Fréttablaðið - 09.07.2014, Qupperneq 2
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Karvel, er þessi innflutningur
óttalegt sukk og svínarí?
Já, mér svínist það.
Verndartollar eru á svínakjöti sem flutt er til
landsins. Karvel L. Karvelsson er svínaræktar-
ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð land-
búnaðarins.
STAÐGÖNGUMÆÐRUN „Það er miðað
við að við skilum af okkur á síð-
ustu mánuðum þessa árs,“ segir
Dögg Pálsdóttir, formaður starfs-
hóps sem vinnur að gerð frum-
varps um staðgöngumæðrun. „Í
allra síðasta lagi í desember.“
Dögg tók við formennsku nefndar-
innar nú í apríl. Kristrún Heimis-
dóttir lögfræðingur gegndi áður
stöðunni.
Staðgöngumæðrun var fyrst
rædd á Alþingi árið 2007 en
þingsályktunartillaga um skipun
starfshóps var samþykkt
snemma árs 2012. Alþingi
skipaði svo í hópinn í sept-
ember sama ár.
Dögg segir hópinn hafa
haldið mikla vinnufundi
að undanförnu og það
verði aftur gert að loknum
sumarfríum. „Vinnu planið
gerir ráð fyrir þessum
tímamörkum og við erum
algjörlega einbeitt að halda því.“
Til stendur að leggja frumvarpið
fram á vorþingi.
Umfangsmikil gagnaöfl-
un hafði farið fram þegar
Dögg tók við formennsku
starfshópsins. „Það er
mikið búið að vinna í
þessu, ég sé það alveg.“
„Ég vil vinna að þessu
verkefni þannig að tíma-
þátturinn sé ekki að valda
því að við vöndum ekki
til verka. Þetta er þannig
vaxið mál að við þurfum að gefa
því þann tíma sem þarf,“ sagði
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra í samtali við Vísi í fyrra-
sumar, spurður hvers vegna
vinnan hefði dregist á langinn. - nej
Starfshópur sem vinnur að lögum um staðgöngumæðrun fer á fullt eftir frí:
Skila af sér frumvarpi í lok árs
MIKIL VINNA Dögg segir mikið starf
þegar hafa átt sér stað. NORDICPHOTOS/GETTY
DÖGG
PÁLSDÓTTIR
ELDSVOÐI Griffilshúsið sem brann
í Skeifunni er í eigu fasteigna-
félagsins Reita. Að sögn Guðjóns
Auðunssonar, forstjóra Reita, er
brunabótamat hússins rúmar 300
milljónir króna.
„Þú getur aldrei tryggt þig
þannig að þú komir út úr svona
atburði skaðlaust, það er bara
ekki svoleiðis,“ segir Guðjón.
Reitir hafa hefðbundna tryggingu
á húsinu sjálfu en jafnframt svo-
kallaða rekstrarstöðvunartrygg-
ingu. „En hún gildir ekki að eilífu.
Það mun taka tíma að byggja upp
nýtt húsnæði til útleigu. Það er
alltaf eitthvert bil sem þarf að
brúa,“ segir Guðjón.
Tæknideild lögreglu hóf rann-
sókn á tildrögum eldsins klukkan
tíu í gærmorgun. Hiti var enn í
húsinu og því þótti Lúðvík Eiðs-
syni, fulltrúa tæknideildar, ólík-
legt að mikið yrði gert þann
daginn. „Við erum bara rétt að
byrja að skoða þetta. Þetta er ein-
hverra daga verkefni og ekkert
sem gerist á stuttum tíma.“
Þetta er þriðji bruninn í efna-
lauginni Fönn frá árinu 2009.
„Eitt sinn kviknaði í út frá
strompi og eitt sinn varð sjálfs-
íkveikja út frá þvotti í þurrkara.
Það er bara eitthvað sem gerist,“
segir Ari Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Fannar, að spurður
um líklega skýringu á brunan-
um. „Það getur verið rafmagn,
það getur verið þvottur og hvað
sem er.“
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær má gera ráð fyrir
því að tjón Fannar hlaupi á hundr-
uðum milljóna króna. - ssb
Gríðarlega mikið fjárhagslegt tjón varð í brunanum í Skeifunni á sunnudag:
Tryggingarnar ná ekki yfir allt
RANNSÓKN HEFST Lúðvík Eiðsson,
fulltrúi tæknideildar lögreglunnar, sést
hér við upphaf rannsóknar í gær. Hann
segir of snemmt að segja til um tildrög
eldsvoðans. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
STJÓRNSÝSLA Minjastofnun Íslands
vill að Þorláksbúð sem stendur
við Skálholtskirkju verði tekin
niður og flutt annað.
Kristín Huld Sigurðardóttir,
forstöðumaður Minjastofnunar-
innar, segir þó að hafi kirkjan
tekið við búðinni og vilji hafa
hana áfram á sama stað setji
stofnunin sig ekki upp á móti því.
Kristín skrifaði pistil um Þor-
láksbúð á vef Minjastofn unar
þann 17. desember síðastliðinn.
Þar rakti hún meðal annars að
áður en Þorláksbúð var reist
hefði verið rætt um að húsið yrði
nýtt sem skrúðhús af þáverandi
vígslubiskupi, Sigurði Sigurðs-
syni. Sigurður var einmitt einn
forvígismanna Félags áhuga-
manna um uppbyggingu Þorláks-
búðar. Eftir fráfall Sigurðar varð
Kristján Valur Ingólfsson biskup
í Skálholti.
„Byggingin yfir Þorláksbúð
er ekki nýtt af núverandi vígslu-
biskupi og virðist almennt vera
óánægja með húsið á staðnum.
Það er ekki vilji Minjastofnunar
Íslands að húsið verði áfram þar
sem það er nú og var Þorláks-
búðar félaginu tjáð það fyrr á
árinu,“ skrifaði Kristín.
Í samtali við Fréttablaðið segir
Kristín stöðu málsins óbreytta frá
í desember. Aðspurð hvort raun-
hæft sé að flytja Þorláksbúð segir
hún hægt að flytja öll hús. Þor-
láksbúð hafi einmitt verið byggð
á loft púðum og utan um rústir þar
undir svo flytja mætti húsið síðar
ef ákvörðun yrði tekin um það.
Ekkert liggi fyrir um fjár mögnun
á hugsanlegum flutningi.
ÁRNI JOHNSEN
Það er ekki
vilji Minjastofn-
unar Íslands að
húsið verði
áfram þar sem
það er nú.
Kristín Huld Sigurðar-
dóttir, forstöðumaður
Minjastofnunar Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Þorláksbúðarfélag fær 11,3 milljónir
úr sjóðum kirkjunnar til að gera upp skuld við smiðinn.
SAMGÖNGUR Ný viðbygging við Leifsstöð verður opnuð sumarið 2016
en framkvæmdir standa nú yfir. Framkvæmdirnar koma til vegna
aukinnar umferðar um flugvöllinn en gestum hefur fjölgað um nítíu
prósent frá árinu 2003.
Í viðbyggingunni verða sex ný hlið sem mun auka afkastagetu flug-
vallarins á háannatímum að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa
Isavia. Friðþór segir að gestir flugvallarins muni ekki verða fyrir
óþægindum vegna framkvæmdanna. - ih
Aukin umferð kallar á miklar framkvæmdir:
Unnið að stækkun Leifsstöðvar
NÝ VIÐBYGGING Búist er við að framkvæmdum ljúki vorið 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Minjastofnun vill að
Þorláksbúð fari burt
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, segir almenna
óánægju með Þorláksbúð í Skálholti og að vilji stofnunarinnar sé að húsið víki af
staðnum. Talsmaður Þorláksbúðarfélagsins hafnar flutningi.
Kristín segir að gera eigi ráð
fyrir lóð undir húsið fjær kirkj-
unni í nýju deiliskipulagi sem
verið sé að vinna fyrir Skálholt.
Óljóst eignarhald á Þorláksbúð
flæki hins vegar málið.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær samþykkti kirkju-
ráð að veita 10,3 milljóna króna
lán og eina milljón í styrk til Þor-
láksbúðarfélagsins til að gera upp
skuld við smið verkefnisins. Bæði
Ragnhildur Benedikts dóttir,
framkvæmdastjóri kirkjuráðs,
og Árni Johnsen, einn forsprakka
Þorláksbúðarfélagsins, segjast
aðspurð telja útilokað að færa
Þorláksbúð.
„Það er bara rugl,“ segir Árni
Johnsen. „Hver einasti steinn er
hlaðinn við næsta stein og það er
ekki hægt að vera í einhverjum
hífingum.“
gar@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Íslenskir stjórnendur
eru bjartsýnni en áður á að hag-
vöxtur verði á næstu tólf mán-
uðum samkvæmt nýrri könnun
MMR.
Stjórnendum sem búast við
hagvexti hefur fjölgað um 22
prósentustig frá sambærilegri
könnun í desember 2013.
Fleiri stjórnendur en í desemb-
er búast við því að velta, arðsemi
og eftirspurn eftir vörum og
þjónustu aukist.
Jafnframt búast 70,8 prósent
stjórnenda við því að launakostn-
aður aukist, sem er sambærilegt
við síðustu könnun. -ih
Búast við auknum hagvexti:
Stjórnendur
eru bjartsýnni
ÞRÓUNARSAMVINNA Framlag
Íslands til þróunarsamvinnu í
Namibíu á tuttugu ára tímabili
skilaði markverðum árangri sam-
kvæmt nýrri óháðri úttekt.
Stuðningur Íslands tók einkum
til rannsókna á fiskistofnum og
að koma á laggirnar hafrann-
sóknastofnun, byggja upp sjó-
mannaskóla og efla innlendar
stofnanir eins og sjávarútvegs-
ráðuneyti.
Markverður árangur hefur
náðst í að aðstoða ríkið við að
taka við stjórn á auðlindum
undan ströndum þess og byggja
upp sjávarútveg innanlands. - ebg
Sjávarútvegur í Namibíu:
Framlag Íslands
skilar árangri
SPURNING DAGSINS