Fréttablaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 46
2. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30
„Fyrsta erindið átti ég síðan
fyrir einu og hálfu ári og hafði
aldrei klárað þetta lag en þótti
alltaf svolítið vænt um það og
vissi að einn daginn myndi ég
klára það,“ segir Rúrik Gíslason
fótboltamaður. „Svo hringdi syst-
ir mín í mig og sagði að það væri
búið að plana óvissuferð fyrir
móður okkar á sextugsafmæl-
inu og bað hún mig að semja lag
til hennar því ég hafði því miður
ekki tök á því að vera með.“
Hann segist þá hafa sest niður
með gítarinn sinn og klárað lagið
sem fjallar um samband þeirra
mæðgina og heitir Í augum
mínum. Því næst hafði hann sam-
band við Sverri Bergmann söngv-
ara og Halldór Gunnar Fjalla-
bróður sem sungu og spiluðu
inn lagið fyrir hann. Hann segir
þá félaga eiga mikið hrós skilið
fyrir útfærsluna á laginu sem var
spilað fyrir móður hans á sjálfan
afmælisdaginn.
„Ég hef mjög gaman af því
að semja lög og geri ágætlega
mikið af því en ég hef ekkert
verið að reyna meika það því
það eru aðrir sem eru betri en ég
að flytja lögin. Ég ber ótrúlega
mikla virðingu fyrir íslenskri
tónlist svo ég hef ekkert verið
að troða mér í sviðsljósið,“ segir
Rúrik, sem þó vill ekki útiloka að
hann gefi út annað lag einn dag-
inn. „Fótbolti á hug minn allan og
hitt er áhugamál. Það er ómögu-
legt að segja hvað ég geri síðar
og veltur svolítið á viðbrögðun-
um við þessu lagi, hvort maður sé
alveg glataður eða hvort maður
eigi semja meira. Mamma var
að minnsta kosti ánægð og það
skiptir mig öllu máli,“ segir hann
glaður í bragði.
marinmanda@frettabladid.is
Fótboltakappi semur
lag um móður sína
Rúrik Gíslason gaf móður sinni frumsamið lag um samband þeirra á afmælis-
daginn. Sverrir Bergmann söng lagið, Í augum mínum, sem var spilað í óvissu-
ferð fj ölskyldunnar þegar móðirin varð sextug. Móðir hans var himinlifandi.
ALLTAF Í
BOLTANUM
Rúrik útilokar
ekki að gefa út
fleiri lög.
Mamma var að
minnsta kosti ánægð og
það skiptir mig öllu máli,
Rúrik Gíslason
„Við vorum nýbúin að flytja starf-
semina hingað,“ segir stílistinn
Alda B. Guðjónsdóttir, en nýverið
var brotist inn í fyrirtæki hennar,
umboðsskrifstofuna Snyrtilegur
klæðnaður.
„Það átti að setja upp öryggis-
kerfið daginn eftir,“ segir Alda
en hún hefur grun um að innbrot-
ið hafi átt sér stað um miðjan dag,
líklegast sunnudaginn 23. mars.
„Tölvunum okkar, myndavélun-
um okkar og símum var stolið en
verst er samt að tapa öllum gögn-
unum sem voru inni á tölvunum,“
segir Alda. „Tölvum er hægt að
skipta út, en öll gögnin sem við
missum er öll vinnan okkar síðasta
ár,“ segir Alda.
„Við sjáum um útlit auglýsinga,
að finna húsnæði, leikmynd og leik-
ara eða fyrirsætur. Það er mikil-
vægt fyrir okkur að geta afhent
nýjar myndir af leikurum og hús-
næði,“ segir Alda sem er bjart-
sýn þrátt fyrir erfiðleikana. „Við
látum þetta ekkert stoppa okkur.
Við erum heppin að vinna með
góðu fólki sem sýnir þessu skiln-
ing og hefur boðið okkur hjálp. Ég
er ómetanlega þakklát fyrir það.“
„Við bjóðum hverjum þeim sem
getur afhent okkur þessi gögn væn
fundarlaun og látum málið kyrrt
liggja þar,“ segir Alda og biður þá
sem hafa upplýsingar um málið að
hafa samband í gegnum netfangið
snyrtilegur@gmail.com. - bþ
Öll vinna síðasta árs horfi n
Alda B. Guðjónsdóttir lenti í leiðinlegu atviki á dögunum þegar brotist var inn í
vinnuaðstöðu hennar og dýrum búnaði og verðmætum gögnum stolið.
HARMAR GÖGNIN Öldu finnst verst að
tapa gögnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KYNNTU ÞÉR
MIÐ-EVRÓPU
UU.IS/SERFERDIRÚRVAL ÚTSÝN SÉRFERÐIR 2014
HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000 | UU.IS
Kynning á sérferðum Úrvals Útsýnar
til Mið-Evrópu vor og sumar 2014
verður í Hlíðasmára 19, Kópavogi,
fimmtudaginn 3. apríl kl. 20:00.
Allir velkomnir.
„Það eru breytingar á leikaramálum og sex ný nöfn
búin að skrifa undir samning við okkur,“ segir Kristín
Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sem er
þessa dagana í óða önn að skipuleggja næsta leikár.
Meðal þeirra sem hafa skrifað undir fastráðningarsamn-
ing við Borgarleikhúsið eru leikararnir Björn Thors og
Hilmir Snær Guðnason. Báðir eru þeir þekktir fyrir
framgöngu sína á sviði sem og á hvíta tjaldinu
gegnum tíðina. Björn var til að mynda í aðalhlut-
verki í uppfærslu Þjóðleikhússins á Macbeth í
fyrravetur og Hilmir Snær er margverðlaun-
aður fyrir störf sín sem leikari og leikstjóri.
Hann mun bæði leika og leikstýra í Borgar-
leikhúsinu.
Aðrir leikarar sem bætast í leikara-
hóp Borgarleikhússins á nýju leikári
eru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
Hjörtur Jóhann Jónsson, Þórunn Arna
Kristjánsdóttir og Maríanna Clara
Lúthersdóttir.
Næsta leikár verður fjölbreytt
og skemmtilegt að sögn Krist-
ínar sem hefur búið til listrænt
teymi í leikhúsinu sem þau
Ilmur Stefánsdóttir, Tyrfingur
Tyrfingsson og Gísli Örn Garð-
arsson skipa ásamt starfandi
dramatúrgum hússins. - áp
Björn Thors og Hilmir Snær til Borgarleikhússins
Kristín hefur störf af kraft i en sex nýir leikarar skrifuðu á dögunum undir samning hjá Borgarleikhúsinu.
UPPÁHALDS
TÓNLISTARMAÐUR
„Joni Mitchell er í miklu uppáhaldi,
hún er bæði frábært tónskáld og
textahöfundur. Einnig þykir mér
Michael Jackson frábær.“
Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona.
Save the Children á Íslandi