Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 56
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 44
ENSKA DEILDIN
MAN.CITY-ASTON VILLA 4-0
1-0 Edin Dzeko (64.), 2-0 Edin Dzeko (72.), 3-0
Stevan Jovetic (89.), 4-0 Yaya Toure (90.+3)
SUNDERLAND-WEST BROM 2-0
1-0 Jack Colback (13.), 2-0 Fabio Borini (31.).
Sunderland vann sinn fimmta leik í röð og er
búið að bjarga sér frá falli.
STAÐAN Í DEILDINNI
Man City 37 26 5 6 100-37 83
Liverpool 37 25 6 6 99-49 81
Chelsea 37 24 7 6 69-26 79
Arsenal 37 23 7 7 66-41 76
Everton 37 20 9 8 59-39 69
Tottenham 37 20 6 11 52-51 66
Man Utd 37 19 6 12 63-42 63
Southampton 37 15 10 12 53-45 55
Newcastle 37 15 4 18 42-57 49
Stoke 37 12 11 14 43-51 47
Crystal Palace 37 13 5 19 31-46 44
West Ham 37 11 7 19 40-49 40
Swansea 37 10 9 18 51-53 39
Sunderland 37 10 8 19 40-57 38
Aston Villa 37 10 8 19 39-58 38
Hull 37 10 7 20 38-51 37
West Brom 37 7 15 15 42-57 36
Norwich 37 8 9 20 28-60 33
Fulham 37 9 4 24 38-83 31
Cardiff 37 7 9 21 31-72 30
1-0 fyrir Stjörnuna í úrslitaeinvíginu
FÓTBOLTI Á fundi stjórnar KSÍ í
janúar voru gerðar breyt ingar
á regluverki sambandsins hvað
varðar aga- og úrskurðarmál. Ný
grein, 16. grein aga- og úrskurðar-
mála, var tekin í notkun en hún var
sett inn vegna tilskipunar Alþjóða-
knattspyrnusambandsins.
Nýja ákvæðið tekur á mis-
munun og á að leggja áherslu á
að taka fast á hvers kyns mis-
munun eða fordómum. Ákvæðið
er þýðing á ákvæði í agareglu-
gerð FIFA sem öllum knatt-
spyrnusamböndum innan FIFA
ber að taka upp, en öllum aðildar-
félögum KSÍ var sent dreifibréf
um tilkomu nýja ákvæðisins og
hvaða viðurlög það hefur í för
með sér.
Áður hafa íslenskir leikmenn
verið settir í bönn og sektaðir
fyrir mismunun á knattspyrnu-
vellinum en 16. greinin var fyrst
notuð í agadómi KSÍ í síðasta mán-
uði þegar Gylfi Örn Á. Öfjörð, leik-
maður Víðis í Garði, var úrskurð-
aður í fimm leikja bann og félagið
sektað um 100.000 krónur vegna
framferðis hans í leik Víðis
og Ísbjarnarins í leik í C-deild
Lengjubikarsins.
Gylfi fékk rautt spjald á 45.
mínútu leiksins, sem fram fór 5.
apríl í Garðinum, fyrir að beita Rui
Pedro De Jesus Pereira, leikmann
Ísbjarnarins, kynþáttaníði .
Sá síðarnefndi tæklaði Gylfa
hressilega og uppskar gult spjald
en Gylfi svaraði fyrir sig með
orðum sem ekki eiga að heyrast á
knattspyrnuvelli frekar en annars
staðar.
Þessi nýja 16. grein er í
fimm liðum og má lesa hana á
vefsíðu KSÍ. Augljóst er að hart
á að taka á kynþáttaníði og allri
mismunun. Lið getur til dæmis
misst stig í móti gerist leikmenn
og forsvarsmenn þess sekir um
kynþáttaníð.
Þá getur áhorfandi sem beitir
leikmenn kynþáttaníði verið
settur í tveggja ára leikvallabann
og viðkomandi félag sektað
um 150.000 krónur án tillits
til saknæmrar háttsemi eða
yfirsjónar félagsins. - tom
Leikbann fyrir kynþáttaníð í Garðinum
Leikmaður Víðis fyrstur úrskurðaður í leikbann samkvæmt nýrri 16. grein aga- og úrskurðarmála KSÍ.
RAUTT Kynþáttaníð er ekki boðlegt.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
NÍU MÖRK Stjörnukonan Jóna Margrét Ragnarsdóttir í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Á TOPPINN Edin Dzeko skoraði tvö
mörk með átta mínútna millibili um
miðjan seinni hálfleik. MYND/GETTY
OLÍS DEILD KVENNA
LOKAÚRSLIT LEIKUR EITT
STJARNAN - VALUR 22-20 (12-8)
Mörk Stjörnunnar (skot): Jóna Margrét Ragnars-
dóttir 9/1 (23/1), Sandra Sif Sigurjónsdóttir 4 (4),
Esther Viktoría Ragnarsdóttir 4 (6), Helena Rut
Örvarsdóttir 3 (13), Sólveig Lára Kjærnested 2 (4).
Varin skot: Florentina Stanciu 15 (35/1, 43%),
Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 5/1
(15/1), Karólína Bærhenz Lárudóttir 4 (6), Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (7), Hrafnhildur Ósk
Skúladóttir 3 (9), Bryndís Elín Wöhler 2 (3),
Rebekka Rut Skúladóttir 1 (1), Ragnhildur Rósa
Guðmundsdóttir 1 (2).
Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 (34/1,
38%), Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 1 (2, 50%).
HANDBOLTI ÍBV og Haukar mæt-
ast í kvöld í öðrum leik liðanna
um Íslandsmeistaratitilinn í
Olís-deild karla en stuðningsfólk
liðanna er örugglega enn að ná
sér niður eftir spennuna í fyrsta
leiknum á mánudagskvöldið sem
Haukar unnu með einu marki,
29-28, eftir að hafa skorað þrjú
síðustu mörk leiksins.
Það má búast við öðrum tauga-
trylli í kvöld. Haukar hafa unnið
tvo síðustu leiki liðanna með einu
marki en þeir unnu 23-22 sigur í
leik liðanna í apríl.
Eyjamenn eru í lokaúrslitum
í annað skiptið en eiga enn eftir
að vinna leik í úrslitaeinvígi eftir
3-0 tap fyrir Haukum fyrir níu
árum. Það lið verður Íslands-
meistari sem fyrr vinnur þrjá
leiki og því dugar ekkert fyrir
Eyjaliðið nema sögulegur fyrsti
sigur ÍBV í úrslitum.
- óój
Annar tauga-
tryllir í kvöld?
1-1 EÐA 2-0? Eyjamenn misstu frá sér
sigurinn í fyrsta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPORT
FÓTBOLTI Ástandið á grasvöllum
Kópavogsbæjar er svo slæmt
að yngri flokkar Breiðabliks fá
ekki að aðgang að þeim fyrr en
í fyrsta lagi í júlí. Þetta segir
Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri
flokka hjá Breiðabliki.
Blikar hafa haft aðgang að
sex heilum knattspyrnuvöllum
á Sala-, Fífuhvamms- og Smára-
hvammsvelli en Daði segir að
þeir séu ónothæfir vegna mikilla
kalskemmda. „Þangað til verðum
við í Fífunni, á gervigrasinu í
Fagralundi og malarvellinum í
Vallargerði.“
Daði segir að síðast hafi verið
æft og spilað á mölinni í Vallar-
gerði árið 2005. „Völlurinn hefur
verið notaður sem markageymsla
síðustu ár en verður nú slóða-
dreginn og búinn undir notkun.“
Þurfum fleiri gervigrasvelli
Hann segir marga með nostalgíu-
glampa í augunum enda margir
sem minnast þess að hafa æft
knattspyrnu á möl í æsku. Það
hefur hins vegar verið fáheyrt
undanfarin ár.
„Persónulega finnst mér þetta
afturför og sýnir að við þurfum
að fá fleiri gervigrasvelli hér á
landi,“ segir Daði en gervigras-
væðing hefur verið afar umdeilt
málefni meðal knattspyrnu-
áhugamanna hér á landi. Margir
eru þeirra skoðunar að knatt-
spyrna skuli spiluð á náttúru-
legu grasi.
„Afstaðan gagnvart gervi-
grasinu verður að mildast og hún
hefur verið að gera það. Flestir í
Breiðabliki gera sér grein fyrir
því að þetta er framtíðin enda
nýtingin margföld. Grasið síð-
asta sumar nýttist bara í einn til
tvo mánuði á mörgum stöðum og
ekki er ástandið betra nú,“ segir
Daði og bætir við að samkvæmt
fyrstu drögum að æfingaáætlun
geri hann ráð fyrir að all flestir
yngri flokkar æfi minnst einu
sinni í viku í Vallargerði í júní.
Taka þátt í fimmta hverjum leik
Knattspyrnudeild Breiðabliks
er gríðarlega fjölmenn en Daði
hefur fengið þær upplýsingar frá
KSÍ að Breiðablik spili á bilinu
1.000-1.200 leiki ár hvert. Það sé
um tuttugu prósent allra leikja
sem KSÍ stendur fyrir. „Breiða-
blik býr við mjög góða aðstöðu
og því er einkennilegt að þurfa
að kvarta undan aðstöðuleysi.
En þetta er sá veruleiki sem við
búum við.“
Eysteinn Pétur Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Breiðabliks, segir
að félagið eigi í vandræðum.
„Við erum með stærstu knatt-
spyrnudeild landsins og með
gríðarlegan fjölda iðkenda í
yngri flokkum. Vallarsvæðin
koma mjög illa undan vetri og
við vitum ekki hvar við eigum
að æfa. Sú hugmynd kom upp að
fara á mölina og sá möguleiki
stendur til boða,“ segir Eysteinn.
„Bæjaryfirvöld og þeir sem
standa að íþróttamálum þurfa að
átta sig á umfangi knattspyrnu-
deildarinnar og þeim vandræð-
um sem hún stendur nú frammi
fyrir,“ bætir hann við.
eirikur@frettabladid.is
Krakkarnir sendir á mölina
Breiðablik hefur fengið þau skilaboð frá Kópavogsbæ að yngri fl okkar félagsins fái ekki að æfa á grasi fyrr
en í júlí í fyrsta lagi. Yfi rþjálfari yngri fl okka félagsins telur þörf á að fá aðgang að fl eiri gervigrasvöllum.
Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í
Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins
koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán
árum sem hann hefur gegnt starfinu.
„Þetta eru ákveðnar hamfarir sem hafa átt sér
stað,“ sagði Ómar en eins og ítrekað hefur
verið fjallað um lágu grasvellir á höfuð-
borgarsvæðin undir klaka lengi í vetur
sem olli miklum kalskemmdum. „Sáning byrjaði
fyrir tveimur vikum og kláraðist fyrir þremur
dögum. Svo skoðum við hvort við sáum aftur í
sumar en við þurfum klárlega að gera það aftur í
haust,“ segir Ómar. „Við munum nú taka stöðuna
vikulega og upplýsa félögin um gang mála
jafn óðum.“
Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs
FJÖLMENNIR YNGRI FLOKKAR Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, sést hér í gær í góðum hópi krakka sem æfa með Breiðabliki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Önnur umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta fer öll fram í
dag og þar af fara tveir leikjanna fram á gervigrasvellinum í
Laugardal.
Tvíhöfðinn í Dalnum hefst á leik Víkinga og Fram klukkan
18.00 en klukkan 20.30 fer síðan fram leikur Vals og Kefla-
víkur, tveggja liða sem unnu góða sigra í fyrstu umferð.
Íslandsmeisturum KR var spáð titlinum fyrir mót en þeir töpuðu
1-2 á móti Val í fyrsta leik og bíða því enn eftir fyrstu stigunum alveg
eins og lið Víkinga, Þórs og Fylkis. KR-ingar heimsækja Blika klukkan
19.15 í kvöld í stórleik dagsins. Leikurinn fer fram á Samsung-
vellinum í Garðabæ þar sem Kópavogsvöllur er ekki leikfær.
Fyrsti leikur kvöldsins er leikur ÍBV og Stjörnunnar klukkan 17.00 á
Hásteinsvelli í Eyjum og Þórsarar taka á móti nýliðum Fjölnis klukkan
18.00 en Grafarvogspiltar sitja í toppsætinu. FH-ingar bjóða aðra um-
ferðina í röð upp á grasleik þegar þeir fá Fylkisliðið í heimsókn klukkan
19.15 en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, er í leikbanni í kvöld.
Ná meistararnir í sín fyrstu stig?