Fréttablaðið - 02.08.2014, Side 46

Fréttablaðið - 02.08.2014, Side 46
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 34 STJARNAN KR FH ÍA VALUR FRAM KEFLAVÍK BREIÐABLIK BYRJANIR ÍSLENSKRA FÉLAGA Í EVRÓPUKEPPNI Fréttablaðið hefur tekið saman fyrstu fimm Evrópuleikina hjá nokkrum íslenskum félögum en Stjarnan varð fyrsta íslenska félagið sem fer taplaust í gegnum fyrstu fimm leiki sína í Evrópukeppni. Stjarnan hefur unnið fjóra af fyrstu fimm Evrópu- leikjum sínum og skorað í þeim 14 mörk. ÍBV FYLKIR FÓTBOLTI Eintracht Frankfurt festi í gær kaup á svissneska framherjanum Haris Sefero- vic frá Real Sociedad. Seferovic skrifaði undir þriggja ára samn- ing við þýska liðið. Svisslend- ingurinn skoraði tvö mörk í 24 deildar leikjum á síðustu leiktíð. Með brotthvarfi Seferovic styrkist staða Alfreðs Finn- bogasonar sem var keyptur til spænska liðsins fyrr í sumar. Nú eru því aðeins þrír framherjar í leikmannahópi Sociedad, Alfreð, Carlos Vela og Diego Ifrán, en félagið er einnig nýbúið að selja Frakkann Antoine Griezmann til Spánarmeistara Atletico Madrid. Alfreð lék sinn fyrsta keppnis- leik með Sociedad í fyrradag, þegar liðið vann 2–0 sigur á Aber- deen frá Skotlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar. Alfreð, sem mun leika í treyju númer sjö í vetur, var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn fyrir Sociedad. - iþs Hagur Alfreðs vænkast FRUMRAUN Alfreð Finnbogason lék með Sociedad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Stjörnumenn voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta Evrópu- leiknum en þeir hafa nýtt fyrsta tækifærið sitt í Evrópuboltanum afar vel. Evrópuævintýrið í Garða- bænum í ár er þegar orðið sögu- legt en uppskera Stjörnumanna úr fyrstu fimm leikjum sínum í Evr- ópudeildinni er fjórir sigrar og ekki eitt einasta tap. Það er sama hvar er komið niður í sögu íslensku liðanna í Evrópu- keppninni því ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem Stjörnumenn eru með hælana hvað varðar árangur í fyrstu leikjum félagsins í Evrópukeppni. KR-ingar töpuðu sem dæmi fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum með markatölunni 5–20, Skaga- menn töpuðu fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og Valsmenn náðu ekki að vinna leik í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum frek- ar en KR, ÍA, Valur og Keflavík. Blikar stóðu fremst fyrir „innrás“ Stjörnumanna á listann en Breiða- blik vann tvo af fyrstu fimm Evr- ópuleikjum félagsins. Fylkismenn töpuðu reyndar aðeins tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en fögnuðu bara einum sigri. Stjörnumenn voru þegar búnir að bæta afrek Fylkismanna (frá 2001) og Þórsara (frá 2012) með því að komast áfram í tveimur fyrstu umferðum sínum í Evr- ópukeppninni en Grindvíkingar komust einnig áfram eftir sigra í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum þegar þeir tóku þátt í Inter- toto-keppninni sumarið 2001. Tveir 4–0 stórsigrar á velska lið- inu Bangor City voru frábær byrj- un hjá Stjörnuliðinu og drama- tískur endurkomusigur á skoska liðinu Motherwell og stór brotið sigurmark Atla Jóhannssonar voru einn af hápunktum íslenska fótboltasumarsins 2014. Stjörnu- menn eru hins vegar ekki hættir og 1–0 sigur á reynsluboltunum í Lech Poznan frá Póllandi er eitt af stærstu afrekunum í sögu íslenskra liða í Evrópukeppninni. Lech Poznan hefur verið fasta- gestur í Evrópukeppninni síðustu ár og fór alla leið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar 2010-11. Stjörnumenn verða þó að hafa var- ann á því pólska liðið hefur tapað á útivelli í síðustu tveimur umferð- um sínum í Evrópukeppni en svar- að því með sigri í heimaleiknum. Staðan er góð í hálfleik en það er mikið eftir enn. Seinni leikurinn fer fram í Pól- landi á fimmtudaginn í næstu viku og í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeild arinnar. Þar gæti beðið afar spennandi mótherji og möguleiki á að gera betur en FH-liðið sem var einu skrefi frá riðlakeppni Evrópu- deildarinnar fyrir ári. Hver endirinn verður á þessu Evrópuævintýri verður að koma í ljós en það breytir ekki því að Stjörnumenn eru búnir að skrifa sig með stæl í sögubækurnar og það er frekar ólíklegt að fyrstu leikir félaga verði nokkurn tímann eins glæsilegir og hjá Garðbæing- um í sumar. ooj@frettabladid.is Evrópu-stjarnan skín skærast Ekkert íslenskt félag hefur byrjað eins vel í Evrópukeppni og lið Stjörnunnar. Stjarnan fylgdi eft ir dramatískum endurkomusigri á skoska liðinu Motherwell með 1–0 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í fyrrakvöld. EFTIRMINNILEGT Sigurmark Atla Jóhannssonar á móti skoska liðinu Motherwell er ein eftirminnilegasta stund íslenska fótboltasumarsins 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Við getum sagt að það séu þrenn úrslit í sögunni sem eru betri,“ sagði Víðir Sigurðsson, blaðamaður og höf- undur bókaraðarinnar Íslenskrar knattspyrnu, við Guðjón Guðmundsson í íþróttafréttum Stöðvar 2 í gær um sigur Stjörnunnar á Lech Poznan. „Það eru tveir sigrar Valsmanna á frönsku liðunum Nantes og Monaco seint á síðustu öld og sigur Skagamanna á Feyenoord árið 1993. En þessi leikur kemur mjög fljótlega þar á eftir í hópi nokkurra annarra mjög góðra úrslita,“ sagði Víðir. Valur vann Nantes, 2–1, á Laugardalsvellinum 1985 og Monaco með ungan George Weah innanborðs, 1–0, þremur árum síðar. Feyenoord-sigur Skagans er grafinn í minni knattspyrnuáhugamanna þökk sé frábæru skallamarki Ólafs Þórðarsonar. „Þetta er algjört ævintýri,“ sagði Víðir um árangur Stjörnunnar í ár. Bara þrenn úrslit betri í Evrópukeppni VÍÐIR SIGURÐSSON GOLF Eitt skemmtilegasta golfmót ársins fer fram um helgina þegar Einvígið á Nesinu hefst. Um er að ræða góðgerðarmót og er að vanda tíu af bestu kylfingum landsins boðið að leika á mótinu sem að þessu sinnier til styrktar einhverfum börnum. Er þetta í sautjánda sinn sem mótið er haldið en ríkjandi meistari og ríkjandi Íslandsmeistari, Birgir Leifur Hafþórs- son, er ekki skráður til leiks. Það vantar þó ekki gæðin í hópinn sem keppir á Nesvellinum á mánudaginn. Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í holukeppni, Helga Kristín Einarsdóttir, Íslandsmeistari unglinga, og atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson sem sigraði Einvígið árið 2012. Klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik en klukkan 13.00 hefst svo einvígið(e. shoot-out). - kpt Sigrar Þórður Rafn Einvígið á ný? GOLF Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson var í gær dæmd- ur í sex mánaða keppnisbann vegna eiturlyfjaneyslu. Greind- ist Dustin með kókaín í blóðinu á dögunum en það er ekki í fyrsta sinn sem hann greinist með ólög- leg efni í blóðinu. Dustin hefur samkvæmt heim- ildum bandarísku golfsíðunnar Golf.com tvisvar verið gripinn með ólögleg efni í blóðinu. Greind- ist hann með maríjúana í blóðinu árið 2009 og kókaín árið 2012. Dustin, sem er einn högglengsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni, gaf frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að hann ætlaði að taka sér óvænt frí frá golfi næstu mán- uðina. Dustin hefur átt góðu gengi að fagna á PGA-mótaröðinni á þessu ári en heildarvinningar hans á þessu ári eru rúmlega 4,2 milljónir Bandaríkjadala. Var talið nokkuð víst að hann yrði hluti af Ryder-Cup liði Bandaríkjanna í ár en hann mun nú missa af mótinu sem þykir hápunktur golftímabilsins ásamt því að missa af PGA-meistara- mótinu sem fer fram í ágúst. - kpt Leyfi reyndist lyfj abann VANDRÆÐUM Dustin var settur í sex mánaða bann í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT FÓTBOLTI KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum á fimmtudagskvöldið með 5–2 sigri á ÍBV í Eyjum og héldu því áfram magnaðri framgöngu sinni í bikar- keppninni. Fram undan er fimmti bikarúrslitaleikur KR-liðsins á sjö árum og sá fjórði síðan Rúnar Kristinsson tók við liðinu á miðju sumri 2010. KR-ingar hafa nú unnið 29 af 32 bikarleikjum sínum síðustu sjö sumur eða yfir 90 prósent leikja sinna í bikarkeppninni á undan- förnum árum. Gott bikargengi KR-inga krist- allast kannski best í samanburði við aðalkeppinauta þeirra í FH sem hafa unnið 19 færri bikar- leiki en Vesturbæjarliðið frá og með árinu 2008. Rúnar Kristinsson tók við KR- liðinu um mitt sumar 2010 og stjórnaði því í 20. bikarleiknum í fyrradag. KR hefur unnið 18 af þessum 20 leikjum og markatalan er 50–17. Það er samt ekki eins og KR-liðið hafi verið svona heppið í bikardrættinum því sautján af þessum leikjum eru gegn félögum úr efstu deild og liðið hefur verið á útivelli í sjö síðustu leikjum sínum í átta liða úrslitum og undanúrslit- unum. Rúnar mætir með KR-liðið í fjórða sinn á fimm árum í bikar- úrslitaleikinn á móti Keflavík 16. ágúst næstkomandi en eftir skell í fyrsta bikarúrslitaleiknum (0–4 á móti FH 2010) hafa menn Rúnars fagnað sigri tvisvar (2011 á móti Þór og 2012 á móti Stjörnunni). - óój Með 90 prósenta sigurhlutfall í bikarnum KR-ingar eru komnir í fi mmta bikarúrslitaleik sinn í karlafótboltanum frá og með sumrinu 2008. 19 FLEIRI SIGRAR Baldur Sigurðsson og félagar í KR hafa unnið 19 fleiri bikarleiki en FH frá 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið vann fjórtán stiga sigur á Lúxemborg í æfingaleik í fyrrakvöld. Logi hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. Logi sker sig nefnilega úr á meðal þeirra tólf sem hafa komist í hundrað leikja klúbbinn en enginn þeirra hefur bæði verið stigahæstur og fagnað sigri í hundraðasta landsleiknum sínum. Logi varð fjórði leikmaðurinn sem nær því að verða stigahæstur í sínum hundraðasta landsleik en því náðu einnig þeir Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson. Þeir náðu því hins vegar allir í tapleik. Jón Sigurðsson varð fyrsti meðlimur klúbbsins í ársbyrjun 1982 en 23 stigin hans dugðu aðeins til að verða þriðji stigahæstur í 21 stigs sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Logi Gunnarsson er í fjórða sæti yfir flest stig í hundraðasta landsleiknum á eftir Vali Ingimundar- syni (24 stig – 14.5 maí 1989), Jóni Sigurðssyni (23 – 6. janúar 1982) og Teiti Örlygssyni (22 – 19. maí 1997) og aðeins Herbert Arnarson hefur sett niður fleiri þrista í slíkum tímamótaleik en Logi skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Logi hefur ekki skorað meira í landsleik síðan sumarið 2011 eða í síðustu tuttugu landsleikjum sínum og hafði aðeins skorað samtals 20 stig í síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Peters Öqvist. Logi fann sig hins vegar mjög vel í fyrsta leiknum undir stjórn Craigs Pedersen og vonandi verður framhald á því en Ísland mætir Lúxemborg aftur í æfingaleik í dag. - óój Söguleg tvenna Loga í hundraðasta landsleiknum LEIKUR NÚMER 101 Í DAG Logi Gunnarsson blómstraði í tímamóta- leiknum. Sigurhlutfall KR í bikarnum 2008–14 32-liða úrslit: 100% (7 sigrar í 7 leikjum) 16-liða úrslit: 100% (7 sigrar í 7 leikjum) 8-liða úrslit: 100% (7 sigrar í 7 leikjum) Undanúrslit: 71% (5 sigrar í 7 leikjum) Bikarúrslit: 75% (3 sigrar í 4 leikjum) Samtals: 91% (29 sigrar í 32 leikjum)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.