Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 20

Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 20
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 ÞÚ ÁTT VALIÐ! Í Keili býðst þér að gerast tæknifræðingur, flugmaður, ævintýraleiðsögumaður eða einkaþjálfari, svo örfá dæmi séu tekin, auk Háskólabrúar sem býður aðfararnám til háskólanáms. Keilir býður vandað og fjölbreytt nám en áhersla er lögð á nútímalega kennsluhætti og persónulega þjónustu. Tæknifræði Keilis heyrir undir verkfræði- og náttúru- vísindasvið Háskóla Íslands. Háskólabrú Keilis er tekin gild í öllum háskólum á Íslandi. Umsóknarfrestur í tæknifræði er til 5. júní. Umsóknarfrestur í Háskólabrú, Flugakademíuna og Íþróttaakademíuna er til 10. júní. Umsóknarfrestur í flugvirkjun er til 15. júní. # IT R O T T A A K A D E M IA # T A E K N IF R A E D I #FLUGAKADEMIA # H A S K O L A B R U PI PA R\ TB W A S ÍA 1 41 29 8 KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net Fara þarf aftur til apríl á árinu 2012 til að sjá veltu undir 40 millj- ónum evra en heildarvelta í apríl nú í ár var aðeins 36 milljónir evra, sem jafngilda 5,6 milljörðum króna. Í samanburði var heildarveltan í mars 110 milljónir evra eða 17,2 milljarðar króna í mars og 145 milljónir evra eða 22,6 milljarðar króna í febrúar. Hagfræðideild Landsbankans greinir frá þessu í Hagsjá. Krónan stóð næstum óbreytt í aprílmánuði, evran kostaði 155,7 krónur í lok apríl samanborið við 155,3 í lok mars. Gengið hélt sér á nokkuð þröngu bili í mánuðinum. Af sautján viðskiptadögum voru níu þar sem minnst ein viðskipti áttu sér stað en átta þar sem engin viðskipti fóru fram. Að meðaltali áttu tvenn viðskipti sér stað á dag, en ein viðskipti á millibankamark- aði eru að jafnaði ein milljón evra. Seðlabankinn keypti einungis þrjár milljónir evra eða 0,4 millj- arða króna í mánuðinum. Ekkert gjaldeyrisútboð var í apríl en næsta útboð er fyrirhugað miðvikudaginn 14. maí næstkomandi. - fbj Mikil ládeyða var á gjaldeyrismarkaðnum í aprílmánuði í ár: Aðeins tvenn viðskipti á dag LÁDEYÐA Á átta viðskiptadögum í apríl áttu engin gjaldeyrisviðskipti sér stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslandsbanki hefur gefið út skulda- bréf að upphæð 100 milljónir evra sem jafngildir um 15,6 milljörðum króna. Bréfin eru fyrsta erlenda útgáfa bankans í evrum. Skuldabréfið er til tveggja ára og ber 3 prósenta fasta vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréf- anna í Kauphöllina á Írlandi þann 16. maí næstkomandi. „Skuldabréfaútgáfa í evrum markar tímamót fyrir okkur. Þessi útgáfa að upphæð 100 millj- ónum evra kemur í kjölfar birting- ar á lánshæfismati frá Standard & Poor’s, sem gaf Íslandsbanka BB+/B, sem er góð lánshæfis- einkunn miðað við einkunn rík- isins. Þá lauk Íslandsbanki skuldabréfaút- gáfu í sænskum krónum í lok síðasta árs sem var svo stækk- uð í mars síð- astliðnum,“ segir Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í tilkynningu. Útgáfan er gefin út undir Global Medium Terms Notes-útgáfu- ramma bankans sem gefur honum færi á að gefa út skuldabréf í mis- munandi myntum á föstum og fljótandi vöxtum. „Það er ánægjulegt að sjá að kjörin fara batnandi sem endur- speglar traust fjárfesta til Íslands- banka og á því uppbyggingarstarfi sem hefur skilað okkur öflugum og ábyrgum banka. Kjarnastarf- semin er að skila stöðugum og jöfnum tekjum, endurskipulagn- ingu er nánast lokið og eiginfjár- og lausafjárstaða bankans er góð,“ segir Birna. - fbj Íslandsbanki gefur út skuldabréf í evrum að upphæð 100 milljónir evra: Fyrsta erlenda útgáfan í evrum BIRNA EINARSDÓTTIR Mikið hefur verið um uppsagnir hjá lykilstarfsmönnum Wow air að undanförnu. Í fyrradag lét af störfum fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs fyrir- tækisins, Linda Jóhannsdóttir, en hún hafði starfað hjá Wow air síðan á árinu 2012. Þá hætti Inga Birna Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugfélagsins, í mars síðastliðnum. Í febrúar hætti þáverandi mark- aðsstjóri, Ágústa Hrund Steinars- dóttir, og Guðrún Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmannastjóri, lét af störfum í desember í fyrra eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu í um átta mánuði. Þá sagði Guðmundur Arnar Guð- mundsson, fyrrverandi forstöðu- maður markaðssviðs Wow air, upp störfum í apríl 2013 en hann hóf störf hjá Wow air í janúar 2012. Fyrir utan framangreinda ein- staklinga hafa fleiri látið af störfum á þeim rúmu tveimur árum sem flugfélagið hefur verið starf- andi og því ljóst að starfsmanna- velta félagsins er nokkuð hröð. Fréttablaðið ræddi við tvo fyrr- verandi stjórnendur sem sögðu ljóst að um stjórnendavanda væri eða hefði verið að ræða. Það gæti verið mjög erfitt að vinna í þessu umhverfi og það vekti athygli að lítið sé eftir af upprunalega liðinu. Svanhvít Friðriksdóttir, upp- lýsingafulltrúi Wow air, segir meirihluta þeirra sem voru með félaginu við stofnun þess enn við störf. „Við vorum sjö eða átta til að byrja með í byrjun ársins 2012. Þar af eru fjórir eða meirihlutinn enn þá að vinna hjá fyrirtækinu. Hér er mjög gott andrúmsloft og bjart fram undan hjá Wow air,“ segir Svanhvít. Skúli Mogensen, forstjóri fyrir- tækisins, tekur í sama streng og Svanhvít. „Við erum orðin 175 starfsmenn núna og veltum tíu milljörðum í fyrra á fyrsta heila starfsárinu okkar. Við gerum miklar kröfur og ætlum okkur enn stærri hluti í framtíðinni. Það er alveg ljóst að það hentar ekki öllum að vinna undir slíku álagi til lengdar og það er líka mjög eðlilegt að skipta um mannskap. Það þarf mismunandi hæfileika til að fara úr núll í tíu milljarða og svo úr tíu í 30 millj- arða,“ sagði Skúli í samtali við Fréttablaðið. Tilkynnt var um ráðningu Arnars Más Arnþórssonar, nýs framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs fyrirtækisins, í gær og Skúli segir stöðu fjármálastjóra verða auglýsta á næstu dögum. fanney@frettabladid.is Hröð starfsmanna- velta hjá Wow air Fimm lykilstjórnendur hafa hætt störfum hjá flugfélaginu Wow air á rúmlega ári. Viðmælendur Fréttablaðsins segja fáa eftir af þeim sem upprunalega stóðu að félaginu. Forstjórinn segist gera miklar kröfur. Núna starfa 175 hjá fyrirtækinu. GERA KRÖFUR Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, segir ljóst að það henti ekki öllum að vinna undir álagi til lengdar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.