Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 17
ÞJÓÐDANSAMÓT
Þjóðdansafélagið í samvinnu við Nordlek
stendur fyrir norrænu þjóðdansa- og þjóðlaga-
móti í Mosfellsbæ dagana 9. til 12. júlí. Mótið
fer fram í Íþróttamiðstöðinni við Varmá.
Nánar á www.mosfellsbaer.is.
Maturinn í Perú var ljúffengur og fengum við meðal annars að prófa þjóðarrétt Perúmanna
sem er steiktur naggrís,“ segir Ásgerður,
sem er ekki smeyk við að leggja sér til
munns framandi rétti þegar hún er á
faraldsfæti um heiminn.
„Naggrísakjötið minnti svolítið á
önd; var brúnt, stökkt og virkilega gott.
Kjötið sér maður á öllum mörkuðum í
Perú og sérstaklega í fjöllunum.“
ÞÚSUND BÆKUR FYRIR FÁTÆK BÖRN
Ásgerður er heilluð af landi og þjóð eftir
ríflega tveggja vikna ferðalag um Perú.
„Forsprakki ferðarinnar var Sigrún
Klara Hannesdóttir, fyrrverandi lands-
bókavörður, sem bjó og starfaði í Perú
fyrir hartnær fjörutíu árum. Ferðin var
því eins konar pílagrímsferð vina og fjöl-
skyldu Sigrúnar Klöru um gamalkunnar
slóðir,“ útskýrir Ásgerður, sem ásamt
þremur öðrum vinkonum Sigrúnar
Klöru slóst í hópinn til Perú.
Sigrún Klara stofnaði árið 2007 sam-
tökin Vini Perú sem styður meðal
annars barnaskóla í fjallaþorpinu
Chosecani.
„Þannig hafa Vinir Perú meðal annars
byggt eldhús til að tryggja að börnin fái
morgunmat því með mettan maga læra
þau betur í skólanum,“ segir Ásgerður.
Á ferð sinni um Perú heimsóttu ferða-
félagarnir barnaskólann í Chosecani og
fleiri skóla í fátækrahverfum Líma.
„Sigrún Klara varð sjötug í fyrra en
afþakkaði þá afmælisgjafir og óskaði í
staðinn eftir fjárframlögum til að geta
opnað skólabókasafn í fátækrahverfinu
Quebrada Verde í Líma.
NAGGRÍS Í MATINN
FERÐIR Ásgerður Kjartansdóttir bókasafnsfræðingur er vinur Perú. Hún hekl-
aði 145 gullfallegar húfur sem hún færði fátækum börnum í Andesfjöllunum.
MACHU PICCHU
Ásgerður í Inkaborg-
inni Machu Picchu í
Perú. Hún segir fegurð
og orku staðarins
óraunverulega. Nú
er vetur í Perú og tók
héluð jörð á móti
ferðafólkinu frá Íslandi.
MYND/ÚR EINKASAFNI
▲
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
Sjónmælingar í Optical Studio
Tímapantanir í síma:
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500