu 2010. Þetta
kemur fram í samantekt um
þróun fjármála sveitarfélaganna
sem innanríkisráðuneytið lét
taka saman.
Fjárhagsáætlanir 2014 gera
ráð fyrir að heildarskuldir og
skuldbindingar sveitarfélaga
verði um 825 milljarðar í A- og
B-hluta. Litið til þróunar skulda-
hlutfalls kemur fram að frá
árinu 2010 hefur skuldahlutfall-
ið farið lækkandi.
- fbj
Gert ráð fyrir hagnaði í ár:
Tekjur aukast
A task force of aircraft
and ships has been sent
to the southern Indian
Ocean to determine
if objects spotted by
satellite are debris
from Flight MH370
Task force includes Australian and New Zealand P-3 Orion
aircraft, and U.S. Navy P8 Poseidon
Search
area
P-3 Orion
2,5
00k
m
M A L A Y S I A
© GRAPHIC NEWS
Heimild:
Ástralska
sjóöryggiseftirlitið
Skip og flugvélar frá Ástralíu,
Kína og fleiri löndum eru
notuð við leitina að malasísku
farþ gaþotu ni sem týnd hefur
verið í 18 daga.
Meðal leitarvéla er P-3 Orion flugvélar frá Ástralíu
og Nýja-Sjálandi
Peking
Canberra
Kúala
púrLúm
Perth
Áætluð
g ðleiflu
t ð tSás sí as
á sheá rats r nj is
bSam and
rofnaði
Miðbaugur
ndlands-I
haf
rma satIn -
rervihnöttug
L itar-
svæði
rion
.
Á s t r a l í a
a l a s í a
K í n a
Brak hefur sést bæði úr lofti
og á gervitunglsmyndum
Leitin heldur áfram
Brak sem gæti
verið úr vélinni
Um 24m
Engin von um að
neinn finnist á lífi
Ný greining á gervitunglsgögnum staðfestir að malasíska farþegaþotan hrapaði í
hafið. Aðstandendum farþega og áhafnar vélarinnar var tilkynnt um það í smá-
skilaboðum. Leit að braki úr vélinni heldur áfram í hafinu suðvestur af Ástralíu.
SORGARTÍÐ-
INDI Aðstand-
endur þeirra
sem fórust
fengu í gær
endanlega
staðfestingu
á því að vélin
hefði hrapað í
hafið.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP