Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 44
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Gjörningar 22.00 Tónlistartvíeykið It is magic á Kaffibarnum. Tónleikar 17.30 Tónstöfum, samstarfsverkefni Bókasafns Seltjarnarness og Tónlistar- skóla Seltjarnarness lýkur á þessum vetri með tónleikum lengra kominna píanó- nemenda Aðalheiðar Eggertsdóttur. Nem- endurnir sem fram koma á tónleikunum eru þau Anna Bergljót Gunnarsdóttir, Sólrún Guðjónsdóttir og Friðrik Guð- mundsson sem öll hafa verið nemendur Aðalheiðar frá unga aldri og hafa öll lokið 6. stigi í píanóleik. Verkin á efnisskránni eru eftir Beethoven, Bartók, Chopin og Gade og auk þess mun Friðrik frumflytja verk eftir sjálfan sig. 19.30 Vladimir Askenazy, heiðursstjórn- andi Sinfóníuhljómsveit Íslands stjórnar hljómsveitinni á efnismiklum tónleikum í Hörpu. Á efnisskrá er ljóðaflokkurinn Söngvar og dansar dauðans eftir Modest Mússorgskíj. Barítónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur ljóðaflokkinn. Einnig verður flutt tónaljóðið Dauðra- eyjan eftir Sergej Rakhmanínov sem er innblásið af samnefndu málverki Arnolds Böcklins. Tónlistin er rússnesk síðróman- tík. Síðast en ekki síst er 1. sinfónía Johannesar Brahms. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu miði.is. 20.00 Vortónleikar Breiðfirðingakórsins í Langholtskirkju. Ein- söngvari er Kristín Sigurðardóttir. 20.00 Tóta og band bjóða sum- arið velkomið með djössuðum og blúsuðum sumartónum á Café Rósenberg. Á dagskránni verða vel valin uppáhöld en aðgangseyrir er 1.500 krónur. Posi er ekki á staðnum. 20.00 Soffía Björg Band flytur angurværa þjóðlagaskotna popp- tónlist sem hittir þig beint í hjartastað á Hlemmi Square. Hljómsveitina skipa: Soffía Björg, Ingibjörg Elsa Turchi, Örn Eldjárn og Þorvaldur Ingveldarson. Heróín kántrí og eyðimerkurgítar eru lýsingar sem hefur verið hent fram þegar rætt hefur verið um hljóðheim tónlistar- innar. Tónleikarnir eru á Hlemmur Square og er aðgangur ókeypis. 22.00 Magnús Einarsson og félagar halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Fræðsla 12.00 Kynning á Móðurmáli, samtökum um tvítyngi. Umræður um móðurmáls- kennslu. Um kynninguna sjá Renata Emilsson Peskova, formaður samtakanna og doktorsnemi á Menntavísindasviði HÍ, og Marina de Quintanilha Mendonça kennari, þýðandi og túlkur. Upplestur 20.00 Fríyrkjan heldur annað ljóðakvöld á Dillon. Fríyrkjan er hópur ungra ljóð- skálda og hefur verið starfandi í tæpt ár. Þau gáfu út bókina Fríyrkjan I á menn ingarnótt 2013 og hafa síðan þá haldið regluleg upplestrarkvöld á börum Reykjavíkur. Ásamt þeim koma fram hljómsveitin Murrk og tónlistarmaðurinn Röskun. Bókmenntir 17.00 Útgáfuhóf bókarinnar Átta göngu- leiðir í nágrenni Reykjavíkur verður haldið í verslun Forlagsins, Fiskislóð 39. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir. Í bókinni er vísað til vegar um átta göngu- leiðis í nágrenni Reykjavíkur. Söngleikir 20.00 Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz setja upp Hárið í Iðnó undir handleiðslu Þórs Breiðfjörð, Jóhönnu Þórhallsdóttur og Valgerðar Guðnadóttur. Í deildinni eru 20 nemendur og taka þau öll þátt í þessari uppfærslu. Hárið var samið af tveimur atvinnulausum leikurum, þeim Gerome Ragni og James Rado. Fyrstu uppfærslu á Hárinu í New York var mjög illa tekið en eftir að gerðar voru nokkrar breytingar á verkinu varð það einn vinsæl- asti söngleikur seinni tíma og gekk samfleytt í fjögur ár. Miðasala er í Iðnó og aðgangseyrir er 2.000 krónur. 20.00 Leikfélag Menntaskólans á Akur- eyri setur upp rokksöngleikinn Vorið vaknar eftir Steven Sater og Duncan Sheik. Söngleikurinn er byggður á leik- verki eftir Frank Wedekind, sem var lengi vel umdeilt og seinna bannað í Þýskalandi. Söngleikurinn fjallar um unglinga sem eru að uppgötva kynferði sitt og í senn að reyna fóta sig í heimi fullorðinna seint á 19. öld. Sýningin er sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri og er miðaverð 2.500 krónur. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu miði.is. Listamannaspjall 20.00 Leiðsögn um sýninguna Hnall- þóra í sólinni í fylgd með Birni Roth, sýningarstjóra, syni og samstarfsmanni Dieter Roth. Hnallþóra í sólinni er sýning á úrvali prent- og bókverka eftir Dieter Roth (1930 - 1998), en á sýningunni er lögð áhersla á framlag listamannsins til prentmiðilsins sem hann hafði mikinn metnað fyrir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 38,5 millj. Kristnibraut 89 1 1 3 Reykjavík OPIÐ HÚS Fimmtudag 8. maí 17:45 - 18:30 Lágmúla 4 www.miklaborg.is Afar glæsileg og björt 5 herbergja íbúð ásamt innbyggðum bílskúr. Heildarstærð er 153,9 fm. Íbúðin er á efstu hæð með sérinngangi í 6 íbúða húsi og aðeins 2 íbúðir á hæð. Glæsilegar innréttingar. Tvennar svalir og gott útsýni. Allar nánari upplýsingar veitir Svan G. Guðlaugsson sölufulltrúi sími: 697-9300 svan@miklaborg.is F A S TU S _H _2 5. 05 .1 4 Verið velkomin í verslun okkar í Síðumúla 16, 2.h. Fastus • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 fastus@fastus.is • www.fastus.is • Opið mán - fös 8.30 - 17.00 200ml 300 kcal 3g trefjar 1000 IU D3 vítamín 20g prótein Veit á vandaða lausn Næringarvörur eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands Kominn í helstu apótek - Fæst einnig í verslun Fastus Jarðarber Karamella Vanilla „Þetta er All-star helgin, eins og í NBA-körfuboltadeildinni, Kobe Bryant og LeBron James tölvu- leikjaspilaranna koma saman og keppa um All-star-titilinn,“ segir Arnór Gíslason, sem er í forsvari hjá Senu fyrir League of Leg- ends-hátíðina sem haldin verður í Háskólabíói um helgina. „Hátíðin sjálf er haldin í París en við erum að streyma keppninni í beinni í Háskólabíó,“ segir Arnór sem er einnig að flytja inn einn þekktasta leikmann League of Legends til þess að stýra hátíðinni, Stephan „Snoopeh“ Ellis. „Hann Snoopeh er algjör stjarna í augum þessara stráka, hann verður tengd- ur með tölvu í stóra tjaldið og verð- ur með svona taktík kennslu í leikn- um ásamt því að halda fyrirlestra og síðan er hægt að spyrja hann út í hvernig það sé að vera atvinnu- maður í leiknum og ferðast um heiminn að spila tölvuleiki,“ segir Arnór. Í Háskólabíói verður einn- ig krýndur besti League of Leg- ends-spilari Íslands og eru það sjálfir GameTíVí-bræðurnir sem krýna meistarann að einstaklings- keppni lokinni. „Sigurvegarinn mun labba heim með Playstation 4-tölvu ásamt hellingi af vörum frá Kísildal, lyklaborði, mús, heyrnartólum og slíku,“ segir Arnór sem býst við harðri samkeppni enda mikill áhugi fyrir leiknum hér á landi. „Íslenska League of Leg- ends-samfélagið hafði samband við okkur og vildi gera meira úr þessu. Þau höfðu gert þetta tvisvar áður, í fyrra skiptið mættu 200 manns og í seinna skiptið 400 manns þannig að við tókum þetta þriðja skipti að okkur og ætlum að taka yfir Háskólabíó,“ segir Arnór en hátíðin stendur yfir í heila fjóra daga. „Við seljum bara inn við hurð og fólk mætir með kæti. Það verða veitingar og drykkir frá Ölgerðinni og pitsur frá Dom- inos,“ segir Arnór en hátíðin er unnin í samstarfi við Vodafone, Kísildal, Dominos og Mountain Dew. „Við ætlum að gera virkilega stóran og skemmtilegan viðburð úr þessu og vonumst eftir því að geta gert þetta árlega,“ segir Arnór að lokum. baldvin@frettablaðið.is Taka yfi r Háskólabíó Íslenska League of Legends-samfélagið hafði samband við Senu og úr þeirri samvinnu varð fj ögurra daga tölvuleikjahátíð sem haldin verður um helgina. STERK TÖLVULEIKJAMENNING Arnór Gíslason segir íslenska League of Legends- samfélagið telja hátt í fimm þúsund spilara. MYND/ÚR EINKASAFNI Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.