Fréttablaðið - 02.08.2014, Page 10

Fréttablaðið - 02.08.2014, Page 10
2. ágúst 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Mikael Torfason mikael@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR V ið mat á áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar frá því í júní þarf að hafa í huga það sem á undan er gengið: Auðlindanefnd skilaði sátt um það efni árið 2000 og stjórnar- skrárnefnd sem starfaði 2005 til 2007 birti skýrslu um einstök álita- efni. Á síðasta kjörtímabili komu síðan fram tillögur frá þjóðfundi, sérstakri ráðgefandi stjórnlaga- nefnd og stjórnlagaráði. Þá létu kjósendur álit sitt í ljós með viss- um hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í hálfan annan áratug hefur því ekki verið skortur á hugmyndum um breytingar, tillögum til breyt- inga, samanburði við stjórnar- skrár erlendra r íkja , þróun þeirra á síðustu árum og nokk- uð a lmennri umræðu bæði fræðilegri og pólitískri. Í því ljósi kemur svo- l ít ið spánskt fyrir sjónir að nýja nefndin hefur kosið að líta á hlutverk sitt eins og nú sé rétt að setja starfið enn einu sinni á byrjunarreit. Vinstri stjórninni mistókst að ljúka stjórnarskrármálinu. Í upp- hafi hafði hún þó sett það á dag- skrá sem eitt af höfuðviðfangs- efnum sínum. Ástæðan var ekki skortur á tillögum og gagnrýni. Þvert á móti. Ástæðan var heldur ekki naumur þingmeirihluti. Þvert á móti. Skýringin var fyrst og fremst skortur á pólitískri forystu. Þegar til kastanna kom vissi forysta vinstri stjórnarinnar ekki hvað hún vildi í raun og veru og gat því ekki leitt þingmeirihlut- ann að ákveðinni niðurstöðu. Enn síður hafði hún burði til að brúa bilið yfir til stjórnarandstöðunnar. Málið endaði í útideyfu vegna for- ystuleysis. Skoðanir stjórnarþing- manna voru ólíkar og áhugi þeirra misjafn. Án forystu gat því aldrei orðið neitt úr neinu. Aft ur á byrjunarreit Að þessu virtu hefði því mátt ætla að ný ríkisstjórn sýndi hina hliðina; vissi hvað hún vildi og leitaði hófanna um sam- stöðu og áfangaskiptingu brýn- ustu breytinga. Tími pólitískrar forystu var kominn. Þess í stað byrjar ný stjórnarskrárnefnd á áfangaskýrslu sem inniheldur til- vísanir í allt það sem fram hefur komið síðustu fimmtán ár og beinir þeim óskum til þjóðarinnar að taka málið aftur til almennrar opinberrar umræðu án leiðsagnar eða tillögugerðar. Að þessu leyti er málið að mestu í sams konar farvegi og áður. Að vísu er það framför að nýja nefnd- in hefur tekið fjögur viðfangsefni til skoðunar á undan öðrum. Segja má að þar sé að finna vísi að for- gangsröðun. Vinstri stjórnin var of sundruð í málinu til að ná því á það stig. Þótt nefndin hafi sett áfanga- skýrsluna fram með þessum hætti er þó lítið hægt að ráða í það hvort hún á pólitískt bakland til þess á Alþingi og í ríkisstjórn. Eftir stendur að hvergi bólar enn á pólitískri leiðsögn eða for- ystu nema um eitt mikilvægt atriði. Í áfangaskýrslunni kemur sem sagt skýrt fram að stjórnar- flokkarnir vilja ekki og ætla ekki að ræða breytingar sem opna möguleika á aðild Íslands að Evr- ópusambandinu. Fulltrúar þeirra hafna í sérstökum skýringum með öllu að ræða það efni. Með öðrum orðum: Þeir byrja starfið á að úti- loka breytingu af því tagi. Það er að sönnu skýr afstaða. En hún er ekki mikið framlag til að koma málinu í annan farveg en vinstri stjórnin skildi við það í. Segja má að stöðubreytingin frá fyrra kjörtímabili felist helst í því að vinstri stjórnin hafði ekki hug- mynd um hvað hún vildi en nýja stjórnin veit þó hvað hún vill alls ekki. Kominn tími á pólitíska forystu Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa hugfast að heimild í stjórnarskrá til Evrópusam- bandsaðildar og skilyrði um það hvernig ákvarðanir þar um skuli teknar hafa ekkert með afstöðu til aðildar að gera. Málið snýst einvörðungu um það hvort mögu- leikinn á að vera opinn og að fast- setja hvernig taka á slíka ákvörð- un. En þröngsýnin er svo mikil að nauðsynlegt er talið að gyrða fyrir þennan möguleika í fram- tíðinni. Hvaða málstað þjónar það? Hitt vekur ekki síður furðu að viðbrögð stjórnarandstöðuflokk- anna við þessari stöðu í stjórnar- skrármálinu eru engin. Það er með fádæmum að þingmeirihluti skuli hefja nefndarstarf af þessu tagi með slíkri útilokun að því er tekur til eins stærsta viðfangsefn- isins sem til skoðunar er. Og það er fullkomlega merglaus stjórnar- andstaða sem lætur slíkt yfir sig ganga án þess að hreyfa legg eða lið. Þetta mergleysi stjórnarand- stöðunnar endurspeglar vel ráð- leysi vinstri stjórnarinnar sem var. Engin málefnaleg rök eru fyrir því að halda þessu nefndar- starfi áfram ef ríkisstjórnin ætlar að halda fast við þessa fyrir- munun. Stjórnarandstöðuflokk- arnir þurfa að skýra út hvers vegna þeir láta slíkt yfir sig ganga. Athyglisvert er að skýrslan hefur legið frammi í meira en mánuð án þess að um þessa nýju taflstöðu hafi farið fram nokkur umræða. En þennan hnút þarf að leysa áður en fleiri áfanga- skýrslur verða skrifaðar. Merglaus stjórnarandstaða Í myndum okkur ef búið væri að drepa eitt þúsund fjögur hundruð og sextíu Ísraelsmenn – mest börn og saklausa borgara – og sextíu og þrjá Palestínumenn – mest vopnaða Hamas-liða. Já, dokum við og hugsum aðeins um hver afstaða heimsins til þessara átaka fyrir botni Miðjarðarhafs væri þá. Verðlaunablaðamaðurinn Robert Fisk orðaði þessa spurningu í bresku stórblaði í vikunni. Hann hafði svör á reiðum höndum og taldi sig vita að við slíka morðöldu af hendi Palestínumanna væri ekki unað. Og hvað ætli utanríkismálanefnd Alþingis myndi segja? Eða Bandaríkjaforseti? Í fyrradag mótmæltu á þriðja þúsund manns fyrir framan bandaríska sendiráðið á Íslandi. Sveinn Rúnar Hauks- son, einn forsprakka mótmæl- anna og formaður Íslands- Palestínu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ábyrgð Bandaríkjanna væri mikil og því hefði verið mótmælt fyrir utan sendiráð þeirra: „Enn þann dag í dag byrja ræður leiðtoga Bandaríkjanna á því að endurtaka skilyrðislausan stuðning við Ísrael og árétta rétt ríkisins til að verja sig,“ sagði Sveinn í blaðinu í gær og bætti því við að „aldrei minnist nokkur maður á rétt Palestínu til að verja sig“. Ætli allar ræður leiðtoga í Bandaríkjunum myndu hefj- ast á skilyrðislausum stuðningi við rétt Palestínumanna til að verja sig ef búið væri að drepa nærri fimmtán hundruð manns í Ísrael? Nei, ætli það. Í tilkynningu vegna mótmælanna á fimmtudag kom fram að á árunum 2009 til 2013 fluttu bandarísk stjórnvöld vopn að verðmæti sjö hundruð og þrjár milljónir átta hundruð og fimmtíu og þrjú þúsund átta hundruð tuttugu og sex Bandaríkjadala til Ísraels. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það væri erfitt að lesa úr þessari upphæð ef hún væri í íslenskum krónum. Sameinuðu þjóðirnar halda utan um hvaða vopn þetta eru. Jú, fimm hundruð níutíu og sex bryn- varin farartæki, hundrað fjörutíu og eitt flugskeytakerfi, hundrað níutíu og tvær herflugvélar, hundrað tuttugu og átta herþyrlur og þrjú þúsund átta hundruð og fimm flugskeyti og eldflaugavörpur. Jæja. Eigum við að ímynda okkur eitt í viðbót? Það að Palestínumenn væru búnir að sprengja upp skóla Sameinuðu þjóðanna í Ísrael og kannski sjúkrahús Sameinuðu þjóðanna líka. Í gær birtum við einmitt viðtal á Vísi við starfsmann Sameinuðu þjóðanna sem brotnaði niður og hágrét í beinni útsendingu. Hver ætli viðbrögð heimsins væru ef það viðtal hefði snúist um blóðbað í Ísrael af völdum sturlaðra Palest- ínumanna sem væru búnir að múra almenning í Ísrael inn í rafmagnslaust gettó og hikuðu ekki við að drepa börn og óbreytta borgara? Hver væru viðbrögðin ef staðan væri öfug og Palestínumenn búnir að múra Ísraela inn í gettó? 1.460 Ísraelar og 63 Palestínumenn Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.