Fréttablaðið - 02.04.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 02.04.2014, Síða 12
2. apríl 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Oft er snúið að koma sér aftur út í atvinnulífið eða í skólann eftir að fæð- ingarorlofi lýkur. Hingað til hafa einu úrræðin verið að koma börnum að hjá dag- foreldrum eða inn á svokallaða ungbarna- leikskóla. Það fá ekki allir foreldrar tæki- færi til þess. Félagsstofnun stúdenta tekur t.d. við börnum frá 6 mánaða aldri en til að fá pláss þarf viðkomandi að vera skráð- ur í HÍ. Ekki geta allir nýtt sér þetta. Sum sveitarfélög niðurgreiða heldur ekki dagvistunarúrræði í öðrum sveitar- félögum þrátt fyrir að bjóða ekki upp á þjónustu við ung börn. Það getur því verið ærið kostnaðarsamt fyrir marga að nýta sér þjónustu við ung börn. Það sama gildir um dagforeldrakerfið. Biðlistar eru langir og svo er skortur á dagforeldrum í sumum hverfum. Dagvistargjaldið er einnig hærra í báðum tilvikum heldur en í borg- arreknum leikskólum og getur foreldra munað um það því ýmiss konar útgjöld fylgja börnum. Vandinn sem blasir við er augljós. Þjón- ustan sem býðst foreldrum og ungum börn- um er af skornum skammti og svo er fæð- ingarorlofið of stutt og þakið á greiðslum í því of lágt. Á síðasta kjörtímabili var stigið skref í rétta átt þegar Alþingi samþykkti lög um lengingu fæðingarorlofs. Á þessu kjörtímabili voru þau hins vegar afnumin af nýju þingi. Er það mikil afturför í mál- efnum barnafjölskyldna. Við vinstri græn höfum barist fyrir því að taka börn fyrr inn í borgarrekna leikskóla. Til þess þurfum við að leggja áherslu á þjónustu við ung börn og for- eldra þeirra, stækka leikskólana og laða að fleiri leikskólakennara með því m.a. að bæta starfskjör þeirra. Því miður hefur ekki verið pólitískur vilji til að forgangs- raða með þessum hætti. Skrefin hafa því ekki verið stigin. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt og sjálfsögð þjónusta við borg- arbúa heldur einnig liður í því að jafna stöðu kynjanna og létta fjárhagslegar byrðar barnafjölskyldna. Við vinstri græn höldum áfram að mæla fyrir þessu þar til brúin á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður byggð. Byggjum brýr DAGVISTUN Líf Magneudóttir varaborgarfulltrúi ➜ Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Asnalegt á þingi Umræðan á Alþingi getur tekið á sig hinar skringilegustu myndir. Einstaka sinnum halda alþingismenn leiftrandi skemmtilegar ræður en miklu oftar missa þeir sig í karp sem engu skilar. Hinum skelegga þingmanni sjálfstæðis- manna, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, var nóg boðið í gær undir liðnum um störf þingsins. Hún hvatti til að menn hættu karpinu. Það er asnalegt að standa hér dag eftir dag og karpa um hvor hópurinn ætlar að gera betur í skuldamálum heimilanna, fráfarandi ríkisstjórn eða sú sem nú situr, sagði Ragnheiður og hvatti menn til að taka höndum saman. Kannski að virðing Alþingis meðal almennings myndi aukast til muna ef menn tækju orð Ragnheiðar til sín. 40% til í óljósan flokk MMR birti könnun í gær þar sem fylgi við nýjan hægri sinnaðan flokk var kannað. Alls sögðu tæp 40 prósent aðspurðra það koma til greina að kjósa nýjan flokk sem nyti stuðnings Þor- steins Pálssonar, fyrrverandi for- manns Sjálfstæðisflokksins, í næstu alþingiskosning- um. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra flokksins, sakar lögmann- inn Svein Andra Sveinsson „og félaga“ hafa staðið að könnuninni með „furðuspurningum“. (Sveinn reyndar kannast ekkert við að hafa komið nálægt þessari könnun en Björn lætur það sig litlu skipta). Hann sagði spurn- inguna svo óljóst orðaða að ekki væri ljóst hvort það sé skilyrði fyrir stofnun hins nýja hægri flokks Sveins Andra að Þorsteinn bjóði sig fram. Það kæmi væntanlega í ljós í frekari samtölum fjölmiðlamanna við Svein sem hefðu þegar rætt spurninguna um nýjan hægri flokk við hann í um fjögur ár. Vel má vera að fjölmiðlar hafi rætt þetta mál í mörg ár við Svein – en hins vegar er ljóst að meirihluti þeirra sem styðja núverandi ríkisstjórn er tilbúinn að styðja þennan óljósa, margrædda flokk lögmannsins. johanna@frettabladid.is, fanney@frettabladid.is W illum Þór Þórsson þingmaður hefur ásamt fleiri alþingismönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðis- flokki og Bjartri framtíð lagt fram frumvarp um að heimila starfsemi spilavíta (eða spilahalla eins og þau eru kölluð í frumvarpinu). Í frumvarpinu er gengið út frá að spilavítin þyrftu sérstakt leyfi frá ráðherra. Ströng skilyrði yrðu sett fyrir veitingu leyf- anna, meðal annars um gegnsæi eignarhalds, og opinbert eftirlit haft með starfseminni. Meðal skilyrða sem frumvarpshöfundar vilja setja er að spilavítin hleypi ekki inn fólki yngra en 21 árs, að skrá skuli upplýsingar um við- skiptavinina, að þeim sem taldir eru glíma við spilafíkn séu kynnt úrræði og meðferð við henni og að viðskiptavinirnir geti sjálfir beðið um að þeim sé meinaður aðgangur að spilahöllinni. Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn í fyrsta lagi að starfræksla spilavíta myndi efla ferðaþjónustu, í öðru lagi að hún myndi afla aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og í þriðja lagi væri hægt að „koma starfsemi sem þegar þrífst á Íslandi í undirheimum og á netinu undir eftirlit, veita viðskiptavinum réttarvernd og senda skýr skilaboð um hverjir það eru sem eiga erindi til að stunda fjár- hættuspil.“ Það er ekki sízt síðasti punkturinn sem er mikilvægur. And- staða við lögleiðingu spilavíta hefur verið mikil og fylgjendur áframhaldandi banns hafa bent á það böl sem spilafíkn er, en talið er að einhverjar þúsundir Íslendinga kunni að vera haldnar henni. Í greinargerð með frumvarpinu er hins vegar bent á hræsnina, tvískinnunginn og feluleikina varðandi fjárhættuspil á Íslandi, sem blasa við hverjum sem vill sjá. Á Íslandi er happdrætti, lottó og getraunir leyft með sérlögum, sömuleiðis spila- og söfnunar- kassar. Þá er aðgangur að erlendum veðmála- og spilasíðum á netinu auðveldur og nánast engin leið fyrir yfirvöld að takmarka hann. Loks eru starfræktir ólöglegir spilasalir, en sú starfsemi „stendur utan alls eftirlits í eins konar svartholi“ eins og segir í greinargerðinni. Spilafíklarnir hafa því nóg við að vera. Gera má ráð fyrir að meirihluti þeirra sem myndu heimsækja lögleg spilavíti séu ekki neinir spilafíklar. Margir geta spilað fjárhættuspil án þess að ánetjast þeim. Það er engin ástæða til að banna einhverja starfsemi af því að minnihluti á í vanda. Stefnan varðandi fjárhættuspilin hefur byggzt á svipuðum misskilningi og áfengispólitíkin í landinu; reynt er að takmarka alla notkun í stað þess að einbeita sér að því að fást við misnotkunina. Spilavítabannið er sambærilegt við annan þátt áfengispólitíkur- innar; bannið við áfengisauglýsingum. Í lögunum er gert ráð fyrir að þær séu ekki til, þótt þær séu í raun út um allt, og þess vegna eru þeim ekki sett nein skilyrði og þær ekki undir neinu eftirliti. Það er full ástæða til að lögleiða spilavítin og koma þannig því sem í dag er neðanjarðarstarfsemi upp á yfirborðið. Um leið á að nota tækifærið til að ná til spilafíklanna og nota hluta af tekjunum sem munu koma inn af starfseminni til að fjármagna meðferð þeirra. Það er miklu skynsamlegri stefna en að loka augunum fyrir tilvist fjárhættuspila á Íslandi. Frumvarp um að leyfa starfsemi spilavíta: Fjárhættuspilin upp á yfirborðið Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir með klakavél Kynningarverð án klakavélar kr. 239.600 með klakavél kr. 399.900

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.