Fréttablaðið - 02.08.2014, Síða 6
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
EFNAHAGSMÁL Enn er gert ráð fyrir
að fjárlög fyrir árið 2014 verði
hallalaus þrátt fyrir að ýmsir
útgjaldaliðir stefni á að fara langt
fram úr áætlunum. Þetta segir
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár-
laganefndar Alþingis.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
þingmaður VG og nefndarmaður
í fjárlaganefnd, er ekki jafn viss
um að hallalaus fjárlög náist. „Það
er ekki útséð með það að markmið
ríkisstjórnarinnar gangi eftir.
Margir liðir eru á leið fram úr
áætlun. Það sem skiptir kannski
hvað mestu í þessum málum er
að ríkissjóður verður af tekjum á
ýmsum sviðum og stjórnarflokk-
arnir verða að fara að svara því
hvaðan þeir ætla að fá fjármagn
til að mæta þessu tekjutapi,“ segir
Bjarkey.
Þegar fjárlög fyrir árið 2014
voru kynnt, þann 1. október í fyrra,
var gert ráð fyrir því að ríkis-
sjóður myndi skila 500 milljóna
króna afgangi á árinu 2014. Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
fór þá yfir fjárlagafrumvarpið og
sagði þá að meginstefið í vinnu við
fjárlögin væri að skila halla lausum
rekstri ríkissjóðs, þeim fyrsta frá
hruni. Fréttablaðið sagði frá því í
gær að rekstur Sjúkratrygginga
ríkisins stefndi í að fara um 2,7
milljarða fram úr áætlunum í fjár-
lögum. Að mati Ríkisendurskoðun-
ar hefur ekki verið gripið til nægi-
lega markvissra aðgerða til að
stemma stigu við kostnaði Sjúkra-
trygginga þannig að tryggt sé að
hann verið í samræmi við heim-
ildir fjárlaga í lok árs.
Í skýrslunni er einnig bent á
fleiri útgjaldaliði
sem stefna fram
úr þeim áætl-
unum sem settar
voru í fjárlaga-
frumvarpinu.
Vigdís Hauks-
dóttir, formaður
fjárlaganefndar
Alþingis, sagði í
vikunni að ekki
væri hvikað frá því markmiði að
skila ríkissjóði hallalausum þótt
fjárlaganefnd sjái rauð blikkandi
ljós á stöku stað.
Tómas Brynjólfsson, skrifstofu-
stjóri í fjármála- og efnahagsráðu-
neytinu, telur útgjaldaaukningu
ekki breyta því að stefnan sé enn
sett á hallalaus fjárlög. „Ef við
horfum á árið í heild þá sjáum við
að tekjuhlið ríkissjóðs er betri en
ráð var fyrir gert í fjárlagafrum-
varpinu. Það er rétt að nokkrir
útgjaldaliðir eru yfir áætlunum.
Þessar auknu tekjur ríkissjóðs
munu að öllum líkindum ná yfir
þá útgjaldaaukningu. Því er enn
þá stefnt að því að ríkissjóður
verði rekinn með hagnaði á þessu
ári, í fyrsta sinn síðan 2007,“ segir
Tómas. sveinn@frettabladid.is
Margir liðir á leiðinni
langt fram úr áætlun
Ríkisendurskoðun bendir á fjölmarga útgjaldaliði í ríkisrekstrinum sem hafa vaxið
fram úr fjárheimildum í fjárlögum. Þrátt fyrir það stefna stjórnvöld að halla-
lausum fjárlögum. Þingmaður VG er efins um að stjórnvöld nái að efna loforðið.
EYJAFJARÐARSVEIT Sveitarstjórn Eyja-
fjarðarsveitar ákvað eftir kosningar
í maí að auglýsa stöðu sveitarstjóra
lausa til umsóknar. Capacent ráðn-
ingar voru fengnar til þess að meta
umsækjendur og fór svo að 49 sóttu
um stöðuna. Sveitarstjórn ákvað
hins vegar að hafna öllum umsækj-
endum um sveitarstjórastöðuna og
réð Karl Frímannsson, fyrrverandi
skólastjóra grunnskóla Eyjafjarðar-
sveitar, sem sveitarstjóra.
Minnihluti sveitarstjórnar sat
hjá við afgreiðslu málsins og harm-
aði þau vinnubrögð sem meirihluti
sveitar stjórnar viðhafði. Stóð minni-
hlutinn í þeirri trú að málið væri í
faglegum höndum ráðningarfyrir-
tækis og vonaðist til að ráðningin
myndi byggja á faglegu mati á þeim
sem sóttu um starfið.
Jón Stefánsson oddviti var spurður
hverju þetta sætti. „ Okkur bauðst
betri kostur, það voru vissulega
innan um hæfir einstaklingar. Það
sem ræður mestu var að við fengum
þarna einstakling sem við þekkjum
vel til og við treystum. Við hefðum
ekki ráðið hann nema að hafa verið
viss um að hann hafi verið besti kost-
urinn.“
Þegar Jón var spurður hvernig
nafn Karls hefði komið upp í ferlinu
segi hann að meirihlutinn hafi verið
að skoða málið og reynt að velta fyrir
sér fólki sem hann treysti.
„Við vorum bara svona að hugsa
þetta. Við vorum ekki alveg ákveðin
og hans nafn kom upp í samtali
meirihlutans þannig að við höfðum
samband við hann og buðum honum
starfið,“ segir Jón. -sa
Meirihluti sveitarstjórnar hafnaði öllum 49 umsækjendum og réð skólastjórann sem sveitarstjóra:
Fóru ekki að ráðum ráðningarfyrirtækis
EYJAFJÖRÐUR Sveitarstjórnin hafnaði
öllum umsóknum og réð Karl Frímanns-
son, fyrrverandi skólastjóra.
Það er
ekki útséð
með það að
markmið
ríkisstjórnar-
innar náist.
Bjarkey Olsen
Gunnars dóttir,
þingmaður VG.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Bjarkey Olsen Gunnars-
dóttir segir ríkissjóð verða af
tekjum.
VIGDÍS
HAUKSDÓTTIR
SAMFÉLAGSMÁL Innanríkisráðu-
neytið hyggst ráða fjóra ráð-
gjafa til að annast ráðgjöf við
nauð ungarvistaða einstaklinga
á sjúkrahúsi. Einn þeirra verður
tilgreindur sem verkefnisstjóri
og munu ráðgjafarnir vinna
saman í teymi. Ráðgjaf arnir
verða tveir af hvoru kyni og
munu ekki starfa á sjúkrahúsi.
Á meðal verkefna ráðgjafa er að
veita nauðungarvistuðum ein-
staklingum upplýsingar um rétt-
indi sín og stöðu. -jhh
Nauðungarvistaðir fá ráðgjöf:
Skipa fjögurra
manna teymi