Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 23
FIMMTUDAGUR 8. maí 2014 | SKOÐUN | 23
Miklar umræður hafa orðið
í fjölmiðlum að undan-
förnu um málefni geð-
sjúkra sem kljást að auki
við fíknivanda. Koma þess-
ar umræður í kjölfar bruna
á heimili konu með þennan
erfiða vanda og viðtöl við
aðstandendur hennar og
fleiri, m.a. framkvæmda-
stjóra Geðhjálpar.
Við, starfsmenn geð-
sviðs, getum ekki rætt
þetta einstaka mál opin-
berlega. En ofarlega á
baugi í umræðunum er hvernig
kerfið hafi brugðist, hve mikið
hafi verið skorið niður á geð-
deildum og hve mikill skortur er
á úrræðum í kjölfar þessa niður-
skurðar á leguplássum. Mér finnst
þessar umræður aðeins á villi-
götum og sýna hversu skammt við
erum komin í að breyta viðhorfum
okkar til geðheilbrigðisþjónustu
til samræmis við það sem ger-
ist í þeim löndum sem við berum
okkur saman við og hve átakan-
lega okkur skortir stefnu í mála-
flokknum.
Síðastliðin ár hefur orðið mikil
breyting í þessum málaflokki í
Evrópu og víðar. Þar er
víðast hvar lögð áhersla
á samþætta geðheilsu-
og félagsþjónustu í nær-
samfélaginu meðan legu-
plássum á geðspítölum er
fækkað. Þróunin er hæg-
ari hér en aðeins þrjú ár
eru síðan síðustu lang-
legugeðdeildinni var lokað
á geðsviði Landspítalans
og nú á þó enginn lengur
heima á geðdeildum hér.
Erlendis hafa svokallað-
ar geðheilsumið stöðvar
verið stofnaðar í bæjarhlutum
stórborga og úti á landi. Þar hefur
fólk getað leitað geðþjónustu eftir
því sem þörf er á. Þar eru oftast
nokkur bráðapláss ef innlagnar er
þörf í styttri tíma, dagdeildir og
þverfagleg og fjölbreytt hreyfan-
leg teymi sem sinna fólki á heima-
velli. Þrátt fyrir þessar breytingar
hefur verið sýnt fram á að sé enn
þörf á bráðageðdeildum á spítölum
og að blanda af þessu tvennu sé
það sem nýtist fólki best.
Þverfagleg geðteymi
Það sýnir líka hversu stutt
við erum komin á veg hér í
umræðunni að í fjölmiðlaumfjöll-
uninni um fyrrnefndan atburð
voru ekki nefnd þau þverfaglegu
geðteymi sem þó starfa á höfuð-
borgarsvæðinu, þ.e.a.s. geðteymi
heimaþjónustu Reykjavíkur borgar
sem hefur verið starfandi síðan
2005, nýtilkomin geðheilsumiðstöð
Breiðholts og samfélagsgeðteymi
geðsviðs Landspítala, sem tók til
starfa 2010 og er þverfaglegt geð-
teymi sem sinnir fólki með alvar-
legar geðraskanir og aðstandend-
um þeirra. Það teymi var stofnað
í kjölfar markvissra breytinga á
geðsviði þrátt fyrir niðurskurð og
fjármálakreppu.
Eins má nefna teymi á vegum
heilsugæslunnar á höfuð borgar-
svæðinu, sem kallast Geðheilsa
– eftirfylgd, að ógleymdum
úrræðum frjálsra félagasamtaka
sem reka fjölþætta dagþjónustu
á höfuðborgarsvæðinu og úti á
landsbyggðinni. Þessi úrræði og
fleiri starfa eftir hugmyndafræði
vald eflingar og bata (e. recovery),
sem hefur rutt sér rúms í geðmeð-
ferð undanfarin ár með áherslu
á réttindi, val og ábyrgð fólks á
lífi sínu sem fullgildir þjóðfélags-
þegnar. Það veitist mörgum erfitt
að þurfa að reiða sig á stuðning
annarra og ekki eru allir í stakk
búnir að taka á móti aðstoð, en þá
reynir sérstaklega á lausn siðferði-
legra vandamála, svo sem hve-
nær eigi að grípa inn í líf fólks og
svipta það frelsi.
Betur má ef duga skal og það er
þörf á að efla þennan málaflokk.
Það er ekki nóg að breyta geð-
deildum og stuðningi þaðan, vel-
ferðarþjónusta sveitarfélaga verð-
ur að koma að málum á breiðum
grundvelli. Dæmi eru erlendis um
alvarleg atvik af þeim toga sem
hér hefur verið til umræðu vegna
skorts á úrræðum í samfélaginu.
En þetta er ekki bara mál geð-
sjúkrahússins, ég efast um að fólk
vilji að hér verði fólk lokað inni
á geðdeildum eins og tíðkaðist
fyrir áratugum, gleymt og ósýni-
legt. Við eigum að gera þá kröfu
til stjórnvalda að þau setji stefnu
í málaflokknum. Það er fyrsta
skref. En svo þarf að setja í það
nægilegt fjármagn til að uppbygg-
ing verði markviss, með aðkomu
notenda og fagfólks og byggð á
mannréttindum og fjölbreytni sem
hæfir þörfum samfélagsins.
Lýst er eftir stefnu
Árið er 2014
og hér á landi
ríkir ekki raun-
verulegt jafn-
rétti. Kyn bundið
ofbeldi er enn
útbreitt. Konur
eru enn í minni-
hluta í stjórnum
fyrirtækja og
stofnana. Þá
er óút skýrður
launamunur
kynjanna enn
til staðar, sem
gerir það að verkum að ís lenskar
konur eru á starfsævi sinni hlunn-
farnar um margar milljónir
króna. Reykjavíkurborg er stærsti
vinnustaður landsins og á hún að
beita sér af fullum þunga fyrir
því að uppræta það mein sem kyn-
bundinn launamunur er á íslensku
samfélagi.
Hann fær hærri laun
Dóttir mín er þriggja ára og vel
má hugsa sér að hún verði sam-
ferða skólabróður sínum af leik-
skólanum gegnum lífið og upp-
lifi sams konar hluti – þar sem
þau verða sjö ár í Fossvogsskóla,
eigi sömu vinina, æfi hand- og
fótbolta með Víkingi, verði þrjú
ár í Réttar holts skóla, fari í sama
menntaskólann og ljúki sama
háskólanámi.
Það er grátlegt að hugsa til þess
að þrátt fyrir sama bakgrunn,
reynslu og menntun eru raunveru-
legar líkur til þess að hann muni
fá hærri laun en hún fyrir sam-
bærilegt starf. Ef ekkert breytist
mun uppsafnaður launamismunur
að starfsævi þeirra lokinni nema
skuggalega háum upphæðum.
Þessu verður að breyta.
Borgin sýni gott fordæmi
Reykjavíkurlistinn beitti sér gegn
kynbundnum launamun hjá borg-
inni og dró þá verulega saman
með kynjunum, en þrátt fyrir það
er launamunurinn enn til staðar
líkt og kannanir sýna. Meirihluti
Samfylkingar og Besta flokks
tók alvarlega niðurstöðum sem
sýndu að konur sem starfa hjá
borginni fá lægri laun en karlar.
Í framhaldinu var fyrir hálfu ári
sett upp metnaðarfull áætlun um
aðgerðir gegn kynbundnum launa-
mun sem fylgja verður eftir. Inn-
leiða þarf svokallaðan jafnlauna-
staðal sem aðstoðar fyrirtæki og
stofnanir við að koma á og við-
halda launajafnrétti. Höfuð borgin
á að ganga fram með góðu for-
dæmi og mun Samfylkingin beita
sér fyrir því á komandi kjörtíma-
bili.
Borg launa-
jafnréttis
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Guðbjörg
Sveinsdóttir
geðhjúkrunar-
fræðingur
➜ Erlendis hafa svokallaðar
geðheilsumiðstöðvar verið
stofnaðar í bæjarhlutum stór-
borga og úti á landi. Þar hefur
fólk getað leitað geðþjónustu
eftir því sem þörf er á.
JAFNRÉTTI
Magnús Már
Guðmundsson
frambjóðandi
Samfylkingarinnar
til borgarstjórnar
SPENNANDI
MORGUNVERÐARFUNDUR
Við hvetjum þig til að taka frá fimmtudaginn
15. maí, kl. 8:30-10:00, og mæta á spennandi
morgunverðarfund hjá RB. Á fundinum verður
sögð reynslusaga um hjúpun grunnkerfa
og þeim áskorunum sem því fylgir.
Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum
RB Höfðatorgi, Katrínartúni 2, á 4. hæð.
REYNSLUSAGA UM HJÚPUN GRUNNKERFA
FRÁ GLUGGAUMSLÖGUM
TIL TÖLVUSKÝJA
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Nánari upplýsingar og skráning á www.rb.is
Ingþór Júlíusson
forstöðumaður
Hugbúnaðarþróunar RB
Þorsteinn Björnsson
framkvæmdastjóri
Viðskiptaþróunar
og ráðgjafar hjá RB
Guðjón Karl Arnarson
Vörustjóri hjá RB
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Framsögumenn fundarins: