Fréttablaðið - 02.08.2014, Síða 54
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 42
„Ég er ekki búin að ná því að
þetta sé að verða að veruleika.
Mig er búið að dreyma um þetta
síðan ég var barn,“ segir tón-
listarkonan Unnur Eggerts-
dóttir, sem komst inn í leiklistar-
nám við The American Academy
of Dramatic Arts í New York.
„Ég ákvað fyrir um ári að hefja
leit að skólum og fann þrjá skóla
sem mig langaði í. Við tók langt
umsóknarferli.“ Unnur hélt til
New York í sumar í prufur hjá
öllum skólunum þar sem hún átti
að flytja einleiki og syngja. „Ég
hef starfað með hæfileikaríku
fólki hér heima og fékk fimm frá-
bæra leikstjóra til þess að gefa
mér nótur. Ég flaug með mömmu í
prufurnar en þetta var stressandi
ferli. Ég hugsaði með mér að ef ég
myndi klúðra þessu væri draum-
urinn úti.“
Áhyggjur Unnar reyndust
ástæðulausar því hún flaug inn í
alla skólana. „Þetta gekk allt vel
og skólarnir lofuðu að hafa sam-
band innan fjögurra vikna. Í einni
prufunni fékk ég að heyra að þeim
hefði litist svo vel á mig að ég
komst inn í skólann á staðnum.“
Unnur valdi The American Aca-
demy of Dramatic Arts, hefðbund-
inn leiklistarskóla. „Ég valdi hann
þar sem ég tel að ég þurfi mest á
því að halda að bæta mig í leiklist.
Ég hef verið að dansa og syngja
undanfarin ár og leiklistin hefur
orðið dálítið undir en samt alltaf
verið það sem mig langar mest að
læra. Ég finn mér dans- og söng-
kennara samhliða náminu svo ég
geti viðhaldið öllu saman.“
Unnur flytur út 12. september og
hlakkar til. „Þetta eru blendnar til-
finningar. Ég á eftir að sakna fjöl-
skyldunnar og vinanna en á sama
tíma hlakka ég til.“ Unnur segir
skólagjöldin há en að skólinn hafi
veitt henni háan styrk. „Ég fer svo
í það að selja eitthvað af fötunum
mínum. Ef það er einhver þarna úti
sem á sjúklega mikinn pening þá
má hafa samband,“ segir Unnur og
hlær. kristjana@frettabladid.is
Eltir æskudrauminn
og fl ytur til New York
Langþráður draumur tónlistar- og dagskrárgerðarkonunnar Unnar Eggertsdóttur
rættist þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum.
GETUR EKKI BEÐIÐ Unnur segist vera orðin ótrúlega spennt fyrir flutningunum,
enda mikið líf í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VONAST TIL AÐ KOMA
VONARSTRÆTI ÚT Í HEIM
Um 44.000 Íslendingar hafa þegar séð
Vonarstræti eftir Baldvin Z en á dögun-
um var samið um sölurétt á kvikmynd-
inni við virt, þýskt sölufyrirtæki, Films
Boutique. Aðrir viðskiptavinir sölufyrir-
tækisins eru leikstjórar á borð við Bela
Tarr og framleiðslufyrirtæki Angelinu
Jolie, en myndir á snærum
fyrirtækisins hafa
hlotið Óskarstilnefningar,
Silfurbjörninn, Gullljónið
og verðlaun á Sundance,
svo eitthvað sé nefnt.
Sýningar á myndinni
hefjast í Kan ada, Tékklandi,
Dan mörku, Svíþjóð, Finn-
landi og Nor egi á næsta
ári. - ósk
DRYKKJUMANNALAG
FLUTT Á EDRÚHÁTÍÐ
Leikarinn Þorsteinn Guðmundsson fór
með gamanmál og stjórnaði bingói á
Edrúhátíðinni á Laugalandi í Holtum
í gærkvöldi. Þar flutti hann lag um
drykkjumann sem þó endar vel, því
róninn nær sér á strik, fær
stinnan rass og vinnu í Nettó.
Þorsteinn er nokkuð litríkur
gítarleikari og samdi lagið
sjálfur. Hann hefur fengið
góð viðbrögð. „Ég flutti það í
Eyjum um daginn og
þar var fólk byrjað
að taka undir enda
þekkja Eyjamenn
drykkjumannalög
almennt vel,“ segir
Þorsteinn. - glp
„Við handskrif-
uðum bréf hvort
til annars sem
gerði okkur kleift
að tengjast vel. Við
hugsuðum um fólk
sem var í sundur
í marga mánuði,
jafnvel ár í senn.“
ANGELINA JOLIE
LEIKKONA UM FJAR-
VISTIR FRÁ EIGIN-
MANNINUM, BRAD PITT
Í einni prufunni
fékk ég að heyra að þeim
hefði litist svo vel á mig
að ég hefði komist inn í
skólann á staðnum.
„Ég fór fyrst á Þjóðhátíð árið
1986 og hef bara einu sinni misst
af Þjóðhátíð síðan þá en það var
árið 2008, enda hef ég heyrt að
sú Þjóðhátíð hafi verið afleit,“
segir hinn 43 ára gamli Mar-
teinn Sveinsson en hann er mikill
Þjóðhátíðarunnandi. Hann er þó
ekki úr Eyjum heldur er hann frá
Reykjavík. „Þetta er bara orðið að
hefð sem má ekki breyta.“
Hann man vel eftir hátíðinni
1986. „Þetta var stór Þjóðhátíð og
það voru um tólf þúsund manns
þarna, Stuðmenn og Geirmundur
héldu manni í góðu stuði,“ segir
Marteinn og hlær.
Þjóðhátíðin hefur breyst með
árunum og er til dæmis komið
nýtt og glæsilegt aðalsvið í Dal-
inn. „Þetta er allt mjög svipað en
hefur auðvitað stækkað undan-
farin ár. Mér þykir þetta nýja svið
mjög glæsilegt og er ánægður
með það,“ bætir Marteinn við.
Hann segir þó að minna beri á
áfengisdauðu fólki á seinni árum.
„Maður sér mun á fólkinu, fyrst
var fólk meira áfengisdautt, það
var víða sem fólk lá áfengisdautt
en gæslan hefur líka orðið betri
með árunum sem lagar svona
hluti,“ segir Marteinn.
Hann lætur lítið stoppa sig og
hefur ekki alltaf farið til Eyja í
fullkomnu standi. „Árið 1993, tíu
dögum fyrir Þjóðhátíð, lenti ég í
bílslysi en lét það ekki á mig fá.
Ég fór með 60 spor í hausnum og
þrjá hryggjarliði brotna en dreif
mig samt.“ Af þessum 29 skiptum
hefur hann bara tvisvar sinnum
verið í tjaldi. „Ég fer yfirleitt
með hjólhýsi eða sendibíl sem ég
set sófa eða rúm inn í.“ Marteinn
ætlar að sjálfsögðu ekki að láta
sig vanta í Herjólfsdal í ár.
gunnarleo@frettabladid.is
Missir ekki af
Þjóðhátíð ótilneyddur
Marteinn Sveinsson hefur farið 29 sinnum á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á síðustu 30 árum.
HJÓLHÝSIÐ KLÁRT Marteinn Sveinsson ásamt Maríu Dís Marteinsdóttur við hjól-
hýsið en þau eru á leið til Eyja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Inspiral.ly
MURE
Authenteq
ViralTrade
Boon Music
/S
ÍA
–
1
4
-
H
V
ÍT
A
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
1
6
5
4
Startup Reykjavík verkefnið er í fullum
gangi. Tíu sprotafyrirtæki þróa hug-
myndir sínar með aðstoð frá Arion banka
og Klak-Innovit.
Fylgstu með á www.startupreykjavik.com
og á Facebook.com/StartupReykjavik.
SPENNANDI HUGMYNDIR
VERÐA AÐ VERULEIKA
SÖNG MEÐ GLEÐI Í HJARTA
Kristjana Stefánsdóttir söngkona situr
ekki auðum höndum um verslunar-
mannahelgina. Fjörið hófst á fimmtu-
dag þegar hún skemmti í Neskaupstað.
Í dag djassar hún svo á Jómfrúnni. „Um
leið og ég er búin þar þá stekk ég upp í
næstu vél og skemmti á Þjóðhátíð með
Jónasi Sig og Ritvélunum. Ég á síðan
frí á sunnudaginn og fer á
Selfoss til að hitta glænýjan
frænda.“ Það er systurson-
ur hennar en hún frétti af
fæðingu hans rétt áður
en hún steig á svið á
fimmtudag. „Það var
fallegt að fara inn á
svið með þær fréttir.
Ég var með svo mikla
gleði í hjartanu.“ - nej