Fréttablaðið - 02.08.2014, Qupperneq 20
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20
Við
vitum hvernig
þetta kerfi er
á Íslandi. Þú
þarft nánast
að hafa
nauðgunina á
upptöku og
stundum
virkar það
ekki einu
sinni. Það er
ekkert eðlilegt
sem á fólk er
lagt í þessum
málum.
Við
getum ekki
sætt okkur við
þessar mis-
þyrmingar
bara af því
Íslendingar
eru að detta í
það. Það þarf
að hamra á
þessu. Það
þarf bara
einn til þess
að skemma
svona hátíðir.
Það þurfa allir
að hjálpast að.
STEFÁN
SEGIR
Stefán, sem er 38 ára gamall Hvergerðingur, er mikill rokk-ari og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist. Það má segja að þessi áhugi á tónlist sé ástæðan fyrir því að hann fór að halda
utan um eina flottustu tónlistarhátíð
landsins. Þó svo að hann sjái til þess að
yfir tvö þúsund manns sæki Neskaup-
stað heim, eina helgi á ári, tengist hann
kaupstaðnum mjög lítið.
„Ég starfaði sem íþróttakennari í
fimmtán ár og bauðst starf sem íþrótta-
kennari í Neskaupstað árið 2004, en ég
hafði samt aldrei komið þangað fyrr en
þá. Það var ótrúlega gaman að koma
þangað og eftir að hafa búið þar í ein-
hvern tíma fékk ég þessa hugmynd um
að halda tónleika í Egilsbúð,“ segir
Stefán spurður út í kynni sín af staðn-
um. Fyrsta Eistnaflugshátíðin varð að
veruleika sumarið 2005, eftir að Stefán
flutti í Neskaupstað.
Fimmtíu manns á fyrstu hátíðinni
Þegar Stefán byrjaði að skipuleggja
fyrstu hátíðina var ekki komið neitt
sem kallast Facebook og samskipahætt-
irnir öðruvísi en í dag. „Ég auglýsti eftir
hljómsveitum á vefsíðunni Dordingull og
þar fóru samskiptin fram. Ég setti inn
auglýsingu um hvort einhverjar hljóm-
sveitir hefðu áhuga á að koma og spila í
Neskaupstað þessa helgi og fékk styrk
frá Menningarráði Austurlands upp á
400.000 krónur og fór sá peningur í rút-
una. Það var þannig að þeir sem höfðu
áhuga áttu bara að mæta á BSÍ klukkan
átta á föstudagsmorgni og taka rútuna,
tónleikar á laugardegi og svo keyrt heim
á sunnudeginum. Þetta var bara „fyrstir
koma fyrstir fá“.“
Fyrstu árin fór skipulagningin fram
á þennan hátt en svo fór eftir spurnin
að aukast og voru þá gerðar breyt-
ingar. Nú eru gerðir samningar við þær
hljómsveitir sem koma fram og hefur
umstangið í kringum hátíðina aukist
mikið með árunum.
Um fimmtíu manns borguðu sig inn
á Eistnaflug árið 2005 en nú í ár voru
gestir hátíðarinnar rúmlega tvö þúsund
talsins, auk þess sem Stefán hefur þurft
að hafa um 300 starfsmenn með hljóm-
sveitum.
Fáránlegt að ofbeldisleysið sé frétt
Stefán hefur látið skoðanir sínar gagn-
vart kynferðisofbeldi í ljós í fjölmiðlum
og meðal annars sagt að hann mundi
ekki halda áfram með Eistnaflugshátíð-
ina ef nauðgun yrði tilkynnt á hátíðinni.
„Ég á nákomna vini sem hafa verið
beittir kynferðislegu ofbeldi og þetta
snertir ótrúlega marga. Aðalmálið í
þessu er að við erum að skemmta okkur
og þetta á ekkert skylt við það. Þetta er
bara svo ríkt í Íslendingum, þessi vík-
ingaklikkun að fara á sveitaball og berja
alla frá næsta bæjarfélagi. Þetta er orðið
svo þreytt. Að það skuli vera frétt að það
skyldi ekkert gerast á hátíðinni er nátt-
úrulega algjörlega út í bláinn. Ég vona
bara að það verði algjör gúrka um versl-
unarmannahelgina og ekkert að frétta.“
Stefán vill að aðstandendur annarra
útihátíða taki sjónarmið hans alvarlega
og hvetur þá til þess að senda frá sér
svipaðar yfirlýsingar.
„Við höfum alltaf hamrað á þessu og
gestirnir hamra á þessu við vini sína.
Það er stórt atriði að gestirnir kunna
þetta. Þeir sem koma á Eistnaflug vita
hvernig hlutirnir virka. Eistnaflug er
bara árshátíð og fólk vill ekki missa
þessa hátíð.“
En er hægt að gera eitthvað í því að
gera hinar hátíðirnar samheldnari?
„Við getum ekki sætt okkur við þessar
misþyrmingar bara af því að Íslend-
ingar eru að detta í það. Það þarf að
hamra á þessu. Það þarf bara einn til
þess að skemma svona hátíðir. Það þurfa
allir að hjálpast að. Það er alveg hægt
að útrýma þessu. Samheldnin sem við
höfum staðið fyrir felst í að bera ábyrgð.
Þegar hópurinn er gerður samábyrgur
þá skiptir máli hver útkoman er. Mark-
mið hverrar hátíðar þarf að vera skýrt
og það er styrkleiki okkar og við höfum
gert það markmið mjög sýnilegt. Það
eru vissulega margar flottar hátíðir í
gangi á Íslandi sem eru að standa sig,
allar hátíðirnar eru virkilega að reyna
standa sig að gera helgina glæsilega og
að hún komi vel út.“
Dóms- og réttarkerfi landsins hefur
löngum verið umtalað gagnvart kyn-
ferðisofbeldi og er Stefán hneykslaður
yfir framgöngu mála í réttarkerfinu.
„Við vitum hvernig þetta kerfi er á
Íslandi. Þú þarft nánast að hafa nauðg-
unina á upptöku og stundum virkar það
ekki einu sinni. Það er ekkert eðlilegt
sem á fólk er lagt í þessum málum. Ég
held það séu allir sammála um að sönn-
unarbyrðin er geggjuð. Auðvitað þarf
hún að vera það en þetta getur ekki átt
að virka svona. Miðað við tölurnar frá til
dæmis bráðamóttökunni og svo kæru-
málin sem fara í gegn, þá bara passar
þetta ekki. Við vitum það að þó að nauðg-
unin verði ekki sönnuð fyrir rétti, þá er
ekki þar með sagt að ofbeldið hafi ekki
átt sér stað.“
Kveið því að drekka
Að standa fyrir svona stórri hátíð, þar
sem fjöldi fólks kemur saman tekur
væntanlega sinn toll. Finnur aðstandandi
eins og þú ekki fyrir mikilli ábyrgðar-
kennd? „Ég geri það, ég tek þetta allan
tímann á mig og það er kannski málið
við þetta. Maður hugsar; ef ég væri ekki
að halda þetta þá hefði þetta ekki gerst.“
Stefán, sem er að upplagi pönk-
trommuleikari úr hljómsveitinni Dys,
er eins og fyrr segir mikill tónlistar-
áhugamaður, hefur farið víða á tónleika
og hefur gaman að því að skemmta sér.
Hefur innsýn hans og reynsla ekki mikil
áhrif á velgengnina? „Jú, ég hef farið út
um allt á tónleikahátíðir og þess háttar.
Það hefur eflaust mikil áhrif. Um dag-
inn fór ég á HellFest í Frakkalandi sem
er risa tónlistarhátíð. Þarna eru allir
beisiklí að reykja gras og við vorum
kannski svona tuttugu sem vorum ekki
að reykja gras. Sömu helgi voru fréttir
um að þrjátíu hefðu verið teknir að fyrir
reykja gras á Secret Solstice og maður
verður bara svona; „hvað er að frétta?!“
það eru mörg þúsund manns að skemmta
sér. Á Hell Fest gerðist ekkert, ég veit að
grasreykingar eru ólöglegar en á meðan
fólk er ekki labbandi um með kúbeinið
í klikkun þá sé ég ekki mun á þessu og
þeim sem eru fullir.“
Stefán setti tappann í flöskuna eftir
Eistnaflugshátíðina í ár til að auðvelda
sér lífið. „Ég ákvað að hætta að drekka
til þess að einfalda líf mitt. Ég var far-
inn að kvíða fyrir því að drekka, að
verða þunnur og þetta var bara hætt að
vera gaman. Ég á líka auðvelt með að
skemmta mér vel án áfengis.“
Þrátt fyrir það að Stefán standi fyrir
einni stærstu samkomu ársins í Nes-
kaupstað, sem er mikil innspýting fyrir í
bæjarfélagið, er hann gáttaður yfir mis-
jöfnun stuðningi frá fyrirtækjum bæjar-
ins. „Ég kem með tvö þúsund manns í
bæinn og bærinn er gjörsamlega þurrk-
aður upp af öllu og það eru nokkur fyrir-
tæki í Neskaupstað sem eru að styrkja
mig. Ég er búinn að láta vita að ef þessu
verður ekki kippt í liðinn þá fer ég með
Eistnaflugið eitthvert annað, því ég efast
ekki um að það sé til annað bæjarfélag
sem er til í að fá þessa innspýtingu inn
í kerfið. Það má ekkert út af bregða til
að hátíðin fari í mínus, því þetta kostar
sitt allt saman.“
Stefán er kvæntur Hrefnu Húgós-
dóttur og þau hafa verið saman í átján
ár eða frá því þau voru í framhalds-
skóla. Saman eiga þau tvö börn, Ragn-
heiði Maríu 10 ára og Júlíus Óla 16 ára.
„Hrefna er búin að stappa í mig stálinu
þegar ég er að skíta á mig, hún á helling
í því að halda Eistnafluginu gangandi.“
Hvað langar þig að gera meira, langar
þig að standa í tónleikahaldi í Reykjavík
eða jafnvel halda tónleikahátíð líkt og
Eistnaflug í Reykjavík?
„Maður er alltaf að skoða eitthvað.
Nasa hefði til dæmis verið fullkominn
salur til að hýsa svona tónleika. Hvaða
fáviti ákveður það að loka Nasa til þess
að geyma bækur þarna inni? Nasa er
flottasti tónleikasalur landsins, þetta er
svo sorglegt. Það á að búa til hótel eða
bílastæði eða eitthvað álíka gáfað úr
flottasta tónleikasal landsins.“
Þessi atorkumikli maður lítur björtum
augum til framtíðar og vonast til þess
að Eistnaflugshátíðin haldi áfram í Nes-
kaupstað en hann horfir einnig á mögu-
legt tónleikahald á höfuðborgarsvæðinu.
Hver veit nema að Stefán rífi trommu-
kjuðana á loft á nýjan leik og geri meira í
tónlist en þangað til ætlar hann að halda
áfram að aðstoða fólk við að koma sér í
form og svala rokkþyrstum rokkurum.
Vonast eftir gúrku um helgina
Stefán Magnússon, maðurinn á bak við eina vinsælustu og umtöluðustu tónlistarhátíð landsins, Eistnaflug, er ekki allur sem
hann er séður því dags daglega starfar hann sem íþróttafræðingur og aðstoðar fólk við að koma sér í form í Sporthúsinu Gull.
Gunnar Leó
Pálsson
gunnarleo@frettabladid.is
HISSA Á FRÉTTAFLUTNINGI
„Að það skuli vera frétt að
það skyldi ekkert gerast á
hátíðinni er náttúrulega
algjörlega út í bláinn.“
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL