Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 4
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 1.700 manns höfðu verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur á fyrsta fjórðungi ársins, eða um 0,9 prósent vinnuaflsins. Á sama tíma í fyrra voru 2.600 í sömu stöðu, eða um 1,4 prósent vinnuaflsins. Heimild: Hagstofa Íslands AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Sturtusett Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku HÚSNÆÐISMÁL Í tillögum verk- efnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem skilað var til félags- og húsnæðismálaráðherra í gær er lagt til að Íbúðalána sjóður verði lagður niður í núverandi mynd með þeim hætti að útlána- starfsemi hans verði stöðvuð og starfsemi sjóðsins skipt upp. Annars vegar verði stofnað sér- stakt húsnæðislánafélag sem starfi á almennum markaði án ríkisábyrgðar og hins vegar verði félagslegt hlutverk sjóðsins og aðrir þættir sem snúa að framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda sett í stofnun fyrir húsnæðismál. Sam- hliða þessu verði lánasafn Íbúða- lánasjóðs látið renna út og lán- takendur sjóðsins fái þjónustu hjá húsnæðisfélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út. Grunnurinn að vanda Íbúðalána- sjóðs liggur nú í uppgreiðsluvanda þar sem sjóðnum var ekki gert kleift að gera upp eigin skuldabréf með uppgreiðslu meðan lántak- endum stóð slíkt til boða. Við þetta skapaðist neikvæður vaxta munur hjá sjóðnum. Ríkissjóður hefur þurft að leggja Íbúðalánasjóði til 50 milljarða króna á síðustu fjórum árum og á þessu ári bætast síðan við 4,5 milljarðar króna. Skiptar skoðanir eru um þessar tillögur í húsnæðismálum. Ari Skúlason hagfræðingur segir í sam- tali við Fréttablaðið að nýja félagið muni þá fara eftir nýjum hug- myndum þar sem jafnvægi er milli lánanna og skulda á móti. „ Kjörin á íbúðarláninu endurspeglast í kjörum á skuldabréfinu, ef íbúðar- lánið er greitt upp þá er skulda- bréfið líka greitt upp,“ segir Ari. Þá er lagt til að sérhæfðum hús- næðislánafélögum verði komið á fót líkt og hefur tíðkast í Danmörku um langt árabil. Þannig verði hús- næðislán aðeins veitt af húsnæðis- lánafélögum sem megi ekki stunda aðra starfsemi. Munu þá bankar og lífeyrissjóðir sem kjósa að veita slík lán þurfa að stofna sérstök hús- næðislánafélög. Ari segir bankana munu standa veikari eftir ef þeim verði gert að taka íbúðalánastarfsemi sína út og setja hana í sérstök félög. „Það er spurning hvort það sé sniðug hug- mynd, sem gengur þvert á gefnar hugmyndir og yfirlýst markmið um að það þurfi að minnka bankakerfið á Íslandi að stækka það um minnst fimm banka.“ Hann segir mikinn til- kostnað verða við yfirstjórn og eftir- lit. „Þetta eru fjármálafyrirtæki og því kröfur til þeirra og rekstursins verulega dýrar. Þetta þarf að ræða betur,“ segir Ari sem telur að þetta sé ekki fjárhagslega hagstætt. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir sambandið fagna þessum til- lögum að flestu leyti. „Verkefnis- stjórnin er að mestu leyti að taka undir með ASÍ í málinu en við kynntum fyrir ári síðan tillögur um nýtt húsnæðismálakerfi. Ég er sáttur við að menn komist að sömu niðurstöðu og við gerðum,“ segir Gylfi. Gylfi gagnrýnir þó bæði Eygló Harðardóttur húsnæðismálaráð- herra og verkefnastjórnina fyrir að koma aftur með úrræði í hús- næðismálum án þess að gera neitt til að mæta þörfum þeirra sem lægstar tekjur hafa. „Það er gagn- rýnivert að það skuli ekki vera nein tillaga um það hvernig eigi að koma til móts við þann hóp sem á í mestum húsnæðisvanda. Hvernig má það vera að stjórnvald láti það afskiptalaust að fjórðungur þjóðar- innar hefur ekki ráð á að búa neins staðar í húsnæði,“ sagði Gylfi. fanney@frettabladid.is Bankarnir veikist þurfi þeir að stofna húsnæðislánafélög Skiptar skoðanir eru um tillögur um húsnæðismál sem kynntar voru í gær. Hagfræðingur segir það ganga gegn yfirlýstum markmiðum um að minnka þurfi bankakerfið að gera bönkunum að stofna sérstök húsnæðis- lánafélög. Forseti ASÍ gagnrýnir að enn sé ekki komið til móts við þá sem eiga í mestum húsnæðisvanda. GYLFI ARNBJÖRNSSON ARI SKÚLASON NÝTT KERFI Tillögur verk- efnastjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála voru kynntar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá FREMUR HÆGUR VINDUR næstu daga og NA-lægar áttir ríkjandi. Hitastigið er heldur á niðurleið á N-hluta landsins en áfram 5-12 stig SV-lands. Úrkomulítið S- og V-lands á morgun en vænta má skúra með köflum NA- og A-lands næstu daga. 5° 7 m/s 6° 2 m/s 9° 4 m/s 6° 13 m/s Hæg breytileg S-lands, annars NA-læg 4-10m/s. Fremur hæg NA-læg, 5-10m/s. Gildistími korta er um hádegi 16° 32° 15° 17° 16° 6° 20° 13° 13° 23° 16° XX° 25° 23° 22° 16° 13° 18° 8° 4 m/s 7° 7 m/s 5° 6 m/s 4° 7 m/s 6° 6 m/s 9° 4 m/s 2° 3 m/s 10° 9° 5° 3° 5° 5° 3° 3° 4° 2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN REYKJAVÍKURBORG „Greinilegt er að borgarfulltrúar Samfylkingar, Besta flokksins/Bjartrar fram- tíðar og Vinstri grænna líta sem fyrr með velþóknun til þess að borgarfulltrúum í Reykjavík verði fjölgað úr fimmtán í 23 til 31,“ segir í bókun sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Bentu þeir á að samkvæmt lögum þurfi sveitarfélög með yfir 100 þús- und íbúa að hafa þennan fjölda aðal- manna í sveitarstjórn í síðasta lagi eftir næsta kjörtímabil. Lögðu þeir til að borgarstjórn skoraði á Alþingi að endurskoða þetta lagaákvæði svo borgarstjórn hafi sjálfdæmi um fjölgun fulltrúanna. „Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fara þá óvenjulegu leið að gera öðrum upp skoðanir í bókun sinni. Færi betur á því að þeir létu duga að bóka eigin afstöðu,“ bókuðu borgarfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þeir bentu á að borgarstjórn hefði í febrúar samþykkt samhljóða óbreyttan fjölda til ársins 2018. - gar Telja meirihlutann líta með velþóknun á fjölgun borgarfulltrúa í 23 til 31: Breyti lögum um fjölda fulltrúa Í BORGARSTJÓRN Fimmtán aðalfull- trúar eiga sæti í borgarstjórn Reykja- víkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMHVERFISMÁL Þúsund lítra olíu- tankur sem Landhelgisgæslan hefur leitað að í Mývatni frá því á þriðjudag er að öllum líkindum fundinn. Að sögn Umhverfisstofn- unar fannst málmhlutur í réttri stærð um 110 sentímetra undir botni vatnsins á fjögurra metra dýpi. Leitað er að beiðni stofnun- arinnar því óttast er að lífríki vatnsins gæti stafað hætta af olíuleka vegna tanksins. Tankur- inn féll í vatnið af dráttarbáti árið 2004 og fannst ekki þá þrátt fyrir umfangsmikla leit. - sks Leitað á botni Mývatns: Olíutankurinn líklega fundinn VONGÓÐIR Einn leitarmanna býr sig undir að halda út á vatnið. MYND/LANDHELGISGÆSLAN TAÍLAND, AP Stjórnlaga dómstóll Taílands kvað í gær upp úrskurð um að Yingluck Shinawatra forsætisráðherra yrði að láta af embætti vegna spillingar. Nokkrir ráðherrar hennar verða sömuleiðis að láta af embætti. Spillingin felst í því að hún vék háttsettum embættismanni úr starfi og fékk honum annað starf innan embættismannakerfisins. Dómstóllinn taldi embættistil- færsluna stjórnarskrárbrot þar sem tilgangurinn hefði verið að styrkja stöðu valdamikillar fjöl- skyldu forsætisráðherrans. - gb Var fundin sek um spillingu: Yingluck gert að víkja úr starfi SLYS Fiskibátur sökk um 25 sjó- mílum vestur af Patreksfirði í gær. Einn var um borð og er heill á húfi. Vaktstöð siglinga barst eftir hádegi tilkynning um að bátur væri farinn að leka. Kölluð voru til nærstödd skip og bátar. Svo fór að báturinn sökk og skipverjanum var bjargað um borð í annan fiski- bát sem var staddur nærri. Skipshöfnin á björgunarskipinu Verði frá Patreksfirði hreinsaði síðan upp brak og lausamuni úr sokkna bátnum. - bá Skipverji heill á húfi: Bátur sökk við Patreksfjörð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.