Fréttablaðið - 02.08.2014, Page 8
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
GASA Tæplega tveimur klukku-
stundum eftir að vopnahlé, sem átti
að standa í þrjá sólarhringa, hófst á
Gasa í gærmorgun tóku bæði Ísra-
elar og Palestínumenn til við að
skjóta sprengjum. Ísraelar sökuðu
Hamas-liða um að hafa rofið vopna-
hléið, en Hamas sakaði Ísraela um
slíkt hið sama.
Stórtækar sprengjuárásir Ísraels-
hers kostuðu tugi Palestínumanna á
Gasa lífið, en Palestínumenn urðu
tveimur ísraelskum hermönnum að
bana og virðast hafa náð að hand-
sama einn yfirmann í ísraelska
hernum.
Alls hafa árásir Ísraela kostað
meira en 1.500 Palestínumenn lífið
frá því þær hófust þann 8. júlí síð-
astliðinn. Að sögn Palestínumanna
eru langflestir þeirra almennir
borgarar og margir á barnsaldri.
Á móti höfðu 66 Ísraelar látið lífið.
Hið mikla mannfall á meðal
almennra borgara á Gasasvæð-
inu hefur vakið spurningar um
það hvort Ísraelar skeyti engu um
mannslíf eða hvort ísraelski her-
inn hafi ekki burði til þess að vanda
sig, annaðhvort þá vegna þess að
þjálfun hermanna sé ábótavant eða
að vinnureglur hersins fyrir hernað
á þéttbýlum íbúasvæðum séu ekki
nógu skýrar.
Breska dagblaðið The Guardian
hefur eftir Andrew Exum, fyrrver-
andi yfirmanni í bandaríska hern-
um, að ísraelski herinn hafi löngum
verið þekktur fyrir að gera mistök
sem kosti fjölda almennra borgara
lífið.
Nú síðast létu fimmtán manns
lífið þegar gerð var árás á skóla
Sameinuðu þjóðanna aðfaranótt
fimmtudags og sautján manns lét-
ust á fjölförnu markaðstorgi, sem
sprengt var upp síðar sama dag.
„Ég veit ekki alveg hvað málið
er,“ segir Exum á fréttavef The
Guardian. „Ég veit ekki hvort málið
er léleg þjálfun, vöntun á því að mið-
unarsérfræðingar hersins ræði við
þá sem stjórna þungavopnum og
loftárásum, eða yfirmenn sem ein-
faldlega telja ekki að það sé neitt
forgangsatriði að forðast mannfall
meðal almennra borgara.“
Mannréttindasamtök hafa lagt
ríka áherslu á að öllum hernaði inni
á íbúasvæðum, eins og nú stendur
yfir á Gasasvæðinu, fylgi alþjóð-
legar skuldbindingar um að gæta
vel að öryggi almennra borgara.
„Skyldan til að vernda er greini-
lega til staðar þegar ráðist er í hern-
að. Þótt annar aðilinn bregðist þá
er það engin afsökun fyrir gerðum
hins aðilans,“ sagði John Ging, yfir-
maður flóttamannastarfs Samein-
uðu þjóðanna á Gasa, í viðtali í kan-
adíska ríkissjónvarpinu.
Hann sagði jafnframt að þótt
ástandið á Gasa væri vissulega
margbrotið og flókið, þá væri það
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is
8
www.forlagid.is
– alvöru bókabúð á netinu
„Sagnagáfa Ejersbo
er ótvíræð og persónu-
sköpun með því betra sem
gerist ... Sögurnar grípa
þéttingsfast ...“
Anna Lilja Þórisdóttir /
Morgunblaðið
Meistaraleg flétta
með sárum
undirtón, saga
af styrk
mannsandans
andspænis kúgun.
BYLTINGAR-
ANDI!
Standa í stríði inni
í miðri íbúabyggð
Gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara á Gasa vekur enn á ný alvarlegar spurn-
ingar um aðferðir ísraelska hersins, sem lætur ekki nálægð almennings stöðva sig.
Andrew Exum, yfirmaður hjálparstarfs SÞ á Gasa, segir ástandið ekkert flókið.
SKRUPPU HEIM Í GÖTUNA Íbúar á Gasa fóru að huga að rústum heimila sinna þegar hlé varð stutta stund á sprengjuárásum í
gær. NORDICPHOTOS/AFP
ÓSPRUNGIN SPRENGJA Íbúar á Gasa
fara ferða sinna fram hjá sprengju frá
Ísraelsher sem liggur ósprungin á göt-
unni. NORDICPHOTOS/AFP
SPRENGJUFLAUGUM
SKOTIÐ ÚR ÍBÚAHVERFI
John Ging, yfirmaður flóttamanna-
starfs Sameinuðu þjóðanna á Gasa
(UNRWA), segir engan vafa leika á
því að liðsmenn Hamas og annarra
vopnaðra hópa á Gasa hafi skotið
sprengjuflaugum sínum yfir til
Ísraels frá íbúasvæðum, þar á meðal
úr næsta nágrenni skóla sem Sam-
einuðu þjóðirnar hafa notað sem
neyðarskýli fyrir flóttafólk.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR TIL-
KYNNA STAÐSETNINGU SÍNA
Hins vegar hafi Sameinuðu
þjóðirnar gætt þess vandlega að
tilkynna ísraelskum stjórnvöldum
reglulega um nákvæma stað-
setningu allra þeirra skóla á Gasa
sem eru undir stjórn Sameinuðu
þjóðanna, þar á meðal skólans í
Jabalíja-flóttamannabúðunum sem
sprengjum var varpað á aðfaranótt
fimmtudags. Á annan tug manna
létu þar lífið í svefni, þar á meðal
fjögur börn sem sváfu við hlið for-
eldra sinna.
SPRENGJUBROT ÚR
ÍSRAELSKRI SPRENGJU
Þegar starfsmenn Sameinuðu
þjóðanna skoðuðu vegsummerki
árásarinnar fundust sprengjubrot,
sem hann segir augljóslega hafa
verið úr sams konar sprengjum og
þeim sem Ísraelsher hefur notað.
„Þegar átökin í næsta nágrenni
þessa skóla hörðnuðu minntum
við ísraelska viðmælendur okkar
aftur á að skólinn væri notaður sem
skýli fyrir flóttamenn, hverjir væru
í skýlinu og einnig staðsetningu,
GPS-staðsetningu skólans,“ sagði
Ging í viðtali við kanadíska ríkis-
sjónvarpið CBC á fimmtudag.
Ísraelar hafa ítrekað réttlætt
árásir sínar á sjúkrahús, skóla og
íbúðarhús með því að vopnaðir
Palestínumenn hafi hreiðrað þar
um sig og skotið þaðan á Ísraela.
Ging fullyrðir hins vegar að í
hvert skipti sem Sameinuðu þjóð-
irnar taki skólabyggingu eða annað
húsnæði í notkun á Gasasvæðinu sé
Ísraelum skýrt frá því og jafnframt
gengið úr skugga um að þar séu
hvorki vopn né vígamenn.
YFIRFARA BYGGINGARNAR
Fréttum um að vopn hafi fundist í
skólum sem Sameinuðu þjóðirnar
hafa notað til að hýsa flóttamenn,
svarar hann á þá leið að það hafi
gerst í þremur skólum sem stóðu
auðir eftir að starfsmenn Sam-
einuðu þjóðanna höfðu neyðst til að
yfirgefa og rýma byggingarnar vegna
hernaðar í nágrenninu.
Ísraelar fá reglulega upplýsingar um staðsetningar skóla
86
neyðarskýli
á vegum SÞ
eru á Gasa
225
þúsund manns
hafa leitað þar
skjóls
ekkert flókið í augum saklausra
borgara sem lenda í miðjum hernaði
og vita ekki hvert þeir eiga að leita
eða hvar öruggt skjól geti leynst.
„Þetta er harmleikurinn við
átök á þéttbýlasta svæði heims. Ég
meina, þetta er í raun og veru borg,“
segir Ging. „Þetta er ruglingslegt
fyrir almenning sem svo sannarlega
vill koma sér burt af átakasvæðum
en lendir svo ítrekað í því að flækj-
ast inn í átökin á stöðum sem það
heldur að eigi að vera öruggir.“