Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 4
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
ORKUMÁL Þegar þing kemur saman
í haust mun Ragnheiður Elín Árna-
dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, leggja fram frumvarp um
breytingu á raforkulögum. Í frum-
varpinu verður með ítarlegum
hætti kveðið á um hvernig standa
skuli að gerð áætlunar um upp-
byggingu flutningskerfis raforku.
Í þessum drögum, sem eru opin-
ber á heimasíðu ráðuneytisins, er
sveitarfélögum skylt að samræma
skipulagsáætlanir sínar vegna
verkefna í kerfisáætlun. Sveitar-
félögum ber einnig að tryggja að
skipulagsmál hindri ekki framgang
þeirra verkefna sem eru í staðfestri
þriggja ára framkvæmdaáætlun.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
telur vanta ríkt samráð við sveitar-
félögin hvað þetta varðar. „Ég get
lítið tjáð mig um málið á þessu
stigi en maður leyfir sér að hugsa
upphátt þegar þetta ber á góma
og velta fyrir sér hvort ekki þurfi
á einhvern hátt að skoða heildar-
myndina betur. Við þurfum að velta
því upp hvort skipulagið milli ríkis
og sveitarfélaga sé komið á leiðar-
enda og við þurfum að hugsa hlut-
ina upp á nýtt.“
Guðmundur Ingi Ásmundsson,
aðstoðarforstjóri Landsnets, segir
tilganginn með þessum nýju lögum
vera þann að auka þetta samráð við
sveitarfélög.
„Tilgangurinn er ekki sá að slá
vopn úr höndum sveitarfélaga. Til-
gangurinn er að ná sátt um niður-
stöður kerfisáætlunar og að hafa
ríkt samráð við hagsmunaaðila.
Það sem er verið að leiða í lög með
frumvarpi ráðherra er að færa
samráðið framar í ferlinu og að
þeir sem við þurfum að hafa sam-
ráð við komi strax að borðinu á
fyrstu stigum þess. Eins og staðan
er núna er ferlið á þá leið að hags-
munaaðilar koma of seint að borð-
inu, eða þegar framkvæmdaleyfi
á að gefa út. Það er okkar von að
nú verði verklag skýrara og gegn-
særra og að meiri sátt ríki um
framkvæmdir.“
Guðmundur telur að sveitar-
félögin séu ekki að missa skipu-
lagsvald sitt þegar kemur að raf-
línum. „Þau setja enn þá raflínur
á sitt skipulag. Markmiðið er að
kerfis áætlunin fái traustan grund-
völl sem er nauðsynlegt fyrir
áætlun sem lýtur að mikil vægum
grunnkerfum landsins,“ segir
Guðmundur Ingi. Frumvarpið er
nú í umsagnarferli og óskað er eftir
að umsagnir berist fyrir 20. ágúst.
sveinn@frettabladid.is
300 tonn af svínssíðum voru flutt til landsins
á síðasta ári til að anna eftirspurn
eftir beikoni.
Neysla á beikoni hefur margfaldast
síðustu ár.
Minni völd í héraði
með nýjum lögum
Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun takmarka skipulagsvald sveitar-
félaga. Sveitarfélögum er gert skylt að setja nýjar raflínur á skipulag hjá sér ef
framkvæmdir hafa verið samþykktar hjá Orkustofnun.
RAFLÍNA Drög að frumvarpi iðnaðarráðherra skikka sveitarfélög til að hindra ekki
framgang áætlunar um lagningu raflína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SJÁVARÚTVEGUR Útflutningur á
saltfiskafurðum hefur dregist
saman undanfarin ár. Í fyrra
voru flutt út rúm 37 þúsund tonn,
sem er um tuttugu þúsund tonnum
minna en flutt var út fyrir rétt
rúmum áratug. Munurinn er 35
prósent.
Annað áhyggjuefni leggst á
fiskframleiðendur en í fyrra voru
flutt út rúm 32 þúsund tonn af
saltfiski, reyndar að hinum létt-
saltaða undanskildum. Það er tíu
prósentum meira en árið áður en
samt sem áður var verð-
mætið átta prósentum
minna.
Mestu munar í Portúgal
en þangað var flutt út litlu
minna í fyrra en árið þar
áður. Þrátt fyrir þann litla
mun fékkst 22 prósentum
minna fyrir afurðirnar í
fyrra.
Ísla ndsstofa hefur
ásamt framleiðendum blásið til
kynningar átaks í Suður-Evrópu.
Að sögn Guðnýjar Káradóttur,
forstöðumanns markaðs-
sóknar þjónustu og vöru
hjá Íslandsstofu, er mark-
miðið að styrkja orðspor
og ímynd íslenskra salt-
fiskafurða, treysta tengsl
við lykilhagsmunaaðila og
ýta undir áhuga hjá kaup-
endum þar ytra. Skjöldur
Pálmason, formaður
Íslenskra saltfiskfram-
leiðenda, segir of snemmt að meta
áhrifin en átakið hófst í fyrra.
- jse
Íslandsstofa og fiskframleiðendur keppast við að örva saltfiskkaupendur:
Útflutningur dregist saman
GUÐNÝ
KÁRADÓTTIR
SALTFISKVINNSLA Á GAMLA MÁTANN
Kreppan í Suður-Evrópu hefur komið illa
niður á saltfiskútflutningi.
Við
þurfum að
velta því upp
hvort skipu -
lagið milli
ríkis og
sveitar fé laga
sé komið á leiðar enda.
Halldór Halldórsson , formaður SÍS.
FÉLAGSMÁL Opið verður hjá Fjöl-
skylduhjálp Íslands í allt sumar.
Fjölskylduhjálp Íslands er
staðsett í Iðufelli í Breiðholti
en matar úthlutun frá félaginu
fer fram á miðvikudögum frá
klukkan 13 til 16.
Matarúthlutanir Fjölskyldu-
hjálpar eru ætlaðar þeim sem
minna mega sín og tekur Fjöl-
skylduhjálp við framlögum frá
einstaklingum og fyrirtækjum
alla virka daga. Nytjamarkaður
til styrktar Fjölskylduhjálp verð-
ur sömuleiðis opinn í sumar frá
klukkan 13 til 18 alla virka daga.
- ssb
Opið hjá Fjölskylduhjálpinni:
Matarúthlutun
ekki í sumarfrí
NÁTTÚRA Hlaupvatn er komið fram
í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheima-
sandi og hefur ríkislögreglustjóri
í samráði við lögreglustjórann á
Hvolsvelli lýst yfir óvissustigi.
Ferðafólk er beðið um að fara
að öllu með gát á þessum svæðum
vegna hættu á aukinni brenni-
steinsmengun.
Að sögn Gunnars B. Guðmunds-
sonar, jarðfræðings hjá Veður-
stofu Íslands, er um lítið hlaup að
ræða. Jarðskjálftar eru grunnir
en sá stærsti var í gærmorgun,
þrjú stig á Richter. Gunnar segir
ekkert benda til þess að eldgos sé í
vændum. - sks
Ekkert bendir til eldgoss:
Óvissustig
vegna hlaups
MÚLAKVÍSL Þrjú ár eru síðan síðast
hljóp í Múlakvísl og brúin hrundi.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NOREGUR Erlendir sjóstangveiði-
menn sem teknir voru fyrir að
smygla fiski frá Noregi segja leyfi-
legan kvóta upp á 15 kg of lítinn.
Norskir tollverðir stöðvuðu á dög-
unum bíl við sænsku landamærin
sem í voru pólskir ferðamenn.
Þeir voru með 100 kg yfir leyfi-
legu magni af fiski í farangurs-
rýminu. Á einu síðdegi var lagt
hald á 458 kg af flökum sem
voru í þremur pólskum bílum og
einum þýskum. Á vef norska ríkis-
útvarpsins er haft eftir einum
Pólverjanum að nóg sé af fiski í
norskum fjörðum. - ibs
Sjóstangveiði í Noregi:
Gripnir við að
smygla fiski
VIÐSKIPTI Nýsköpunarfyrirtækið
Mint Solutions hefur lokið fjár-
mögnun upp á 680 milljónir króna.
Franskir og hollenskir fjárfesting-
arsjóðir hafa bæst í hóp hluthafa
en Nýsköpunarsjóður atvinnulífs-
ins á 11 prósenta hlut eftir aukn-
inguna.
Fyrirtækið hefur unnið að þróun
lyfjagreiningartækis sem gerir
hjúkrunarfræðingum kleift að
ganga úr skugga um að sjúklingar
fái rétt lyf, í réttu magni og á rétt-
um tíma.
Í kjölfar hlutafjáraukningarinn-
ar mun móðurfélag Mint Solutions
flytjast til Hollands og verður sölu-
starfi stýrt þaðan. Þróunarstarf
verður eftir sem áður á Íslandi. - ebg
Mint Solutions flyst úr landi:
Hefur lokið
fjármögnun
LYF Tækið passar að sjúklingar fái rétt
lyf og í réttu magni.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HLÝTT NA- OG A-TIL næstu dagana og helst að sjá þá gulu þar. Þeir sem heldur kjósa
rigningu og súld ættu að halda sig S- og V-lands það sem eftir lifir viku. Þó lítur út fyrir
að allir vökni eitthvað á föstudag. Hiti 8-19 stig.
10°
4
m/s
11°
6
m/s
12°
9
m/s
11°
13
m/s
Strek-
kingur SV-
til, annars
hægari
5-15 m/s,
hvassast
við S-
stöndina.
Gildistími korta er um hádegi
30°
31°
26°
16°
20°
24°
14°
27°
27°
25°
22°
31°
27°
35°
23°
26°
28°
15°
11°
6
m/s
12°
3
m/s
16°
5
m/s
13°
4
m/s
14°
5
m/s
13°
5
m/s
8°
5
m/s
12°
13°
9°
10°
12°
11°
18°
13°
15°
14°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN
Tilboð