Fréttablaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 22
 | 6 2. apríl 2014 | miðvikudagur Framtakssjóður Íslands skilaði metafkomu á síðasta ári, hagn- aður ársins 2013 nam 7.636 milljónum króna og arðsemi eiginfjár var 30 prósent. Heild- areignir félagsins nema 35.862 milljónum króna og bókfært eigið fé er 32.193 milljónir og eiginfjárhlutfall 90 prósent. Síðasta ár var fjórða heila árið í rekstri sjóðsins frá stofn- un hans í lok árs 2009. Stofnend- ur voru sextán lífeyrissjóðir og upphafleg hlutafjárloforð námu 30 milljörðum króna, sem síðan voru aukin í 54 milljarða króna. ALLS 27,5 MILLJARÐAR VERIÐ GREIDDIR Í ARÐ Hlutverk Framtakssjóðsins er að taka þátt í því uppbyggingar- og umbreytingaferli sem fyrir- sjáanlegt var að þyrfti að eiga sér stað í kjölfar bankahruns- ins og vera þátttakandi í end- urreisn íslensks atvinnulífs. Þá var honum ætlað að skila góðri ávöxtun til eigenda sinna. Sjóð- urinn skuldsetur sig ekki heldur innkallar hlutafé hjá eigendum vegna þeirra fjárfestinga sem ráðist er í. Jafnframt er sölu- verði fyrirtækja í eigu sjóðs- ins skilað til eigenda að lokinni sölu. Á aðalfundi sjóðsins í lok mars var samþykkt að greiða hluthöfum 6,6 milljarða í arð. Alls hefur sjóðurinn þá greitt 27,5 milljarða til eigenda sinna sem eru einkum lífeyrissjóð- ir landsmanna og Landsbank- inn, sem kom síðar inn sem stór hluthafi sjóðsins í tengslum við kaup hans á Vestia sem var eignarhaldsfélag nokkurra fé- laga í eigu Landsbankans. HUGMYND UM NÝJAN FRAMTAKSSJÓÐ Þorkell Sigurlaugsson, stjórnar- formaður Framtakssjóðsins, segir sjóðinn standa á tímamótum. „Í fyrsta lagi vorum við með aðalfund núna sem gekk mjög vel og við erum að skila metaf- komu. Það hefur reyndar verið mjög góð afkoma af sjóðnum þessi ár sem hann hefur verið starfandi en þetta er svona með því betra sem maður sér. Síðan voru framkvæmdastjóraskipti hjá okkur og í þriðja lagi höfum við verið að fá mjög góðar við- tökur við hugmyndum okkar um nýjan sjóð,“ segir Þorkell í sam- tali við Markaðinn. Hinn nýi sjóður hefur verið kynntur fyrir hluthöfum sjóðs- ins, en hugmyndin er að hann myndi sinna nýjum verkefnum sem tengjast þeirri uppbygg- ingu efnahagslífsins sem fram undan er að sögn Þorkels. „Rifjum upp að Framtaks- sjóðurinn var stofnaður í lok árs 2009 í kjölfar efnahags- hrunsins sem var einfaldlega bara hrun fjárhagskerfisins og bankanna. Þá var tilgangurinn að endurreisa efnahagslífið, koma okkur út úr þessum rúst- um, og lífeyrissjóðirnir þurftu og vildu koma að þessu verk- efni. Það hefur gengið mjög vel og við erum sem sagt búin að fjárfesta fyrir yfir 70 prósent af þeim fjárfestingum sem við höfum heimild fyrir, sem voru 54 milljarðar og líftími sjóðs- ins er þannig að fjárfestinga- tímabilinu lýkur eftir ár og þá er bara verkefnið að vinna úr þessum eignum sem sjóðurinn á. Þetta var verkefnið en núna er ástandið í þjóðfélaginu þann- ig að við erum að komast í gegn- um fyrsta fasa erfiðleikanna, það er dálítið langt um liðið síðan hrunið varð og það sem fram undan er er að menn vilja reyna að fara að byggja upp til framtíðar, auka hagvöxt, auka nýtingu okkar á náttúruauðlind- um og mannauðnum og komast á það stig að vera ekki bara að fást við rústir efnahagshrunsins heldur byggja upp til framtíðar og komast út úr gjaldeyrishöft- unum,“ segir Þorkell. Hann segir mörg verkefni fram undan sem slíkur sjóður myndi skoða en það séu öðru- vísi verkefni heldur en Fram- takssjóður Íslands hefur verið í. BYGGT Á FYRIRLIGGJANDI GRUNNI „Við höfum rætt við nokkra eig- endur sjóðsins sem eru lífeyris- sjóðir, um verkefni sem þeir sjá fram á að þurfi að ráðast í. Þetta eru svona samfélagsleg verk- efni sem allir eru sammála um að þurfi að koma á koppinn, en aftur á móti enginn einn lífeyr- issjóður eða einhver einn aðili sem getur komið að. Og til þess að búa til sterkan kjarna þá sjá menn tækifæri til að byggja á grunni þess sem er til,“ segir Þorkell og á þá við Framtaks- sjóðinn. Hann segir að þau hafi grunn- stoðirnar, starfsfólkið, þekk- ingu og öflugan hóp eigenda sem hefur áhuga á þessum verk- efnum. „Þessi sjóður yrði rekinn inni í þessari umgjörð sem við erum með og mun kalla inn fjármuni, með sambærilegum hætti og við höfum verið að gera, eftir því sem verkefnin koma upp. Ef við förum inn í verkefni þá innköllum við til eigendanna og getum þá lagt þannig eigið fé inn í verkefnið. Við myndum vilja reyna að hafa þennan sjóð sambærilega stóran, kannski 20 til 30 milljarða til að byrja með, sem væri þá upphafsskuld- binding þeirra eigenda sem vilja vera með í þeim verkefnum sem Eftir endurreisn þarf uppbyggingu Framtakssjóður Íslands skilaði metafkomu árið 2013 og hefur alls greitt eigendum sínum, aðallega lífeyrissjóð- um og Landsbankanum, 27,5 milljarða í arð frá stofnun árið 2009. Þorkell Sigurlaugsson stjórnarformaður hefur viðrað hugmyndir um nýjan sjóð sem ekki bara fengist við rústir hrunsins heldur uppbyggingu til framtíðar. VIÐTAL Fanney Birna Jónsdóttir | fanney@frettabladid.is ADVANIA INVENT FARMA N1 PROMENS ICELANDAIR GROUP ICELANDIC GROUP Eignarhlutir FSÍ í félögum 71,6% 7,0% 100% 49,5%20,9%38,0% Framtakssjóður- inn vill styðja við stefnu stjórnvalda og annarra við afléttingu gjaldeyrishafta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.