Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjalausnir í ferðaþjónustu MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 20142
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512 5446, jonatan@365.is
Segway-hjólum hefur fjölgað jafnt og þétt undan farin ár hérlendis og eru aðilar í
ferðaþjónustu farnir að taka þau í
þjónustu sína. Í dag eru þrjár leigur
starfandi hérlendis sem sérhæfa
sig í Segway-ferðum, ein í Vest-
mannaeyjum og tvær í Reykjavík.
Jón Guðmann Jakobsson, mark-
aðs- og sölustjóri Léttitækni, sem
er umboðsaðili fyrir Segway-hjól
hérlendis, segir þau bæði öruggan
og þægilegan ferðamáta fyrir
ferðamenn og aðra. „Í grunn-
inn eru þetta tvær týpur af hjól-
um. Annars vegar er það I2-götu-
hjólið. Hægt er að bæta ýmsum
aukabúnaði á það þannig að nota-
gildi þess henti ólíkum hópum, t.d.
ferðamönnum, öryggisvörðum og
f leiri starfsstéttum. Hins vegar
er um X2-útgáfuna að ræða sem
er torfæruútgáfan. Það er einnig
hægt að bæta aukabúnaði á það
hjól, t.d. sérstökum dekkjum og
búnaði fyrir golftösku þannig að
hjólið hentar frábærlega vel fyrir
golfara.“
Auk fyrrnefndra leiga getur
yngri kynslóðin leigt sér hjól í
Húsdýragarðinum í Reykjavík
undir eftirliti foreldra.
Segway-hjólin henta við marg-
víslegar aðstæður að sögn Jóns.
„Þau eru frábær viðbót við ferða-
þjónustuna. Það verður sífellt
vinsælla fyrir smærri hópa að
fara saman í stutta túra á Segway,
hvort sem það er innanbæjar eða
úti í náttúrunni. Lögreglan og ör-
yggisfyrirtæki víða um heim hafa
notað Segway með góðum ár-
angri enda er hægt að spara tölu-
vert með notkun þeirra auk þess
sem starfsmennirnir verða miklu
sýnilegri fyrir vikið.“
Segway gengur fyrir rafgeymi
sem hægt er að stinga í hleðslu
nær alls staðar. „Flestir stinga
þeim í samband yfir nóttina enda
er það þægilegast. Við héldum að
rafhlaðan myndi duga í fáein ár en
nú er komin sjö ára reynsla á þær
þannig að þær duga ansi lengi.“
Engin sérstök próf þarf til að
nota Segway-hjólin en Léttitækni
lætur þó alla sem kaupa hjólin
ljúka námskeiði hjá þeim. „Það
skiptir miklu máli enda vinnum
við eftir ströngum reglum frá
framleiðanda þeirra.“
Nánari upplýsingar má finna
á www.lettitaekni.is.
Frábær ferðamáti
Undanfarin ár hefur Segway-hjólum fjölgað á Íslandi. Þau eru sérstaklega
hentug fyrir ferðaþjónustur enda bjóða þau upp á marga skemmtilega möguleika.
Segway er öruggur, skemmtilegur og þægilegur ferðamáti fyrir ferðamenn.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Síðustu þrjú ár hefur aukn-
ing ferðamanna verið hlut-
fallslega meiri að vetri til
en að vori, sumri og hausti.
Reyndar voru slegin fjölda-
met í hverjum mánuði síð-
ustu tvö árin en aukningin
fór yfir tíu prósent í öllum
mánuðum frá 2011 til 2013.
Aukningin var mest (60
prósent) í nóvember 2012
og var yfir 40 prósentum
í þremur mánuðum árið
2013; í febrúar, mars og
desember.
Þetta kemur fram í töl-
fræðibæklingi Ferðamála-
stofu, Ferðaþjónusta í
tölum.
Þar sést einnig að þó að
flestir ferðamenn, eða 44
prósent, komi hingað að
sumri (júní-ágúst) þá kemur
ríflega fjórðungur að vori eða hausti og um fjórðungur að vetri til.
Ferðamenn frá Mið- og Suður-Evrópu voru áberandi yfir sumar-
mánuðina í fyrra en Norðurlandabúar, Bandaríkjamenn og ferða-
menn frá löndum sem flokkast undir annað dreifðust talsvert jafnar
yfir árið. Bretar skera sig hins vegar úr, en helmingur þeirra kom yfir
vetrarmánuðina.
Helmingur breskra
túrista kemur að vetri
Einhverjir sjá það sem einfalt og þægilegt verk til að ná sér í smá
aukapening að leigja út heimili sitt eða aukaherbergi í íbúðinni til
ferðamanna í ákveðinn tíma. Málið er þó ögn flóknara en marga
grunar.
Rekstur gistingar er leyfisskyld starfsemi enda mikil ábyrgð að
bjóða gistingu án þess að hafa til dæmis brunavarnir í lagi. Gisti-
staðir teljast staðir þar sem boðin er gisting til lengri eða skemmri
tíma gegn endurgjaldi. Á þetta við um heimagistingu, gistingu í
íbúðum, sumarhúsum, hótelum, gistiheimilum og gistiskálum.
Til að rekstraraðila sé heimilað að starfrækja starfsemi sína, leigja
út heimili eða herbergi til gistingar, þarf viðkomandi að hafa þar til
gert starfsleyfi að því tilskildu að hann uppfylli viðeigandi ákvæði
laga og reglugerða. Til að sækja um leyfi þarf að framvísa vott orðum
frá fimm mismunandi aðilum, hafa staðfest virðisaukanúmer og
teikningu samþykkta af byggingafulltrúa.
Umsóknareyðublöð varðandi starfsleyfi er hægt að nálgast hjá
sýslumannsembættum eða lögregluembættum um allt land. Þegar
formleg umsókn hefur borist sýslumanni þarf samþykki frá vinnu-
eftirliti, heilbrigðiseftirliti, eldvarnareftirliti og sveitarstjórn á við-
komandi svæði.
Ekki einungis er það mikil skriffinnska sem fylgir þessum ætlaða
auðfengna gróða af gistisölunni heldur er ákveðinn kostnaður sem
þarf að reiða af hendi til þess að fá rekstrarleyfi. Samkvæmt lögum
um aukatekjur ríkissjóðs er gjald fyrir rekstrarleyfi vegna heimagist-
ingar 24 þúsund krónur. Leyfið er veitt til fjögurra ára í senn og hægt
er að sækja um endurnýjun leyfis að þeim tíma liðnum. Fyrir endur-
nýjun leyfis þarf að greiða 7.100 krónur.
Heimildir: ferdamalastofa.is, syslumenn.is, saf.is
Rekstur gistingar í heimahúsi er leyfisskyld starfsemi. MYND/VALLI
Flókið ferli að fá leyfi
fyrir heimagistingu
Þau eru frábær
viðbót við
ferðaþjónustuna. Það
verður sífellt vinsælla
fyrir smærri hópa að
fara saman í stutta túra á
Segway, hvort sem það er
innanbæjar eða úti í
náttúrunni.
Fjölgun ferðamanna mældist mest í nóvember
2012 eða um 60 prósent.
Rekstrarvörur
- vinna með þér