Fréttablaðið - 02.04.2014, Page 24
FÓLK|FERÐIR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Ég mun taka þátt í uppskeru á kaffi og læra allt um kaffi frá baun í bolla. Ég verð hérna næstu þrjá
mánuðina,“ segir Steinarr Ólafsson, sem
staddur er í steikjandi sólinni í smá-
bænum Pedregulho í Brasilíu.
Brennandi áhugi Steinars á kaffi tog-
aði hann út en hann komst í samband
við fyrirtækið O’Coffee gegnum vinkonu
sína, kaffispekúlantinn Sonju Grant.
Hann segir fyrstu dagana hafa verið afar
áhugaverða og spennandi en líka erfiða.
„Dagurinn hefst hjá mér klukkan 5.30,
bókstaflega við fyrsta hanagal! Ég er
síðan mættur í vinnuna klukkustund
síðar. Uppskeran hefst ekki fyrr en eftir
tvær vikur svo ég er ekki enn farinn að
tína baunir. Þess í stað fylgist ég með
undirbúningi uppskerunnar, alþrifum
á búnaði, plöntun nýrra kaffirunna og
fleira. Ég ver líka miklum tíma í að ná
tökum á tungumálinu og eyði líka tals-
verðum tíma í skjóli skuggans. Sólin og
hitinn eru mér næstum um megn,“ segir
hann. „Maturinn er heldur einhæfur,
kjöt og baunir upp á hvern einasta dag
og ekkert grænmeti á boðstólum.“
Steinarr bloggar á steinarro.word-
press.com og rekur þar það helsta sem
drífur á daga hans.
En hvað tekur við þegar kaffiævintýr-
inu í Brasilíu lýkur?
„Með þessa þekkingu í farteskinu
ætla ég bara að sjá til hvað framtíðin
ber í skauti sér. Mér liggur ekkert á enn
sem komið er, ég er ekki nema 21 árs,“
segir Steinarr sposkur.
Hvernig vill svo eldheitur áhugmaður
um kaffi hafa kaffið sitt?
„Ég vil undantekningarlaust hafa
kaffið mitt gott.“
KAFFIÁHUGI TOGAÐI
HANN TIL BRASILÍU
FERÐIR Steinarr Ólafsson, eldheitur áhugamaður um kaffi, lærir allt um kaffi-
rækt í Brasilíu. Hann bloggar um ævintýrið á steinarro.wordpress.com
BAUNIR Nýtíndar kaffibaunir.Á AKRINUM Undirbúningur fyrir uppskeru
kaffibauna.
FALLEGT ÚTSÝNI Horft yfir kaffiakrana.
RJÚKANDI SOPI Steinarr kann
að meta gott kaffi.
RÆKTUN Þar til tínsla hefst á ökr-
unum lærir Steinarr að planta nýjum
kaffirunnum.
FRÁ BAUN Í BOLLA Óbrenndar
kaffibaunir.
KAFFIÁHUGAMAÐUR
Steinarr Ólafsson dreif
sig út til Brasilíu til að
læra allt um uppáhalds-
drykkinn sinn, kaffi.
MYND/ÚR EINKASAFNI
■ Nafn Sveindísar Önnu Jóhannsdóttur félagsráðgjafa misritaðist í sérblaðinu Brúðkaup sem fylgdi Fréttablaðinu síðast-
liðinn laugardag. Beðist er velvirðingar á því.
LEIÐRÉTTING
Nicovel®lyfjatyggigúmmí
VILTU HÆTTA
AÐ REYKJA?
Nicovel Fruit og Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af
nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel er ætlað reykingamönnum 18 ára
og eldri. Ekki má nota Nicovel ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni
eða einhverju öðru innihaldsefni tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki.
Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel er notað ef: þú hefur nýlega fengið
hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur)
eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig ef þú ert með: brjóstverk,
hjartakvilla sem hefur áhrif á hraða eða takt hjartsláttar, ómeðhöndlaðan
háþrýsting, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil,
æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í vélinda.
Einstaklingar undir 18 ára aldri ættu ekki að nota Nicovel nema því sé
ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur fyrir fullorðna getur haft mikil
eituráhrif eða verið banvænn fyrir lítil börn. Þungaðar konur og konur
með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicovel í samráði við lækni.
Skammtar eru einstaklingsbundnir og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt
er nóg að nota 8-12 tyggigúmmí á dag. Hámarksskammtur er 24 stykki
á dag. Nánari upplýsingar um notkun er að finna í fylgiseðli lyfsins.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics A/S. Umboð á Íslandi: Icepharma hf.
Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
NEY140201