Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 16
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16 Með því að grípa snemma inn í hjá börnum sem koma illa út úr þroska- skimun um tveggja ára aldur hjá heilsugæslustöðvum er hægt að búa þau betur undir lestrar nám. Þetta segir Ásthildur Bj. Snorra- dóttir talmeinafræðingur. „Auðvitað eru til börn sem eru seinni en önnur börn að byrja að tala en það er orðið úrelt að bíða og sjá til. Við sköðum ekki börn með snemmtækri íhlutun en við getum skaðað þau með því að grípa ekki inn í. Það getur haft neikvæð áhrif á árangur þeirra í námi í grunn- skóla,“ tekur Ásthildur fram og bætir við að meira sé vitað um þennan málaflokk en áður. Börn þurfa að ná færni á mörg- um sviðum til þess að búa sig undir lestrarnám, að því er Ást- hildur greinir frá. „Það þarf að skoða hvort barnið kann undir- stöðuþætti fyrir boðskipti, hvort það kann að bíða, hlusta, gera til skiptis og hvort það hafi lært sjálf- stjórn. Börn sem greind eru með málhömlun lenda oft í hegðunar- erfiðleikum. Börn sem greind eru með athyglisbrest og ofvirkni eru oft með ógreinda málþroska- röskun. Það er hægt að sjá alls konar merki um nauðsyn þess að grípa inn í.“ Ásthildur segir frávik í mál- þroska geta verið með ýmsum hætti. „Þau geta meðal annars birst í orðaforða, málskilningi, máltjáningu og framburði. Þá þarf að skoða hvort ástæðan sé líffræðileg eða hvort hún tengist hljóðkerfisvitund þeirra svo nokk- ur dæmi séu nefnd. Málörvun þarf alltaf að vera skilgreind út frá eðli vandans til að ná árangri.“ Á vefnum lesvefurinn.hi.is segir að hljóðkerfisvitund sé tilfinning og næmi einstaklings fyrir upp- byggingu tungumálsins. Að mati Ásthildar er ekki meira um frávik í málþroska nú en áður. „Þau hafa alltaf verið til staðar en þetta er rannsakað meira en áður. Fólk er orðið miklu upplýstara um þessi mál og við höfum betri tæki til að finna börnin sem eru með frávik.“ Talmeinafræðingurinn leggur áherslu á að leikskólinn sé fyrsta skólastigið. „Þar er lagður grunnur að öllu námi barnsins. Við eigum að nýta betur hæfileikana í leikskólunum til þess að börnin fari betur undirbúin í grunnskól- ann. Það er gríðarleg umræða um slæma lestrarkunnáttu barnanna okkar samkvæmt PISA-könnun en við vitum hvaða þættir eru undir- staða fyrir lestur. Það er orðaforði, málskilningur, lesfimi, það er að segja að geta lesið nógu hratt, og þekking á hljóðum stafanna. Þessa þætti er hægt að þjálfa í leikskóla. Einn mikilvægasti undirstöðu- þátturinn fyrir lestur, hljóðkerfis- vitund, er nú kannaður á síðasta ári í leikskóla. Þá er vitað í fyrsta bekk í grunnskóla hvaða börn eiga á hættu að lenda í lestrarerfið- leikum. Þetta er liður í heildstæðri skólastefnu eins og umræðan snýst nú um.“ ibs@frettabladid.is Úrelt að bíða og sjá til hvort barnið fari að tala Grípa þarf snemma inn í vegna frávika í málþroska. Afleiðingarnar geta annars orðið lestrarörðugleikar, að sögn Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings. Börn þurfa að ná færni á mörgum sviðum fyrir lestrarnám. Langflestir skólakrakkanna 120 sem þátt tóku í könnun á nýaf- staðinni sýningu um Skóla- og frí- stundaborgina Reykjavík, eða 85 prósent, töldu sig oftast hafa nóg að gera á sumrin. 68 prósent sögðu að það væri oftast gaman í frímínút- um í skólanum. Þá töldu 58 prósent krakkanna að páskafríið væri hæfi- lega langt, átta prósentum fannst það of langt en 34 prósentum fannst það of stutt, að því er kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Í opnum spurningum kom m.a. fram að allir ættu að vera vinir í skólanum, það þyrfti að vera meiri frístund, að nemendur ættu að fá að hafa síma í skólanum, sumir kenn- arar væru of strangir og að það væri oftast „rosalega skemmtilegt“ í skólanum. Alls svöruðu 180 fullorðnir spurningunum. Af þeim töldu 92% þörf fyrir félagsmiðstöðvastarf fyrir 16-18 ára í hverfum borgar- innar, 29% höfðu skoðað foreldra- vef SFS, Skóla- og frístundasviðs, og 56% töldu skorta fjölbreytni í sumarstarfi fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Um 44% vildu miða við að börn kæmust í leikskóla við eins árs aldur, 13% vildu leikskóladvöl fyrir yngri en eins árs en 43% vildu að börn kæmust í leikskóla 18 mán- aða eða eldri. Í opnum svörum frá fullorðnum kom fram að leikgleði í leik skólum og frístundastarfi mætti smitast yfir í grunnskólann, frístunda- starf væri of dýrt fyrir foreldra, bjóða ætti upp á frístundamögu- leika fyrir foreldra og börn saman á sumrin, tengja ætti betur saman skóla og frístundir og leggja enn meiri áherslu á sköpun í skóla- og frístundastarfinu. Sýningin og könnunin var haldin í Ráðhúsinu. - ibs Könnun hjá börnum og fullorðnum í Reykjavík: Flestir segja oftast gaman í frímínútum Góð þarmaflóra er grunnur að góðu ónæmiskerfi. Til þess að þarmaflóra barns verði góð er best að gefa því brjóstamjólk sem örvar meðal annars vöxt mjólkur- sýrubaktería í þarmaflóru barna. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum dönsku mat- vælastofnunarinnar og Háskól- ans í Kaupmannahöfn. Í frétt á vef danska ríkisút- varpsins segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að talsverðar breyt ingar verði á samsetningu baktería í þarmaflóru frá níu til 18 mánaða aldurs í tengslum við lok brjósta- gjafar. Þarmaflóra barna heldur þó áfram að breytast til þriggja ára aldurs, að því er segir í frétt- inni. Börn sem fá brjóstamjólk eru sögð vaxa hægar og verða svolítið grennri en börn sem fá mjólkurduft. Börn sem fá brjósta- mjólk fá jafnframt síður ofnæmi, sykursýki og bólgur í þarma síðar á ævinni, auk þess sem þau glíma síður við ofþyngd. - ibs Brjóstamjólk gefur góða flóru í þörmum BRJÓSTAGJÖF Brjóstamjólk örvar meðal annars vöxt mjólkursýrubaktería í þörmum. NORDICPHOTOS/GETTY MEÐ BRÚÐUNA BÍNU Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræð- ingur, sem er höf- undur bókanna um Bínu, hefur langa reynslu af því að styrkja boðskiptafærni ungra barna og efla málþroska þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í FRÍMÍNÚTUM Í könnun á sýningu um Skóla- og frístundaborgina Reykjavík sögðu 68 prósent barnanna að það væri oftast gaman í frímínútum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.