Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 54

Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 54
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar „Ég var með rok í hausnum og fór því aldrei í tónlistarskóla. Ég kláraði aldrei neitt, lét mig alltaf hverfa og var með mikinn athygl- isbrest,“ segir Eyjapeyinn Unnar Gísli Sigur mundsson, líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann sendi frá sér nýtt lag, Color Decay, á dögunum og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur. „Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona en ég er mikill ljúflingur í dag. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall sem ég róaðist og fór þá að spila á hljóðfæri.“ Lagið gaf hann út á streymis- síðunni Soundcloud fyrir örfáum dögum og hefur það vakið talsverða lukku á vefnum. „Lagið hefur feng- ið frábær viðbrögð, ég er þó ekki mikið að fylgjast með því á Face- book. Konan mín er duglegri í að segja mér fréttirnar,“ bætir Unnar Gísli við. Tónlist hans er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Hann er uppalinn í Vestmanna- eyjum en býr þó í höfuðborginni sem stendur. „Ef það væru göng til Vestmannaeyja myndi ég búa þar en ég kann vel við mig í Reykjavík, þetta er ekki svo mikil stórborg.“ Þessa dagana kemur Júníus Mey- vant lítið fram á tónleikum og legg- ur mikið í upptökurnar. „Ég hlakka til að koma meira fram en nú er ég meira í því að taka upp og stefni á að gefa út plötuna í byrjun næsta árs,“ bætir Unnar Gísli við. Hvaðan kemur samt nafnið Júní- us Meyvant? „Þetta datt bara inn í hausinn á mér. Þegar sonur minn fæddist fór ég í gegnum nafna- bókina og rakst ég á þetta þar, svo varð þetta fast í hausnum,“ útskýr- ir Unnar Gísli. Sonurinn fékk þó ekki sama nafn. Samhliða tónlistinni er Unnar Gísli virkur myndlistarmaður og starfar einnig á Reykjavíkurflug- velli við það að taka á móti einka- þotum. „Það er gaman að hitta ríka og fræga fólkið þarna. Ég hitti til að mynda Jordan Belfort um dag- inn, hann kom vel fyrir en ég tel það þó ólíklegt að við séum að fara að búa til tónlist saman á næst- unni.“ gunnarleo@frettabladid.is Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona. Júníus Meyvant Beið með tónlistina þar til hann róaðist Tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Mey- vant, hefur vakið mikla athygli með tónlist sinni. Ofvirknin hafði sitt að segja. SYNGJANDI SÁTTUR Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant, vinnur hörðum höndum að sinni fyrstu plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Siðþæging Að biðjast afsökunar er góður siður og eitthvað sem ætti að vera hverjum manni sjálfsagt og eðlilegt. Það þarf svo vart að taka það fram að afsökunarbeiðni þarf að koma til vegna sannrar iðrunar en ekki aðeins sem taktískt útspil til að fegra eigin hlut. Það ætti að vera inni- falið í hugtakinu og óþarfi að ræða það neitt meira. Við þurfum flest að biðjast afsökunar, allavega í einkalífinu, og oftast gerist það á einfaldan og eðli- legan hátt. Afsökunarbeiðnin er ein og stök, komin frá gerandanum; beiðni um afsökun. UTAN einkalífsins – í þjóð félaginu – eru persónur og leikendur fleiri. Þar virðist færast í vöxt að sett er fram beiðni um að ein- hver biðjist afsökunar. Það er ekkert að því, fólki er frjálst að gera það. En rétt eins og afsökunarbeiðnin sjálf þarf að vera einlæg þá þarf beiðnin um afsökunarbeiðnina að vera það einnig. Þegar hagsmuna- samtök setja fram þá kröfu að einhver biðjist afsökunar á tilteknum ummælum þá má það ekki aðeins vera taktískt útspil. Sé beiðnin um afsökunarbeiðnina ekki 100% einlæg er hætt við að afsökunarbeiðnin sjálf verði það ekki heldur. MEÐ öðrum orðum: Ef þú ert ekki móðg- aður í alvöru þá skaltu ekki leggja fram beiðni um að einhver annar leggi fram afsökunarbeiðni. Flækjustigið er nógu hátt þegar menn leggja inn beiðnir fyrir beiðnum og hvað þá ef það er ekki 100% alvara að baki eða fórnarlömbin finnast ekki. AÐ leggja inn beiðni um afsökunarbeiðni fyrir hönd annarra er vandmeðfarið og gríðarlega misnotað. En hvers vegna skyldi fólk misnota þann möguleika? Jú, vegna þess að sá sem stígur fram með slíka beiðni fær klapp á bakið fyrir sið- ferðisstyrk án þess að hafa þurft að þola niðurlæginguna. Það getur verið ódýr sjálfsupphafning og sett afsökunarbeiðnir á útsöluverð. Ég vil kalla þetta „siðþæg- ingu“. Ég veit vel að þetta orð er ekki að finna í íslenskri orðabók og biðst ég fyrir fram afsökunar á því. “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN EUROVISON Í BEINNI Í BÍÓ PARADÍS - BYRJAR KL. 19:00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas BAD NEIGHBOURS THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D HARRÝ OG HEIMIR GRAND BUDAPEST HOTEL KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL. 8 - 10.25 KL. 9 KL. 6 - 8 KL. 10.15 BAD NEIGHBOURS BAD NEIGHBOURS LÚXUS THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D RIO 2 2D ÍSL. TAL HARRÝ OG HEIMIR KL. 3.30 - 5.40 - 8 - 10.10 KL. 3.30 - 5.40 - 8 - 10.10 KL. 5.30 - 8 - 10.25 KL. 5 - 8 - 10 KL. 3.30 KL. 3.30 - 6 - 8 Miðasala á: „MEINFYNDIN OG HELDUR HÚMORNUM ALLA LEIÐ.“ -T.V., BÍÓVEFURINN.IS VINSÆLASTA MYND VERALDAR! BAD NEIGHBOURS 5:50, 8, 10:10 THE OTHER WOMEN 5:40, 8, 10:20 SPIDERMAN 2 3D 7, 10 RIO 2 2D 5 T.V. - Bíóvefurinn www.laugarasbio.isSími: 553-20755% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILM KEFLAVÍK CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY WASHINGTON POST PORTLAND OREGONIAN TOTAL FILM EMPIRE LOS ANGELES TIMESCHICAGO SUN TIMES THE BATTLE FOR THE STREET BEGINS. SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE FROM THE GUYS WHO BROUGHT YOU ‘THIS IS THE END’ T.V. - BÍÓVEFURINN.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.