Fréttablaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 2
3. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 HAFNARFJÖRÐUR Kostnaður vegna skemmdarverka sem unnin hafa verið á atvinnuhúsnæði við Tjarn- arvelli í Hafnarfirði nemur um tíu milljónum króna. Bæjaryfir- völd hóta dagsektum vegna slæmr- ar umgengni við húsið sem staðið hefur autt síðan 2008. „Bærinn sendi forráðamönn- um hússins bréf um síðustu ára- mót þar sem vakin var athygli á slæmri umgengni við húsið og farið var fram á úrbætur. Það hefur ekki verið brugðist við bréf- inu og því verða næstu skref fólg- in í dagsektum á eiganda hússins,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, for- maður skipulags- og byggingar- ráðs Hafnarfjarðarbæjar. Húsið var byggt árið 2008 og stendur við götuna Tjarnarvelli. Það er í eigu Skjaldborgar kröfu- hafafélags 3 ehf. sem samanstend- ur af kröfuhöfum sem eiga veð í fasteigninni. Á meðal þeirra eru Hömlur, dótturfélag Landsbank- ans, og Hlutdeild, vinnudeilusjóð- ur Samtaka atvinnulífsins. „Það hafa borist nokkur kaup- tilboð á tímabilinu sem hafa ekki gengið eftir og það hefur ekki verið ráðist í umbætur á lóðinni á meðan þau hafa verið í skoð- un,“ segir Brynja Hjálmtýsdóttir, stjórnarformaður Skjaldborgar. Hún segir rúður og klæðningu hússins ítrekað hafa verið brotin og segir kostnað vegna skemmd- anna nema um tíu milljónum króna. „Við hörmum þessi skemmdar- verk og okkur finnst með ólíkind- um hvernig gengið hefur verið um húsið og annað autt atvinnuhús- næði í bænum. En það hafa borist ný kauptilboð og það verður tekin afstaða til þeirra á hluthafafundi síðar í vikunni,“ segir Brynja. Ólafur Ingi segist vona að nið- urstaða fáist í málið sem fyrst. Hann segir önnur úrræði einn- ig í skoðun sem geti komið í veg fyrir slæma umgengni fyrirtækja í bænum. „Við erum í hreinsunarátaki og ætlum að fara lengra með það en áður með því að nýta okkur þær heimildir sem við höfum til að sækja rusl á kostnað eigenda ef þeir sjá ekki sóma sinn í því að hafa snyrtilegt í kringum sig,“ segir Ólafur. haraldur@frettabladid.is Brutu flísar og rúður fyrir um tíu milljónir Skemmdarverk sem unnin hafa verið á atvinnuhúsnæði við Tjarnarvelli í Hafnar- firði nema um tíu milljónum króna. Bæjaryfirvöld krefjast þess að eigandinn bæti umgengni á lóðinni og hóta dagsektum. Byggt árið 2008 en hefur staðið autt síðan. VIÐ TJARNARVELLI Húsið er 4.000 fermetrar að stærð og var í sumar auglýst til sölu fyrir um 300 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Bærinn sendi forráða- mönnum hússins bréf um síðustu áramót þar sem vakin var athygli á slæmri umgengni við húsið og farið var fram á úrbætur. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðarbæjar Erlendur ferðamaður á þrítugs- aldri var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dögunum, en hann hafði ætlað sér að koma með fíkniefni í gegnum landið. Efnin hafði hann falið í gúmmí- hanska í farangri sínum. Tollverðir stöðvuðu hann í grænu hliði og fundu efnin við hefðbundna leit. Maðurinn, sem fæddur er 1985, var að koma frá Berlín, þegar för hans var stöðvuð. - hó Með dóp í Leifsstöð: Faldi dópið í gúmmíhanska Birna, má segja að þú hafir hlaupið á þig? „Já, ég hljóp allavega ekki í spik.“ Birna Varðardóttir var alvarlega veik af átröskun vegna íþrótta. Hún hefur gefið út bók þar sem hún lýsir baráttu sinni við íþróttaátröskun. SAMFÉLAG Hrúta vina fé lag ið Örvar er nú á ferð um landið sem lýkur með Hrúta deg in um mikla á Raufar höfn á laugardag. Forystukindin Gor bat sjoff, sem var í eigu Guðna Ágústssonar, leiðir hópinn, en nafni fyrrverandi leiðtoga Sov ét ríkj anna kemur til með að setjast að á Rauf- arhöfn. „Það eru blendnar tilfinningar að láta hann, Gorbi hefur verið frábær forystukind,“ segir Guðni um hrútinn sinn. Ant on Vasiliev, ný skipaður sendi herra Rúss lands, heilsaði upp á hrúta vin ina í Reykjavík í morgun og var mjög hrifinn af Gorba. „Gorbi hefur aukið virðingu og vinskap á milli þjóðanna,“ segir Guðni og útilokar ekki að meðlimir hrútavinafélagsins fái sér hrútahúðflúr að ferðinni lokinni. - glp For ystukindin Gor bat sjoff leiðir Hrútavini á ferð um landið: Hrútur eykur virðingu milli þjóða FJÖLMIÐLAR „Það liggja ekki fyrir ákvarðanir um uppsagnir að svo stöddu. Það er hins vegar óvissu- þáttur í þessu sem er niðurstað- an á fjárlögum. Það er einn lykil- þáttur í rekstri félagsins hvernig útvarpsgjaldinu er stillt upp. Það er núna til skoðunar,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, formað- ur stjórnar RÚV, aðspurður hvort fyrirhugaðar séu uppsagnir á starfsfólki til að bregðast við fjár- hagsvanda félagsins. Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuld- sett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti þeirra vegna lífeyrissjóðsskuld- bindinga félagsins. Ingvi Hrafn segir ekki hægt að ætla annað en að hægt verði að borga skuldina að fresti liðnum. „Félagið er auðvitað gjaldfært, það er engin spurning um það. Við erum með samkomulag við kröfuhafa.“ Fram undan er þó áframhald- andi aðhald í rekstri, auk þess sem unnið er að sölu eigna RÚV, meðal annars lóða og fasteigna. Ingvi Hrafn segir að ef fyrir- ætlanir um að lækka útvarps- gjaldið verulega miðað við það sem verið hefur verði að veru- leika, þurfi að endurskoða lög- bundin verkefni RÚV. „Hlutverk RÚV er skilgreint mjög rækilega í lögum og ef menn ætla að skera niður þjónustutekjurnar er eðli- legt að þeir ákveði í leiðinni hvaða þjónustu á að fella niður.“ - hó Þarf að endurskoða lögbundna þjónustu RÚV ef til niðurskurðar kemur: Útvarpsgjaldið er óvissuþáttur UMFERÐ Borgarráð samþykkti í gær að hækka sektir vegna stöðu- brota ökumanna sem leggja bif- reiðum ólöglega úr fimm þúsund krónum í tíu þúsund. Sektir fyrir að leggja í bílastæði fyrir hreyfi- hamlaða hækka einnig úr tíu þús- und krónum í tuttugu þúsund. Tillaga um hækkunina kom frá bílastæðanefnd borgarinnar sem telur að með henni verði hægt að fækka stöðubrotum. Í tillögu nefndarinnar segir að gjaldið hafi síðast verið hækkað árið 2010 og að þá hafi dregið úr brot- um fyrsta árið. Innanríkisráð- herra þarf að staðfesta ákvörðun borgarráðs. - hg Vill fækka stöðubrotum: Sektirnar verði tvöfalt hærri HRÚTAVINAFÉLAGIÐ Á meðal þeirra sem eru í ferðalagi með Guðna eru sendi- herra Rússlands og hrúturinn Gorbatsjoff. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FJÁRMÁLARÁÐHERRA Bjarni Bene- diktsson segir skýrar reglur þurfa að gilda um kaup á leynigögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKATTUR Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra segir erindið frá skattrannsóknarstjóra um kaup á gögnum um Íslendinga sem á einn eða annan hátt tengjast skattaskjól- um vera til vandlegrar skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Erindið sendi skattrannsóknarstjóri eftir að hafa farið yfir sýnishorn af gögnum sem send voru embættinu. „Verið er að kanna hvort fyrir hendi séu lagaheimildir til að afla gagna með þessum hætti og að hvaða marki það kann að þurfa lagabreytingar til, því um þessi mál þurfa að gilda skýrar reglur,“ segir í skriflegu svari Bjarna til Frétta- blaðsins. Hann segir aðalatriðið vera að koma í veg fyrir skattsvik. „Til að uppræta slík brot eiga stjórnvöld að beita öllum þeim lögmætum úrræð- um sem virka. Í þeim efnum skiptir líka máli að hafa almennar og skýr- ar skattareglur. Það fækkar hvötum til undanskots, gerir skattaeftirlit árangursríkara og saksókn í brotum sem upp komast markvissari.“ - ibs Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvort hægt sé að kaupa leynigögn: Lagaheimild til kaupa könnuð Það liggja ekki fyrir ákvarð- anir um uppsagnir að svo stöddu. Það er hins vegar óvissuþáttur í þessu sem er niðurstaðan á fjárlögum. Það er einn lykil- þáttur í rekstri félagsins hvernig útvarpsgjaldinu er stillt upp. Það er núna til skoðunar Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV LÖGREGLUMÁL Töluvert bar á því í gærkvöldi að fólk fengi SMS smá- skilaboð þar sem stóð: ,,Hringdu i mig vinsamlegast“ og voru slík skilaboð tilkynnt til lögreglunn- ar í sumum tilfellum. Lögreglan á Akureyri greindi frá því á vef sínum að þau skilaboð sem vitað væri um kæmu frá útlöndum og væru með landsnúmerinu 245, sem er Gínea Bissá. Lögreglan segist telja að brögð séu í tafli og hvetur fólk til að hunsa þessi skilaboð. Hugsan- lega sé verið að blekkja fólk til að hringja í númer í uppsprengdum gjaldflokki. - jhh Lögreglan varar við SMS: Skilaboð bárust frá Gíneu Bissá SPURNING DAGSINS ONTOUR DE LUXE EXCELLENT PRESTIGE PREMIUM LANDHAUS Hobbý hjólhýsi - Stór sparnaður Kauptu beint frá Evrópu – við aðstoðum þig NÚ ER RÉ TTI TÍ MI NN Allar fyrirspurnir sendist á kriben@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.