Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 16.08.2014, Qupperneq 18
16. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að hausti er að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta starfsár. Það frum- varp vekur alltaf mikla athygli enda segir það til um hvernig ríkisstjórnin ætlar að útdeila fjármagni þjóðarinnar. Undanfarið hefur farið fram umræða um að stofnanir ríkisins séu að keyra fram úr fjárlaga- heimildum og hafa heil- brigðisstofnanir verið nefndar í þeirri umræðu, þó eink- um Landspítalinn. Starfsemi sjúkrahúsa er þess eðlis að erfitt er að áætla nákvæmlega um kostnað þeirra. Hægt er að taka meðaltöl yfir fjölda sjúklinga og legu- tíma þeirra undanfarinna ára en slíkar forsendur geta orðið rangar á auga- bragði. Frávik frá áætlun- um sjúkrahúsa geta kost- að gríðarlega fjármuni. Sem dæmi má nefna auknar innlagnir á vökudeild Landspítalans. Í áætlunum er gert ráð fyrir 12-16 börnum en innlögð börn hafa verið yfir 20 meirihluta ársins. Það kostar sjúkrahúsið um 60 milljónir aukalega samkvæmt fréttaflutningi um málið. Ég held að við séum öll sammála um að slíkan kostnað teljum við ekki eftir okkur að greiða. Heilbrigðisstofnanir hafa lög- bundið hlutverk sem þeim ber að sinna. Þær taka á móti þeim sem þangað leita og gera það sem nauðsyn krefur til að koma þeim á fætur og þannig aftur út í þjóð- félagið eða bæta líðan þeirra sem ekki munu ná bata. Þær hafa ekki möguleika á að vísa skjólstæðing- um sínum annað og þá sérstaklega ekki Landspítalinn. Hann er oft og tíðum eina heilbrigðisstofnunin sem getur leyst ákveðin vandamál skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Ég veit af eigin raun að ekki er verið að fara illa með fé almenn- ings innan ríkisrekinna heilbrigð- isstofnana. Dregið hefur verið saman í rekstri þeirra svo um munar og getur hvaða heilbrigðis- starfsmaður sem er verið til vitnis um það. Heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur hafa unnið þrekvirki við að halda uppi gæðum þjónust- unnar þrátt fyrir minna fjármagn. Ég hvet ríkisstjórnina til að leggja áherslu á að efla heilbrigð- iskerfið líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum þegar fjár- lög næsta árs verða samin. Gera þarf raunhæf fjárlög sem gera stofnunum kleift að standast þann ramma sem um þær eru settar. Það vilja allir Íslendingar hafa aðgang að góðri, öflugri og öruggri heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda og ég tel það skyldu ríkisstjórnarinnar að tryggja að slík þjónusta sé í boði. Tryggjum öfl uga og örugga heilbrigðisþjónustu Í dag ganga sóknarbörn í Seljasókn að kjörborðinu. Í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár fara fram almennar prestkosningar í Reykja- vík. Aðdragandinn að þessum kosningum er sá að á vormánuðum fór um það bil helmingur sóknarbarna í Seljasókn fram á að þegar valinn yrði nýr sóknarprestur yrði það gert með þess- um hætti. Nú hefur því skap- ast stórkostlegt tækifæri, þar sem nýr sóknarprestur verður kjörinn af söfnuðinum. Ég hef boðið mig fram til þeirrar þjón- ustu og starfa. Ég hef starfað við Seljakirkju undanfarinn áratug, fyrst sem starfsmaður í æsku- lýðsstarfi en var svo vígður sem prestur til kirkjunnar árið 2007 og því mun þessi kirkja ávallt skipa sérstakan sess í huga mér. Á þessum tíma hef ég fengið að njóta þess að starfa með þessum góða söfnuði og ganga með fólki á stærstu gleðistundum lífsins sem og í gegnum dimma dali þegar sorg- ir og þrengingar steðja að. Jafnframt hef ég lagt mig fram, ásamt frá- bæru samstarfsfólki í kirkjunni, um að tryggja það að safnaðar starfið í Seljakirkju sé lifandi og kröftugt og þar finni fólkið sig velkomið. Við eigum að leitast við að bjóða upp á ólíka starfsþætti fyrir alla aldurshópa sem sam- einast í kirkjunni undir merkj- um Jesú Krists. Í þessum kosningum legg ég mitt starf undir og þess vegna bið ég um stuðning að fá að leiða starfið í Seljakirkju næstu árin. Í þessum kosningum sem öðrum skiptir hvert atkvæði máli og þess vegna vona ég að söfnuður- inn nýti þetta einstaka tækifæri, mæti á kjörstað og láti sig þetta mikilvæga málefni varða. Guð blessi ykkur öll. Prestkosningar í Seljasókn Afar ógeðfelld og óvægin umræða fór fram um mús- lima og byggingu mosku í aðdraganda borgarstjórn- arkosninganna í maí síðast- liðnum. Upphafið má rekja til umdeildra ummæla odd- vita Framsóknarflokks- ins. Umræðan sem fór af stað í kjölfarið var mun grófari í garð múslima en þekkst hefur. Ein af ástæð- unum er vafalítið sú að opinberar persónur – fram- bjóðendur til borgarstjórn- ar og áhrifafólk – gáfu umræðunni samfélagslegt sam- þykki með orðum sínum og gjörð- um. Það er í það minnsta niður- staða umfangsmikillar greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla sem Bjarn- ey Friðriksdóttir, doktorsnemi í Evrópulöggjöf, vann að frumkvæði mannréttindaráðs Reykjavíkur og var nýverið kynnt. Greininguna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Hótað lífláti Sá hluti úttektarinnar sem snýr að moskumálinu byggir á um tæplega 6.000 ummælum. Þar má finna ummæli sem gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt almennum hegningarlögum, t.a.m. var fyrrverandi formanni Félags múslima á Íslandi hótað lífláti. Á umræðuþráðum eru ummæli sem einkennast af nýrasisma, kynþátta- hyggju og þjóðernishyggju. Rauður þráður í þessum ummæl- um er að hættulegt sé að leyfa byggingu mosku, það muni leiða til þess að mús- limum fjölgi gríðarlega mikið og að þeir taki að lokum yfir landið. Í mörg- um tilfellum settu þátttak- endur inn slóðir á mynd- bönd sem ætlað er að sýna fram á slæmar afleiðingar þess að leyfa múslimum að búa á Íslandi og byggingu mosku. Samfélagslegt samþykki áhrifafólks Upphaf þessarar ógeðfelldu umræðu má rekja til ummæla oddvita Framsóknarflokksins, en framboð flokksins mældist ekki með mann inni í skoðanakönnun- um þegar þau féllu. Það breyttist skömmu eftir að umræðan hófst og skilaði að lokum tveimur sætum í borgarstjórn Reykjavíkur. Kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins, þar á meðal ráðherra jafnréttismála, tjáðu sig ekki um málið í langan tíma og leyfðu þannig umræðunni að grassera. Óstjórntækur flokkur Þögn forsætisráðherra og for- manns Framsóknarflokksins var æpandi. Þegar hann loksins tjáði sig um málið var innihaldið afar rýrt. Hann hafnaði ekki málflutn- ingi oddvitans og sagði þess í stað umræðuna hér á landi ekki nógu frjálslynda og að mjög fáir stjórn- málamenn þyrðu að ögra og vekja athygli á málum sem skipta máli. Skömm Framsóknarflokksins er mikil. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri og úrsagnir úr Framsóknarflokkn- um hefur flokksforystan og flokk- urinn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Réttast væri að Fram- sóknarflokkurinn bæðist formlega afsökunar. Framsóknarflokkurinn er ekki stjórntækur eins og málin standa og er í rauninni ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert athugasemdir við þetta útspil samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Fjölbreytt þjóðfélag Íslenskt þjóðfélag er fjölbreytt og því ber að fagna. Að mati mannrétt- indaráðs Reykjavíkur er mikilvægt að uppræta hinar ýmsu staðalmynd- ir m.a. þjóðerna og trúarbragða, líkt og fram kemur í bókun ráðs- ins í tilefni af útgáfu greiningar- innar. Til þess þarf að efla fræðslu og umræðu og temja sér virðingu gagnvart samborgurum sínum. Virðingarvert væri ef Framsókn- arflokkurinn gerði einmitt það og bæðist afsökunar á hlut sínum í moskumálinu. Framsókn hatursins Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraft- miklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evr- ópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjar- samgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimil- isvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn. Afl og orkunotkun Þegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn fram- leitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að tak- marka. Að kveikja á 2.200W ryk- sugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsileg- um virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þess- ar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stór- iðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við fram- leiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma. Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýj- asta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orku- kaupendur, þ.e. álver og ryksug- ur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurn- ar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að tak- marka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur risaraforkukerfis eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundi 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins og allir hinir áttu í blokk- inni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélag- ið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400 W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning. Stóra ryksugubannið HEILBRIGÐISMÁL Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga SAMFÉLAG Magnús Már Guðmundsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og situr í mannrétt- indaráði ➜ Þögn forsætisráðherra og formanns Framsóknar- fl okksins var æpandi. Þegar hann loksins tjáði sig um málið var innihaldið afar rýrt. ORKUMÁL Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs TRÚMÁL Ólafur Jóhann Borgþórsson prestur í Seljakirkju ÚTHLUTUN ÚR HÖNNUNAR SJÓÐI AURORU Í APRÍL 2014  FRESTUR TIL AÐ SKILA INN UM SÓKNUM RENNUR ÚT 15. FEBRÚAR HÖNNUNARSJÓÐUR Auroru hefur að mark miði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhags lega aðstoð Nánari upplýsingar um út hlutaða styrki og leið- beiningar vegna um sókna er að finna á www.honnunarsjodur.is Umsóknir og fyrir spurnir sendist á info@honnunarsjodur. isHönnunarsjóður Auroru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.