Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 48
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNINGBÍÓ | 36 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Halla Hrund Pétursdóttir, landslags- arkitekt FILA, hjálpar þér við að skipuleggja garðinn þinn. Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Sími 4 400 400 www.steypustodin.is Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön. Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Kvikmyndin Oldboy, með þeim Josh Brolin, Samuel L. Jackson, Elizabeth Olsen og Sharlto Cop- ley í aðalhlutverkum, verður frumsýnd á Íslandi á morgun en myndin er endurgerð suðurkór- esku kvikmyndarinnar Oldboy frá árinu 2003. Myndin fjallar um auglýsinga- stjórann Joe Doucett sem vaknar upp sem fangi í litlu herbergi en hefur ekki hugmynd um af hverju hann endaði þar. Auk þess veit hann ekkert hvað hann hefur gert af sér. Joe er haldið föngnum í tuttugu ár og fær ekki að tala við nokkurn mann. Hann hefur samt tak markað aðgengi að sjónvarpsfréttum þar sem hann fylgist meðal annars með leitinni að sjálfum sér þar til hvarf hans er fallið í gleymsku. Skyndilega er honum sleppt úr prísundinni og hefndarþorstinn hellist yfir hann. Þeir sem hafa séð upprunalegu myndina vita að hún tekur mann í afar óvænt ferðalag og kemur endirinn eins og blaut tuska í and- litið á manni. Elizabeth Olsen leik- ur eitt af aðalhlutverkum og hún sjálf vissi ekki hvernig myndin endaði fyrr en hún horfði á hana á frumsýningunni í New York. „Ég hef ekki verið jafn hissa og brugðið jafn mikið yfir endi síðan ég sá The Sixth Sense. Enginn spillti þessu fyrir mér. Enginn gaf mér neina vísbendingu um endinn og ég gat upplifað hann eins og auðan striga,“ segir Elizabeth. Leikstjóri endurgerðarinn- ar er Spike Lee en upprunalega heyrðust þær sögur að Steven Spielberg myndi leikstýra mynd- inni og að Will Smith ætti að fara með aðalhlutverkið. Kvikmynda- áhugamenn voru ekki par sáttir við það og sögðu sumir að þeir hefðu verið bænheyrðir þegar kom í ljós að Spike Lee ætti að taka við keflinu. Fyrsta útgáfan sem hann gerði af myndinni var 140 mínútna löng en kvikmynda- verið beitti hann þrýstingi og að lokum klippti hann myndina niður í 105 mínútur. Aðalleikarinn Josh Brolin er hrifnari af löngu útgáf- unni og þá er stóra spurningin hvort hún verði ekki gefin út á mynddisk samhliða stuttu útgáf- unni. liljakatrin@frettabladid.is FRUMSÝNINGAR BÍÓFRÉTTIR Endurgera verðlaunamynd Kvikmyndin Oldboy verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er endurgerð af suðurkóreskri mynd frá árinu 2003. Endurgerðin hefur fengið talsvert verri dóma en sú upprunalega, sem fór sigurför um heiminn. HLAÐIN VERÐLAUNUM UM ALLAN HEIM Oldboy var frumsýnd árið 2003 og heitir á frummálinu Oldeuboi. Hún hefur hlotið fjölmörg verð- laun um heim allan og var meðal annars valin besta erlenda myndin á bresku Independent-kvikmynda- verðlaunahátíðinni og Austin Film Critics-verðlaununum. Í Asíu var hún einnig verðlaunuð og hlaut leikstjórinn Chan-wook Park verðlaun fyrir bestu leikstjórn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Bangkok. Á kvikmyndaverðlaunahátíðinni í Hong Kong var myndin kosin besta asíska myndin og á Asia-Pacific-kvikmyndahátíðinni fékk Min-sik Choi verðlaun fyrir besta leik og Chan-wook Park fyrir bestu leikstjórn. ÓTRÚLEGUR ENDIR Josh Brolin leikur Joe. MAGNAÐUR LEIKUR Leikarinn Choi Min-Sik leikur Oh Dae-Su í upprunalegu myndinni og fer gjörsamlega á kostum. Ég hef ekki verið jafn hissa og brugðið jafn mikið yfir endi síðan ég sá The Sixth Sense. Elizabeth Olsen 5,6/10 49/100 42/100 8,4/10 74/100 80/100 Bad Neighbours gamanmynd Aðalhlutverk: Zac Efron, Seth Rogen, Rose Byrne, Elise Vargas Lási löggubíll teiknimynd Íslensk talsetning: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Carola Ida Köhler, Hjálmar Hjálmarsson og Steinn Ármann Magnússon. Leikstjóri: Tómas Freyr Hjaltason. Sur le chemin de l‘école heimildarmynd Sýnd í Bíói Paradís Leikstjóri: Pascal Plisson 6,8/10 Hlaut César-verðlaunin sem besta heimildarmyndin. Channing Tatum leikur aðalhlut- verkið í glæpaþriller á vegum Sony Pictures og mun líka verða einn af framleiðendum myndarinnar. Myndin er byggð á sannri sögu manns sem fer í dulargervi og reynir að stúta valdamesta mafíósa landsins. LEIKUR Í GLÆPAÞRILLER Emma Stone og Joaquin Phoenix leika í næstu mynd leikstjórans Woody Allen. Myndin hefur ekki fengið nafn enn þá en Allen skrifar, framleiðir og leikstýrir myndinni. Myndin fer líklegast í tökur í júlí og er mikil leynd yfir söguþræðinum. LEIKA Í NÆSTU MYND ALLEN 7,6/10 77/100 89/100 Godzilla ævintýrahasar Aðalhlutverk: Elizabeth Olsen, Aaron- Taylor Johnson og Bryan Cranston. Frumsýnd í Bandaríkjunum 16. maí. X-Men: Days of Future Past vísindaskáldskapur Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Hugh Jackman og Ellen Page. Frumsýnd í Bandaríkjunum 23. maí. A Million Ways to Die in the West vestragrín Aðalhlutverk: Amanda Seyfried, Charlize Theron, Liam Neeson og Seth MacFarlane. Frumsýnd í Bandaríkjunum 30. maí. Maleficent ævintýramynd Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Elle Fanning, Juno Temple og Sharlto Copley. Frumsýnd í Bandaríkjunum 30. maí. Edge of Tomorrow vísindaskáldskapur Aðalhlutverk: Tom Cruise, Emily Blunt, Noah Taylor og Jeremy Piven. Frumsýnd í Bandaríkjunum 6. júní. Jersey Boys söngvamynd Aðalhlutverk: Cristopher Walken, Francesca Eastwood, Mike Doyle og James Madio. Frumsýnd í Bandaríkjunum 20. júní. Tammy gamanmynd Aðalhlutverk: Melissa McCarthy, Susan Sarandon, Sandra Oh og Toni Collette. Frumsýnd í Bandaríkjunum 2. júlí. SUMARMYNDIR ÁRSINS Rolling Stone mælir með bestu sumar- myndunum 2014.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.