Fréttablaðið - 02.04.2014, Page 27
5 | 2. apríl 2014 | miðvikudagur
eru fram undan. Grundvallar-
atriðið verður alltaf að tryggja
arðsemi fyrir eigendur sjóðsins,
það er almenning í landinu.“
FJÖLBREYTT SAMFÉLAGSLEG
VERKEFNI
Þorkell segir þau verkefni sem
nýi sjóðurinn myndi vilja ráðast
í vera af þeirri stærðargráðu að
ríkið gæti ekki staðið eitt í þeim.
„Svo ég nefni nokkra mögu-
leika þá erum við að tala um
uppbyggingu innviða í þjóð-
félaginu, til að mynda fram-
kvæmdir í sambandi við sam-
göngumál í víðum skilningi.
Orkumál í víðum skilningi líka
og þá ekkert endilega einhverja
einkavæðingu heldur meira að
koma að nýjum verkefnum í
orkuframkvæmdum eða nýt-
ingu þeirrar þekkingar sem er
komin í fyrirtækjunum. Það eru
til fyrirtæki sem eru að hasla
sér völl erlendis í þessum verk-
efnum þannig að við viljum
horfa líka út fyrir landsteinana
og finna hvar við getum aflað
erlends gjaldeyris og tekna
með því að nýta okkar þekk-
ingu og opna þar með meira á
möguleika á að styðja við stefnu
stjórnvalda og annarra í aflétt-
ingu gjaldeyrishafta, það þarf
átak margra til þess,“ segir Þor-
kell.
Hann segir það einnig þann-
ig að mörg þessara verkefna séu
þess eðlis að það vanti samnefn-
ara til að halda utan um verk-
efnið. „Við höfum einnig heyrt
áhuga frá erlendum fjárfestum
sem væru til í að koma að slík-
um sjóði með fjármagn,“ bætir
Þorkell við.
„Lífeyrissjóðirnir starfa ekk-
ert endilega mikið saman og
eins og sjóðurinn hefur verið
þá hafa þeir ekki haft nein af-
skipti af fjárfestingunum. Við
sjáum fyrir okkur að í þessum
sjóði sé þetta ekki alveg þannig,
þar sem ekki væri um hefðbund-
in fyrirtæki í innlendri sam-
keppni að ræða, heldur komi
eigendurnir meira að verkefn-
um kannski sem lánveitendur
líka eða sem fjárfestar þann-
ig að sjóðurinn sé bara eitt af
tækjunum sem er hægt að nýta
með öðrum í þessu hlutverki,“
segir Þorkell.
Hann nefnir einnig sem dæmi
Landspítalann sem verkefni
sem verið hafi í umræðunni og
lífeyrissjóðirnir hafi verið vilj-
ugir til að koma með einhverj-
um hætti að því.
VERÐUM AÐ VINNA SAMAN
„Lífeyrissjóðir geta þannig
haft einhvern vettvang fyrir
það, einhvern sameiginlegan
aðila sem vinnur með þeim í
því. Það hefur líka verið talað
um stór verkefni í samgöngu-
málum, stór verkefni í grunn-
innviðum hér í Reykjavík sem
dæmi. Þetta eru verkefni sem
taka stundum langan tíma, eru
ekki hefðbundin verkefni eins
og að kaupa sig inn í fyrirtæki,
selja það eða koma því á mark-
að, heldur annars konar verk-
efni sem þarf að ráðast í, koma
í framkvæmd og tryggja arð-
semi og árangur af verkefninu.
Þetta yrði því svolítið öðruvísi
hlutverk, ef það er hægt að lýsa
þessu þannig.“
Þorkell segir muninn felast í
því að nú sé um að ræða upp-
byggingu eftir endurreisn síð-
ustu ára og nú þurfum við að
snúa okkur að bættum lífskjör-
um, lífsgæðum og hagvexti.
„Við erum lítið land sem er
með gríðarlega mörg verkefni
fram undan og við verðum ein-
hvern veginn að vinna saman að
þeim – við getum ekki gert það
allt hvert í sínu lagi,“ segir Þor-
kell að lokum.
Við höfum einnig
heyrt áhuga frá
erlendum fjárfestum sem
væru til í að koma að
slíkum sjóð með fjármagn.
OPIÐ
Virka daga 10-18
Laugardaga 11-16
109.990
TOS-L50A1D6
Ein sú vinsælasta fyrir fermingarnar hjá okkur. Glæsilega
hönnuð og mjög meðfærileg. Þriðju kynslóðar Intel i3
örgjörvi og Intel HD 4000 skjákort. HDMI tengi til að
tengja við sjónvarp og USB3 tengi fyrir
margfaldan gagna utningshraða.
BLEIK 14” ASPIRE V5
Létt og meðfærileg 14“ fartölva
með sprækum Intel i3 örgjörva og
Intel HD 4000 skjákorti. 500GB
diskur, USB3 og HDMI tengi.
QUAD CORE LEIKJATÖLVA
Kraftmikil og hraðvirk fartölva úr nýju L-línunni frá
Toshiba með Intel i7 Haswell Quad Core örgjörva.
Ö ug grafíkvinnsla með GB nVidia Ge or e GT
740M leikjaskjákorti. Glæsilega hönnuð með
miklum tengimöguleikum.
15,6”
149.990
ARTÖLVUTILBOÐ
REYKJAVÍK
SUÐURLA DSBRAUT 6
Sími 414 1700
AKUREYRI
GLERÁRGÖTU 30
Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A
Sími 464 1600
EGILSSTAÐIR
KAUPVANGI 6
Sími 414 1735
SEL OSS
AUSTURVEGI 34
Sími 414 1745
KE LAVÍK
HA NARGÖTU 90
Sími 414 1740
HA NAR JÖRÐUR
REYKJAVÍKURVEGI 66
Sími 414 1750
AKRANES
ÞJÓÐBRAUT 1
SÍMI 431 333
99.990
ACE-NXMKJED001
HVÍT 14“ ARTÖLVA MEÐ INTEL i3
ACE-NXMB4ED01
Landsbankinn hf. 27,59%
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 19,91%
Gildi lífeyrissjóður 10,39%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 7,72%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 7,36%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 6,62%
Stafir lífeyrissjóður 5,52%
Festa lífeyrissjóður 2,76%
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,76%
Almenni lífeyrissjóðurinn 1,84%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 1,47%
Lífeyrissjóður Bankamanna aldursdeild 1,24%
Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,10%
Lífeyrissjóður Vestfirðinga 1,10%
Eftirlaunasjóður FÍA 0,77%
Íslenski lífeyrissjóðurinn 0,68%
Lífeyrissjóður Rangæinga 0,58%
VÍS hf. 0,55%
Framtakssjóður Íslands GP hf. 0,02%
Hluthafar Framtakssjóðs Íslands
GOTT ÁR AÐ BAKI Framtakssjóður Íslands er til húsa í Lágmúla 9. Þar starfa sjö starfsmenn en nýverið urðu þær breytingar að Hjördís
Dröfn Fjeldsted tók við sem framkvæmdastjóri af Brynjólfi Bjarnasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN RAGNAR