Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 8
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEILBRIGÐISMÁL Anna Sigrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, var aðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra á tímabili en starfar nú á skrifstofu forstjóra Landspítalans. Hún hefur því komið að stjórnun, fjárhagsáætlunum og gæðamálum spítalans undanfarin misseri. „Það var ótrúlega áhugavert að liggja inni á bandarískum spítala og sjá hvernig allt virkar öðruvísi, sumt er betra hjá okkur en annað er betra hjá þeim og ég reyndi að læra eins mikið og ég gat á þessari upplifun minni,“ segir Anna Sigrún en hún fékk heilablæðingu í Harry Potter-tæki í Universal Studios- skemmtigarðinum í Orlando þegar hún var þar á ferð í apríl. Henni var tjáð strax við komu á bráðamóttöku að sextíu prósent líkur væru á að deyja af völdum slíkrar blæðingar og þrjátíu pró- sent líkur á alvarlegum fylgi- kvillum. Anna Sigrún tilheyrir tíu prósentunum sem ná sér að fullu. Hún er loksins komin heim til Íslands eftir óvæntan endi á fríinu en er skipað að hvíla sig næstu mánuðina til að ná fullum þrótti á ný. Hún á þó erfitt með að taka hugann frá vinnunni, meira að segja þegar hún lá alvarlega veik á spítalanum úti. „Ég fann fyrir algjöru öryggi. Fagmennskan og sérfræðikunn- áttan skein af öllu starfsfólki og aðbúnaður var til fyrirmyndar. Þegar ég fann þetta öryggi ákvað ég að láta af stjórninni, sem ég á annars erfitt með, og þá byrjaði ég að skoða það sem við getum lært af bandaríska skipulaginu. Ég tók myndir af öllu sem mér fannst áhugavert; sokkar sem eru hann- aðir þannig að fólk detti síður, lyfjaskápar með lásakerfi sem kemur í veg fyrir mistök í lyfja- gjöf og einnota nærbuxur sem er augljóslega þægilegasta leiðin fyrir sjúklinga,“ segir Anna Sig- rún hlæjandi. Heppin að vera stödd úti Hún var á sjúkrahúsi í Gainsville á gjörgæslu sem er sérhæfð fyrir heilaáföll. Þar var pláss fyrir 30 manns. Á Landspítalanum eru 22 pláss fyrir alla gjörgæslusjúk- linga. „Vegna smæðar Íslands getum við aldrei náð sambærilegri sér- hæfingu og -þekkingu og í Banda- ríkjunum. Það er bara svo ein- falt. Í raun og veru er ég ótrúlega heppin að hafa verið stödd úti þegar ég fékk blæðinguna því að aðgerðin sem ég þurfti á að halda er ekki einu sinni framkvæmd hér á landi. Margt gerum við vel, til dæmis í hjartalækningum, en það er ómögulegt fyrir íslenskt heil- brigðiskerfi að bjóða upp á sérhæf- ingu á öllum sviðum. Lausnin sem ég sé í þeim málum er að flytja inn sérþekkinguna að utan en til þess að svo megi verða verður að búa betur að starfsfólki og mikil- vægast er að bæta húsakostinn. Nýbyggingar á Landspítala eru bráðnauðsynlegar fyrir öryggis- mál til framtíðar.“ Tuttugu milljóna króna reikningur Anna Sigrún var afar heppin. Bæði varðandi meðferðina en einnig hvað varðar trygginga- mál. „Meðferð er ekki hafin fyrr en ljóst er hvernig verður greitt fyrir hana. Ég var tryggð í gegn- um heimilistryggingu hjá VÍS og Visa-kortið sem ég hafði keypt farmiðana á. Þess vegna var hægt að ganga frá greiðslumálum undir eins og hefja meðferð í kjölfarið. Ég þurfti ekki að standa í neinu veseni en við erum að tala um ríflega tuttugu milljóna króna reikning. Sjúklingurinn við hlið- ina á mér fékk ekki fulla þjónustu vegna tryggingamála og ég ræddi við starfsfólk sem tjáði mér að það valdi oft siðferðilegum klemmum fyrir starfsfólkið. Þarna erum við á Íslandi heppin, við vitum að læknisþjónusta erlendis er alltaf greidd fyrir okkur og því þurfum við ekki að hafa áhyggjur af skertri þjónustu.“ Ábyrgðin sett í hendur sjúklinga Annað sem Anna Sigrún tók eftir úti er að ábyrgðin er í mun meiri mæli sett í hendur sjúklinga varð- andi meðferð og kemur það til vegna greiðslukerfisins en einnig vegna aukinna lögsókna gegn heil- brigðisstarfsfólki þar ytra. „Ég var stödd í miðjum skemmti- garði, með stelpurnar mínar tvær hjá mér, og var sárþjáð af verkjum í höfði og hálsi. Ég gat varla hugs- að heila hugsun. En ég er spurð hvort ég vilji fara í læknaskýlið í garðinum, fara heim eða hringja á sjúkrabíl. Ég valdi auðvitað að hringja á sjúkrabíl. Það er erfitt fyrir alvarlega veika sjúklinga að taka mikilvægar ákvarðanir við þessar kringumstæður og skrifa til dæmis undir ótal samþykktar- skjöl. Þetta er afar varhugavert.“ Anna Sigrún mun hvíla sig næstu vikurnar. Hún segist uppfull af hugmyndum um smáar sem stærri breytingar á Land spítalanum sem hún hlakkar til að vinna meira með. „Jafnvel þótt þetta hafi verið skelfileg lífsreynsla þá verð ég að viðurkenna að þetta var líka ansi áhugavert. Þetta var eiginlega hálfgerð þerapía fyrir mig; ég gat verið með hausinn í vinnunni í stað þess að hafa áhyggjur af lífi mínu.“ erlabjorg@frettabladid.is Náum aldrei sömu sérhæfingu hér Anna Sigrún Baldursdóttir, sem starfar á skrifstofu forstjóra Landspítalans, fékk heilablæðingu í fjölskyldufríi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hún var við dauðans dyr en notaði þó tímann óspart til að bera sjúkrahúsleguna í Bandaríkjunum saman við aðstæður hérna. ER Í FYRIRSKIPAÐRI HVÍLD Anna Sigrún safnar þrótti þessa dagana eftir þrjár æðaþræðingar og aðgerð þar sem fyllt var í slagæðagúlp á spítala í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALLTAF Í VINNUNNI Daginn eftir æðaþræðingu sendi Anna Sigrún þessa mynd á Facebook með textanum: „Flottir sokkar með stoppurum báðum megin. Ættum að hafa svona á Lsh.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.