Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1979, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1979, Blaðsíða 3
Ó, manstu vinur hve fyrrum var fagurt heima; fjörurnar gömlu, Stakkó og skautasvellin, en var ekki þá, sem þyngdi við fyrsta skellinn? en því ertu, veit ég, löngu búinn að gleyma. En manstu ennþá morguninn, þegar afi og hún mamma þín blessuð og pabbi fóru að leita, - því við vorum eins og gengur, búnir að breyta biblíuorðinu góða, um fáeina stafi. Við læddumst út, og fyrr en nokkur fengi af fólkinu vaknað við þutum á harða spretti, beint niðr‘í fjöru, sem báðum fannst eini rétti og bezti staðurinn, fyrir litla drengi. Því þar var, manstu, löngum svo létt að vaka, og lífíð endalaus sigling, og ævintýri. En lystisnekkjan kubbur í stafn og stýri, og steinarnir gullið, og því af nógu að taka. Hve margt hefur breyzt, en mikið er alltaf gaman á morgnana sér í lagi á vorin, í góðu veðri að ganga niður að sjónum. Því verður mér stundum á að stelast frá öllu saman, og strjúka sem forðum, aftur í gömlu sporin. Þinn einlægur xxxxx, bróðir úr bernskumónum. Guðmundur Tegeder.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.