Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1979, Side 22

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1979, Side 22
Þarsem hættumar leynast Rafmagn er eitt af mikilvægustu þægindum í þjónustu mannsins. Við straumrof stöðvast allt. Manstu kvöldið þegar rafmagnið fór? Engin Ijós. Ekkert útvarp eða sjón varp. Enginn kvöldverður. Réttilega notað er rafmagnið hættulaus lífsgæði. Rang lega notað er rafmagnið hættulegur, ósýnilegur mann drápari. Af þvi stafar eldhætta. Á augnabliki, án aðvörun ar, getur rafmagnið valdið fjörtjóni. Gallað rafkerfi eða tæki, geta hvenær sem er svift þig eignum og lifsham ingju. Tilgangur þessa pistils er að stuðla að öruggari notkun rafmagns, og vara við rangri notkun þess. 220 volt er sú spenna sem er i raflögnum á heimilum fólks. Hún sparkar þér ekki frá sér. Þú kippist þó ósjálfrátt frá, ef þú snertir beran (óeinangraðan) hluta raflagnar eða raftæki með bilaðri einangrun. En ef þú gripur utan um slikan hlut, gerir vöðvakrampi af völdum rafmagnsins það að verkum, að þú getur ekki sleppt fyrr en rafstraumurinn hefur verið rofinn. Hver verður fyrir raflosti? Hver er ólíklegastur til að lifa það af? Smábörn, einkum ósjálfbjarga börn yngri en tveggja ára, biða alltof oft bana af raflosti. Þau eru skilin eftir einsömul innan um rafmagnssnúrur, lampa og raftæki. Þau stinga prjónum inn í veggtengla. Þau stinga göfflum inn i brauðristar. Með blautar bleyjur snerta þau sjón varpið, útvarpið og plötuspilarann. Lítil börn hafa ekki sterk hjörtu eða sterk lungu. Viðnám líkama þeirra er lítið og húð þeirra er viðkvæm. Rafstraumur fer auðveldlega eftir líkama þeirra. Þau lifa þetta sjaldnast af. Stálpaðir drengir og telpur. Þau þola raflost nokkru betur en smábörn en þau eru engan veginn ónæm. Þau fljúga flugdrekum sinum í raflinu og reyna að ná þeim niöur með járnrörum. Þau klifra í tré og rafmagnsstaura og komast þannig i snertingu víð háspennulínur. Þau klifra upp á járnþök bílskúra og húsa og lenda í loftlínum. Borðlampar og gólflampar hafa fyllilega lagt fram sinn skerf að dauðaslysum af völdum elds og raflosts. Lampasnúrum verður að halda vel við, og þær mega ekki liggja ofan á eldfimum efnum eða undir gólfteppum. Láttu slíkar snurur sem minnst liggja bak við hluti þar sem þær sjást ekki. Það er ráðlegt að taka þær úr sam- bandi (i tengli) ef þú verður fjarverandi um nokkurt skeið. Farðu ekki með innilampa út i röku veðri. Þau skalt ekki nota innilampa á stöðum þar sem gólf er blautt eða rakt, ekki úti á svölum né í baðherberginu. Varaðu þig á peruþjófum. Tómar lampahöldur eru lífs- hættulegar. Lítil börn, eða jafnvel þú átt á hættu að stinga fingri inn í tóma lampahöldu við að þreifa eftir rofanum á lampahöldunni. Gæta verður varúðar við að skipta um perur. Settu ekki stærri peru í lampa en þeir eru ætlaðir fyrir. Umframhit- inn frá stærri perunni getur valdið eldsvoða. Fyrir Ijósastæði sem eru slétt við loft eða þvi sem næst er ætluð viss hámarksstærð peru. Settu ekki stærri peru i. Brauðristar, hitaofnar og svipuð tæki með óvörðum hitagormum eru hættulegir hlutir í návist lítilla barna. Auk hættu á að börn brenni sig, hefur margt barnið látið lifiðaf raflosti fráslikum tækjum. Þegar innstungunni á snúrunni, sem tengd er við brauð ristina hefur verið stungið i tengilinn, er hætta á raflosti frá brauðristinni, þótt hitinn hafi ekki verið settur á hana, sökum þess að rofinn á brauðristinni rýfur aðeins annan þátt straumrásarinnar. Ef barn stingur fingri eða gaffli inn í kaldan gorminn um leið og það hallar sér upp að málmplötunni á eldhúsvaskinum getur það beðið bana af raflosti. Vaskurinn og eldavélin eru jarðtengd, og fær hver sá sem snertir þau og snertir um leið raftæki með bilaðri ein- angrun, rafmagnshögg. Hafi hiti verið settur á brauðrist- ina, er hún að sjálfsögðu enn hættulegri. Hvort heldur er, þarf brauðristin ekki að vera biluð. En sé hún með eingr- unarbilun í ofanálag, er vissulega mikil hætta á ferðum. Taktu ávallt brauðristina úr sambandi að lokinni noik un. Láttu ekki börn koma nálægt brauðristinni þegar hún er í notkun. Nú þegar liða tekur að jólum skal haft í huga að jóla tréð þitt getur orðið hættulegur íkveikju- og slysavaldur ef uppsetningu og eftirliti er ábótavant. Hafðu tréð ekki nálægt gluggatjöldum eða ruslakörfu. Notaðu jólaljósakeðjur af viðurkenndri gerð. Athugaðu vandlega snúrurnar og lampahöldurnar áður en þú setur þær á tréð. Notaðu vandaða framlengingar- snúru frá tenglinum. Tengdu aldrei fleiri en tvær ljósa- keðjur við hvern tengil. Komdu ljósunum þannig fyrir á trénu, aðekkert þeirra sé nálægt skreytingu sem kviknað getur í af hitanum. Til jólalýsingar utanhúss skaltu eingöngu nota viður- kenndar útiljósakeðjur og framlengingarsnúrur viður- kenndar fyrir notkun utanhúss. Lekastraumsrofar. Eina örugga leiðin til þess að koma i veg fyrir banaslys af völdum rafmagns við bilun í raflögn er að koma fyrir viðeigandi varnarbúnaði í raflögninni. Lekastraumsrofinn er tæki sem tengt er við raflögnina og sett á töfluna eða rétt við hana. Þetta tæki ryfur rafstrauminn samstundis, ef hættuleg einangrunarbilun verður i raflögninni, og kemur þannig i veg fyrir raflost. Lekastraumsrofa ætti að setja i allar nýjar raflagnir. Einnig má setja þá i eldri raflagnir. Um fyrstu hjálp við rafmagnsslysi: Bezta ráðið sem hér er hægt að gefa er: Sérhver ein- staklingur ætti að sækja námskeið í hjálp i viðlögum, þar sem réttar aðferðir við lífgun úr dauðadái eru kenndar og æfðar. Við raflost skulu aðgerðir viðhafðar skjótt og i réttri röð: 1. Rjúfa strauminn. 2. Hefja þegar í stað lifgunartilraunir. 3. Kalla á læknishjálp. Margir hafa látið lífið að nauðsynjalausu, sökum þess að þessar aðgerðir hafa verið gerðar i rangri röð. Fólk missir stjóm á sér og fer að hrópa á hjálp, reyna að ná i lækni, sjúkrabíl o.s.frv. Eyddu ekki tímanum í óskynsam- legar aðgerðir. Mundu ávallt: Ósjálfbjarga barn, stálpað barn, konan og karlmaðurinn, i þeirri röð eru þau i hættu. Eftir miðjan aldur eykst hættan aftur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.