Fréttablaðið - 09.07.2014, Side 32

Fréttablaðið - 09.07.2014, Side 32
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Fyrirmyndargleymska ★★★★ ★ Neil Young & Crazy Horse Tónleikar LAUGARDALSHÖLL 7. JÚLÍ Tónleikar Neils Young og hljóm- sveitar hans Crazy Horse í Laugar- dalshöllinni voru þeir fyrstu á tónleikaferð þeirra um Evrópu og sömuleiðis þeir fyrstu hér á landi. Mörkuðu þeir upphaf tónlistar- hátíðarinnar All Tomorrows Parties sem lýkur á laugardags- kvöld í Ásbrú. Tónleikarnir voru einnig þeir fyrstu án stofnmeð- lims Crazy Horse, bassaleikarans Billy Talbot , sem veiktist í síðasta mánuði. Hinn 68 ára Young vakti fyrst athygli á sjöunda áratugnum með hljómsveitinni Buffalo Springfield og síðar með Crosby, Stills, Nash & Young. Fyrsta sólóplatan kom út 1968 en sú nýjasta í apríl síðast- liðnum, tekin upp í hljóðveri rokk- arans Jacks White. Eftirvæntingin hjá Hallar- gestum var að sjálfsögðu mikil að berja kanadísku goðsögnina augum og skemmtileg tilbreyting var að sjá að fyrir framan sviðið höfðu, í stað unglinga, safnast saman rokkáhugamenn af eldri kynslóðinni ákveðnir í að sjá meistarann loksins í návígi. Til að stytta biðina hitaði Mugison upp einn með kassagítarinn og spilaði þar tvö ný lög sem lofuðu góðu. Upphafslag Neil Young & Crazy Horse var Love and Only Love af plötunni Ragged Glory og hafði maður það á tilfinning- unni að Young og félagar væru að djamma sig í gang, enda lagið um tíu mínútna langt. Raunin varð sú að flest lögin á tónleik- unum voru af plötum sem Young hefur tekið upp með Crazy Horse (eðlilega), þar af þrjú af Ragged Glory. Biðin eftir því að heyra lag sem aðrir en bara hörðustu aðdáendurnir könnuðust við tók langan tíma, eða tæpa klukku- stund. Þá mætti Young einn á sviðið með kassagítar og munn- hörpu, spilaði hið fallega Only Love Can Break Your Heart, Dylan-lagið Blowin’in the Wind og eitt sitt frægasta lag, Heart of Gold, af snilldarverkinu Harvest. Því næst mætti Crazy Horse aftur á sviðið og spilaði fjögur lög. Þar á meðal frumfluttu þeir félagar Who’s Gonna Stand Up and Save the Earth, sem umhverfis- verndarsinninn Young klæddur EARTH-stuttermabol söng af mik- illi innlifun. Skömmu áður hafði hann lofað því að koma aftur til Íslands og gefa tónleikagestum sams konar bol, við mikinn fögn- uð viðstaddra. Lokalagið fyrir uppklapp var Rockin’ in the Free World, eitt besta lag Youngs. Sannarlega hápunktur tónleikanna og magn- að var að heyra lagið nánast fjara út en byrja svo aftur undir styrkri stjórn hljómsveitarstjórans Young, sem var í fínu formi á tónleikun- um. Eftir uppklapp var röðin komin að öðru gömlu og góðu, Like a Hur- ricane. Það voru samt ákveðin vonbrigði að heyra ekki fleiri lög eftir uppklappið en eftir tæp- lega tveggja tíma spilamennsku hjá þessum gömlu kempum var kannski ekki hægt að ætlast til meira af þeim. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA Flottir tónleikar með Neil Young í góðu formi en fleiri fræg lög hefðu mátt hljóma. Gamlar kempur í góðu formi Í GÓÐU FORMI Neil Young rokkaði á sviðinu og var í fantaformi. Að sögn gagnrýnanda hefðu fleiri lög mátt hljóma en hápunkt- urinn var þegar Young tók Rockin’in the Free World. NORDICPHOTOS/ GETTY Æ HVAÐ ég er fegin að sjá þetta, við þurfum að vera góð fyrirmynd,“ sagði vegfarandi við mig þegar við mæðg- urnar reiddum hjólin okkar yfir gang- braut. Ég fór hjá mér við þetta hrós. Ég var nefnilega hjálmlaus á ferð þennan dag, eins og svo oft áður. Ég hefði líklega ekki einu sinni reitt hjólið yfir götuna, nema af því að dóttir mín var með mér. Það var ekki svo langt síðan skólafélagi hennar sá til mín bruna þvert yfir götu á hjólinu og kallaði hneykslaður á eftir mér: Hva, áttu ekki að reiða hjólið? Ég man ekki hvaða afsökun ég kallaði á móti. Eða jú, ég man það alveg. „Ó, ég gleymdi því!“ ELDRI manni í umferð- inni varð eitt sinn svo um þegar ég hjólaði hjálm- laus á gangstéttinni við hlið hans, að hann skrúfaði niður bílrúðuna og jós yfir mig skömmum. Hvurslags þetta væri eiginlega?! Ég reyndi ekki að bera fyrir mig gleymsku í það skiptið. Steig bara pedalana hraðar og lét mig hverfa inn á milli runna með hjartað í buxunum. GLEYMSKA er heldur ekki ástæðan, nógu oft staglast ég á hjálmnotkun þegar börnin eiga í hlut. Oft á dag! Enda rata þeir undantekningalaust á hausinn á þeim, sem betur fer. Sjálf hef ég enga afsökun. Það er ekki eins og ég viti ekki hvað gerist ef óvarinn haus skellur í malbikið. Samt sest ég hjálmlaus á hnakkinn aftur og aftur, og hjóla í vinnuna, niður í bæ, út í búð og það svo börnin sjái til. Eins og ég telji mig ósnertanlega þegar ég þeytist um bæinn með blóm á körfunni. Þetta er svo stutt, hugsa ég. Ég fer svo varlega, hugsa ég. Ég fer svo hægt, hugsa ég. BÍLARNIR keyra ekkert á mig!“ sagði sá fimm ára við mig galvaskur þegar ég brýndi fyrir honum að líta til beggja hliða áður en við gengjum yfir götuna. „Hvernig dettur þér þetta í hug, barn?“ gall í mér, áður en ég vissi upp á mig sökina. SHORT TERM 12 HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI FRÍTT INN HOLLAND - ARGENTÍNA KL. 20.00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EARTH TO ECHO 4, 6, 8 DELIVER US FROM EVIL 10 TEMJA DREKANN SINN 2D 5 22 JUMP STREET 8, 10:20 MILLIOM WAYS, DIE WEST 10:10 VONARSTRÆTI 4:30, 7:30 ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK CHICAGO SUN TIMES PORTLAND OREGONIAN LOS ANGELES TIMES TOTAL FILM BYGGÐ Á FRÁSÖGN LÖGREGLUMANNS Í NEW YORK DELIVER US FROM EVIL DELIVER US FROM EVIL LÚXUS EARTH TO ECHO THE SALVATION AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL AÐ TEMJA DREKANN 2 3D ÍSL. TAL 22 JUMP STREET VONARSTRÆTI VONARSTRÆTI LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.35 KL. 8 - 10.35 KL. 3.40 - 5.45 KL. 8 - 10.10 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 8 - 10.30 KL. 8 - 10.40 KL. 5 DELIVER US FROM EVIL EARTH TO ECHO AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL TRAIN. . . DRAGON 3D ENS. TAL ÓTEXT. 22 JUMP STREET X-MEN 3D FAULT IN OUR STARS VONARSTRÆTI Miðasala á: KL. 8 - 10.35 KL. 5.50 KL. 5.45 KL. 8 KL. 10.40 KL. 10.10 KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL. 5.20 - 8 -T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL -D.M.S., MBL -DV S.R.S

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.