Fréttablaðið - 02.08.2014, Síða 27

Fréttablaðið - 02.08.2014, Síða 27
| ATVINNA | Þjónar þú með glæsibrag? Gallery Restaurant leitar að aðstoðarfólki í sal og faglærðum þjónum til að skapa ógleymanlegar minningar fyrir gesti okkar. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu með reynslu af veitingastörfum og hlýlega framkomu. Bæði fullt starf og hlutastarf í boði. Einnig eru lausar stöður fyrir þjónanema. Umsóknir með mynd og ferilskrá sendist á umsokn@holt.is Starfið: Samgöngustofa leitar að sérfræðingi í fræðslu- málum á samhæfingarsvið. Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýst um að uppfræða nemendur og almenning um samgöngur og öryggismál ásamt fleiri verkefnum. Verkefni starfsmanns eru meðal annars fræðsla í leik-, grunn-, og framhaldsskólum ásamt leiðsögn til annarra sem vilja sinna fræðslu- málum varðandi öryggi í samgöngum, viðhald fræðsluefnis á heimasíðu stofnunarinnar, svörun erinda um öryggismál samgangna, útsendingar á fræðsluefni, upplýsingaveita og ráðgjöf um málaflokkinn sem og almenn þátttaka í verkefnum á samhæfingarsviði. Starfshlutfall er 100%. Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Kennsluréttindi æskileg • Gott vald á íslensku og færni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti. • Góð kunnátta í ensku og þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli er kostur • Viðkomandi þarf að búa yfir miklu frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, vandvirkni, og hafa sérlega góða samstarfs- og samskiptahæfileika. • Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur og jákvæður Í boði er áhugavert starf með fjölbreyttum verkefnum þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 2014 Hægt er að sækja um með eftirfarandi hætti: • á vefsvæði Samgöngustofu á síðunni www.samgongustofa.is • senda umsókn (ferilskrá) með tölvupósti á netfangið atvinna@samgongustofa.is eða • senda skriflega umsókn á eftirfarandi heimilisfang: Samgöngustofa Bt. Ólafar Friðriksdóttur Pósthólf 470 202 Kópavogur Nánari upplýsingar veitir Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslustjóri í síma 480 6000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála með um 160 starfsmenn. Stofnuninni er ætlað að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Samgöngustofa annast eftirlit er varða flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. Upplýsingar um Samgöngustofu má finna á heimasíðu www.samgongustofa.is. SÉRFRÆÐINGUR Í FRÆÐSLUMÁLUM www.gardabaer.is STÖRF HJÁ GARÐABÆ Garðaskóli • smíða- og nýsköpunarkennari • skólaliði Hofsstaðaskóli • umsjónarkennari Leikskólinn Bæjarból • sérkennslustjóri • matráður Nánari upplýsingar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is Skóla- og frístundasvið FRÍSTUNDAHEIMILI GRUNNSKÓLAR LEIKSKÓLAR VILTU MÓTA FRAMTÍÐINA MEÐ OKKUR? SKÓLA- OG FRÍSTUNDASVIÐ REYKJAVÍKURBORGAR óskar eftir fólki til starfa við fjölbreytt störf með börnum og unglingum. Undir sviðið heyrir meðal annars rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar. Hlutverk skóla- og frístundasviðs er að veita börnum og ungmennum í Reykjavík bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið. Í boði eru bæði heilsdagsstörf og hlutastörf. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/storf Við leitum að fólki á öllum aldri af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is LAUGARDAGUR 2. ágúst 2014 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.