Fréttablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 44
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 32 „Akureyri var alltaf okkar helsta vígi í gamla daga, okkur hefur allt- af þótt ótrúlega gaman að spila á þar og eigum þaðan góðar minn- ingar,“ segir Sigríður Beinteins- dóttir, söngkona Stjórnarinnar. Þau ætla að koma fram á sunnu- dagskvöldið á Sparitónleikunum á flötinni neðan við Samkomu- húsið á Akureyri. „Við ætlum að spila okkar þekktustu lög, þetta verður einhvers konar útgáfa af afmælistónleikunum okkar sem voru í Háskólabíói í fyrra,“ segir Sigga spurð í tónleikana. Hún ber Akureyri vel söguna. „Við vorum oft í löngum túrum en það var alltaf yndislegt að koma á Akureyri, Sjallinn var frábær staður.“ Stjórnin hefur lítið komið fram að undanförnu, fyrir utan afmælis- tónleika sveitarinnar í fyrra. „Það er ekkert planað hjá okkur þannig lagað, við höfum verið að spila eitt og eitt gigg en það er aldrei að vita hvað gerist í haust.“ - glp Stjórnin elskar að spila á Akureyri Hljómsveitin Stjórnin ætlar að leika sín þekktustu lög á Akureyri um helgina. MIKIL TILHLÖKKUN Sigga Beinteins og Stjórnin flytja sín þekkustu lög á Akureyri um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR LAU & SUN: 16.00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas GUARDIANS OF THE GALAXY 3D GUARDIANS OF THE GALAXY 3D LÚXUS SEX TAPE DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D THE PURGE: ANARCHY DELIVER US FROM EVIL EARTH TO ECHO AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 3D VONARSTRÆTI KL. 1 - 3.10 - 5 - 8 - 10.40 KL. 1 - 5 - 8 - 10.40 KL. 5.45 - 8 - 10.10 KL. 8 - 10.45 KL. 8 KL. 10.20 KL. 1- 3.20 KL. 1 - 3.30 - 5.30 KL. 1 KL. 5.20 NIKULÁS Í FRÍI SEX TAPE DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D EARTH TO ECHO AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D 22 JUMP STREET VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI VONARSTRÆTI KL. 5.45 - 8 - 10.15 KL. 3 - 5.40 - 8 - 10.10 KL. 3 - 6 - 9 KL. 3 KL. 3.30 KL. 10.40 KL. 5.20 KL. 8 Miðasala á: NIKULÁS LITLI 2, 3:55, 5:50, 8 HERCULES 8, 10:10(P) SEX TAPE 8, 10:10 PLANET OF THE APES 3D 10:10 TEMJA DREKANN SINN 2D 2, 5 22 JUMP STREET 5 TÖFRALANDIÐ 2D 1:50ÍSL TALÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Opið alla verslunarmannahelgina - Tímar og tilboð gilda 2-4. ágúst. Allir borga barnaverð EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRIKEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE MOVIEPILOT.COM HITFIX WASHINGTON POST NEW YORK DAILY NEWS BAKÞANKAR Nönnu Elísu Jakobsdóttur VERSLUNARMANNAHELGI. Árið er 2002. Staðurinn er Galtalækur. Veðrið er blautt og kalt. Í svörtum fötum eru stærsta nafnið á plakatinu. „Ég er nakinn eins og þú,“ æpa rennvotir gestir og Jónsi er stjarna. ÉG var tólf ára, mátti ekki mála mig og hafði slysast til að klippa á mig topp sem hefði farið betur á skjóttum hesti. Ég fór með mömmu, bróður hennar og rétt rúm- lega sextugri ömmu minni. Kamrarnir voru óhuggulegir og unglingadrykkja setti svip sinn á hátíðina. Ég fór hjá mér þegar par fyrir framan mig kysstist af áfergju í stað þess að hlusta á ómþýða tóna svart- klæddu, berhandleggja hetjunnar minn- ar. En ég sá varla út um blaut gleraugun – sem betur fer. ÞESSA þrjá daga sem hátíðin stóð rigndi sleitulaust. Það þekkja allir dropametið sem var slegið versló 2002. Samlokurnar voru blautar. Blautt brauð er mögulega það allra versta. Ekki bætti rækjusalatið sem flaut ofan á sneiðinni úr skák. Nær ómögulegt var að grilla og hátíðarsvæðið var eitt moldarsvað. BROSIÐ á andliti mínu hvarf ekki alla helgina. Ég hafði aldrei skemmt mér jafn vel. Stemningin sem myndast af ein- hverjum ástæðum á mannamótum yfir þessa árlegu hátíð verslunarmanna er nær áþreifanleg. Það virðist ekki skipta máli þó veðrið á Fróni nái nýjum hæðum í ömur- legheitum og þú sért tólf ára lúði með gler- augu, sleiktan hliðartopp og ömmu þinni. Tónlistarmennirnir þurfa ekki einu sinni að vera sérlega hæfileikaríkir ef þeir eiga einn slagara sem allir þekkja og taka sig vel út berir að ofan. „Snertið fingurgómana og haltu höndunum um þennan líkama.“ GALTALÆKUR 2002 er eina upplifun mín af útihátíð og úr því verður ekki bætt í ár þar sem helginni minni verður varið í að skrifa fréttir fyrir íbúa á pínulítilli eyju í Norður-Atlantshafi. Því bið ég landsmenn alla að skemmta sér sérstaklega vel fyrir mig líka og hugsa til tólf ára stelpunnar sem þótti ekkert skrýtið að syngja með Jónsa: „Þúúúú, ég vil vera eins og þú. Því ééég, ég er nakin eins og þú.“ NJÓTIÐ helgarinnar en í guðanna bænum farið varlega og komið fallega fram hvert við annað. Tólf ára og nakin með Jónsa í Galtalæk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.