Fréttablaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 2
2. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VÍSINDI Ný hágæðasmásjá, sem kemur til með að valda straum- hvörfum í rannsóknum í frumulíf- fræði, verður vígð í Háskóla Íslands á næstu dögum. Smásjáin, sem er hýst í Lækna- garðinum, kostaði tugi milljóna króna. Hún kemur til með að nýt- ast í mikilvægum rannsóknum sem skipta sköpum fyrir læknisfræði- legar rannsóknir á Íslandi. Eiríkur Steingrímsson, pró- fessor í læknadeild HÍ, segir til- komu smásjárinnar gífurlega þýðingarmikla fyrir samfélagið. „Smásjáin gerir okkur vísinda- mönnum kleift að skoða staðsetn- ingu próteina innan í frumum, jafn- vel þegar fruman er lifandi. Hún verður nýtt í lífvísindarannsóknir, til að auka skilning á og auðvelda rannsóknir á alvarlegum sjúkdóm- um á borð við brjóstakrabbamein, sortuæxli, arfgenga heilablæðingu og í stofnfrumurannsóknir.“ Kaupin á tækinu eru afrakst- ur samvinnu margra vísindahópa, sem stóðu í sameiningu að styrktar- umsókninni. „Um er að ræða mörg rannsóknarteymi, og þau munu öll koma til með að nýta smásjána í sínum rannsóknum,“ segir Eiríkur. „Við erum að leita eftir því að efla samstarf dreifðra stofnana sem allar sinna rannsóknum af þessu tagi, bæði utan og innan háskólans í þeirri viðleitni að efla samstarfið. Lífvísindasamfélagið á Íslandi er lítið, en það er stöðugt að eflast. Til- koma smásjárinnar er liður í því.“ Smásjáin er af gerðinni Olympus FV1200, sem er fluorescent conofal- smásjá af bestu gerð. Sú smásjá sem áður var nýtt í rannsóknir af þessu tagi var ekki nándar nærri eins öflug og þessi, og umskiptin því gríðarleg. „Þetta er allt annað, þetta er í raun eins og að skipta út Trabant fyrir Benz,“ segir Eiríkur stoltur. Vígslan fer fram í Lækna- garði 23. apríl og mun mennta- málaráðherra annast hana. julia@frettabladid.is Tugmilljóna smásjá til frumurannsókna Ný hágæðasmásjá var keypt fyrir Læknagarð í Háskóla Íslands. Talið er að hún muni skipta sköpum í rannsóknum á alvarlegum sjúkdómum á Íslandi. SMJÁSJÁIN Sævar Ingþórs- son doktors- nemi er stoltur af nýju smá- sjánni. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL Smásjáin gerir okkur vísindamönnum kleift að skoða staðsetningu próteina innan í frumum, jafnvel þegar fruman er lifandi. Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Háskóla Íslands ➜ Myndu hugleiða að kjósa hægri- menn 38,10% já 61,90% nei STJÓRNMÁL MMR kannaði 28. mars til 1. apríl afstöðu almenn- ings til þess hvort til greina kæmi að kjósa nýtt framboð hægrimanna, sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, ef það byði fram í næstu Alþing- iskosningum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 38,1 prósent að til greina kæmi að kjósa nýtt framboð hægrimanna í næstu kosningum og 61,9 prósent sögðu það ekki koma til greina. Þetta er meiri stuðningur við mögulegt fram- boð en áður hefur mælst, seg i r M M R. Svipuð könnun hafi verið gerð 2012 þegar nýtt framboð Guð- mundar Stein- grímssonar og Besta flokksins var til umræðu og líka þegar nýtt framboð Lilju Mósesdóttur kom til tals. Þessi framboð nutu stuðnings 23-24 prósenta þeirra sem tóku afstöðu. Hæst hafi stuðningur við framboð Guðmundar Stein- grímssonar farið í 34 prósent í október 2011. Þeir sem tóku þátt í könnuninni var fólk 18 ára og eldra sem valið var handahófs- kennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 960. 65 prósent þeirra tóku afstöðu til spurn- ingarinnar. - jme MMR kannaði afstöðu almennings til nýs framboðs hægrimanna: Fengi hugsanlega 38 prósent ÞORSTEINN PÁLSSON Þorsteinn, var þeim safnað á þínu blómaskeiði? „Já, ég hef löngum verið bæði blómlegur og ræktarlegur.“ Þorsteinn H. Gunnarsson hefur opnað sýningu á þurrkuðum íslenskum plöntum sem hann tíndi árið 1968, sama ár og hann kvæntist. LÖGREGLUMÁL Kona á fimmtugs- aldri var handtekin við JL-hús- ið í gær. Starfsmaður Nóatúns gerði lögreglu viðvart eftir að hann sá konuna sveifla ein- hverju sem líktist riffli af svöl- um í íbúð sinni. Sérsveitin fór inn í íbúðina og framvísaði konan þá rifflinum, sem reyndist vera eftirlíking. Engum skotum var hleypt af á meðan á aðgerðum stóð. Ekki er vitað hvað konunni gekk til. Hún hefur áður komið við sögu lögreglu. - jm Kona handtekin við Nóatún: Riffillinn var eftirlíking ALÞINGI „Það eru brýnir almanna- og öryggishagsmunir í húfi,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra þegar hún mælti fyrir lagafrumvarpi á Alþingi í gær um að f r e s t a ve rk- fallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til 15. september. Þar með verða siglingar milli lands og Eyja samkvæmt áætl- un. Hanna Birna sagði að sátt í deilunni væri ekki í sjónmáli og því stæðu stjórnvöld frammi fyrir þeim erfiða kosti að grípa inn í kjaramál deiluaðila og sú ákvörðun væri ekki létt. Sjómenn eru afar ósáttir við þá ákvörðun að setja lög á verk- fallsaðgerðirnar. Jónas Garðarsson hjá Sjómanna- félagi Íslands segir að sjómenn séu ósáttir við þessa ákvörðun. „Sérstaklega þar sem stjórnar- herrarnir hafa ekki leitað efnisraka og kannað hvað er í þessari kröfu- gerð okkar,“ segir Jónas. „Fólkið á Herjólfi á rétt á sambærilegum kjarabótum og félagar þeirra sem vinna sambærileg störf á öðrum skipum. Það er það sem verið er að fara fram á.“ - jme Lög sett á verkfallsaðgerðir sjómanna á Herjólfi vegna brýnna hagsmuna: Sátt í deilunni ekki í sjónmáli LÖG Á VERKFALL Samgöngur á milli lands og Eyja verða samkvæmt áætlun eftir að lög voru sett á verkfallsaðgerðir undirmanna á Herjólfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR SVEITARSTJÓRNIR Tillaga um að ráðist verði í átak til að uppræta heimilisofbeldi var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Borgin kallar eftir samstarfi við stofnanir á borð við Barnavernd, Félagsþjónustuna og Mannrétt- indaskrifstofu, sem hafa þekkingu í málaflokknum, til að bregðast við og sporna gegn samfélagsmeininu. Vonir eru um að árangur geti náðst í að veita bæði þolendum og gerendum stuðning og úrræði. Brýna þarf fyrir fólki að fleiri mál séu tilkynnt og úr þeim unnið til að draga úr heimilisofbeldi. - jm Átak samþykkt í borginni: Vilja uppræta heimilisofbeldi APRÍLGABB Fréttablaðið sagði frá því að fyrsti íslenski sirkusbjörninn yrði til sýnis fyrir gesti Húsdýragarðsins í gær. Bangsinn var sagður á vegum Sirkuss Íslands og átti að taka þátt í sirkussýningu hans. Norski björninn Bamse, sem á íslensku er nefndur Bangsi, er þó enginn alvöru björn heldur er hann tuskudýr. Sirkusstjórinn Lee Nelson sagði stemninguna í dýragarðinum hafa verið frábæra og að enginn hafi verið skúffaður þó að dýrið hafi ekki verið raunverulegt. „Við lékum listir okkar fyrir gestina og allir voru sáttir við frábæran dag og skemmtu sér konunglega,“ sagði hann en nokkur fjöldi mætti á svæðið. „Mig langar að árétta það að Sirkus Íslands myndi aldrei nota lif- andi dýr. Slíka meðferð á dýrum líðum við alls ekki.“ - jm Nokkur fjöldi fólks hljóp apríl í Húsdýragarðinum í gær: Sirkusdýrið Bangsi er tuskudýr SIRKUSBJÖRNINN „BANGSI“ Gestir Húsdýragarðins voru alsælir með meðlimi Sirkuss Íslands í gær þótt stjarnan hafi verið úr tuskuefni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS Páskar í Dublin VITA er lífiðVITA Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is 17. – 21.apríl *Verð án Vildarpunkta 69.900 kr. Tilboðsverð á mann frá 59.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar* ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 6 85 04 4 /2 01 4 Innifalið: Beint flug með Icelandair, gisting á hótel Mespil með morgunverði í 4 nætur og íslensk fararstjórn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.