Fréttablaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 8
3. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 BANDARÍKIN, AP Líberísk yfirvöld hafa í hyggju að sækja Thomas Eric Duncan til saka fyrir að hafa logið þegar hann fyllti út spurn- ingarlista sem honum var gert að fylla út áður en hann yfirgaf Líberu. Duncan varð fyrstur til að greinast með ebólusýkingu í Bandaríkjunum og talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann til Dallas í Texas þar sem hann ætl- aði að heimsækja fjölskyldu sína, þurfti hann að fylla út skjal sem fullt var af spurningum tengd- um venjum hans og heilbrigði yfir þann tíma sem hann dvaldi í landinu. Í því var meðal annars spurt um hvort hann hefði verið í nálægð við ebólusmitaðan ein- stakling eða snert líkama ein- staklings sem hefði látist úr þess- um mannskæða sjúkdómi. Duncan svaraði þessari spurn- ingu neitandi og setja yfirvöld spurningarmerki við trúverðug- leika svarsins. Greint var frá mögulegri ákæru á hendur Duncans á viku- legum fundi sem haldinn er í höfuð borg Líberíu, Monróvíu, til að upplýsa stöðu mála í barátt- unni við ebólusýkinguna. Isaac Jackson, aðstoðarupplýs- ingamálaráðherra Líberíu, full- yrti á fundinum að Duncan yrði ákærður fyrir að ljúga eiðsvar- inn. Talið er að Duncan, sem starfar sem bílstjóri í Líberíu, hafi smit- ast þegar hann hjálpaði veikri barnshafandi konu inn í leigubíl fyrir skömmu. Duncan lenti í Dallas þann 20. september síðastliðinn og heim- sótti þá fjölskyldu sína en veiktist svo nokkrum dögum síðar. Hann sótti sér læknisaðstoð í kjölfarið en var sendur aftur heim, þrátt fyrir að hafa sagst vera að koma frá Vestur-Afríku, þar sem sjúk- dómurinn er einmitt hvað verstur. Það var þó ekki nema nokkrum dögum síðar sem Duncan leitaði læknis á ný og hafði heilsu hans hrakað mikið. Sú ákvörðun heilbrigðisyfir- valda í Texas að leyfa Duncan að fara heim í millitíðinni gæti hafa stofnað heilsu fjölda fólks í hættu. Í dag liggur Duncan hins vegar í einangrun á spítala og er heilsa hans mjög slæm. Heilbrigðisyfir- völd í Texas hafa haft eftirlit með hátt í hundrað manns sem hafa átt í samskiptum við Duncan að undanförnu. Fjórum ættingjum Duncans hefur verið skipað að halda sig heima og þá er talið að á milli tólf og átján manns hafi verið í snertingu við Duncan. Afar vel er fylgst með þessu fólki til að ganga úr skugga um mögu- legt smit. gunnarleo@frettabladid.is Ákærður vegna ebólunnar Thomas Eric Duncan er fyrsti maðurinn sem greinist með ebólusýkingu í Bandaríkjunum. Talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Hann er sagður hafa logið þegar hann fyllti út spurningalista áður en hann fór úr landi. MÖGULEG ÁKÆRA Thomas Eric Duncan á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa logið eið- svarinn. NORDICPHOTOS/AFP Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Í dag eru smit- tilfellin komin yfir 7.000. Í Vestur-Afríku hafa yfir 3.300 manns látist úr þessum mann- skæða sjúkdómi. Flest dauðsföllin hafa þó orðið í Líberíu en þar hafa um 2.000 manns látið lífið. ➜ Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku BRETLAND Lögmenn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar eiginkonu hans hafa beðið ljósmyndara nokkurn um að hætta að áreita Georg prins, son þeirra. Í yfir- lýsingu frá talsmönnum hjónanna segir að þau hafi þurft að grípa til aðgerða eftir að maðurinn sást nærri barninu, sem er fjórtán mánaða, í skemmtigarði í mið- borg Lundúna. Í yfirlýsingunni segir að hjónin ætli ekki að höfða mál gegn ljós- myndaranum, en muni hugs- anlega gera það í framtíðinni. Lögmenn ljósmyndarans, Niraj Tanna, segja hann ekki hafa gert neitt rangt og hann muni halda áfram að vinna sína vinnu. - jhh Vilhjálmur og Katrín ósátt: Hóta málsókn vegna áreitni FÓLK Framkvæmdastjórn Söngva- keppninnar 2015 sem haldin verður á RÚV hefur ákveðið að hætta við að setja kynjakvóta á þátttakendur. „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmda- stjórn Söngvakeppninnar. „Öll lög verða áfram dæmd í „blindu laga- vali“, þ.e. valnefnd fær aðeins dul- nefni höfunda í hendur og veit því ekki deili á höfundum innsendra laga.“ Framkvæmdastjórn Söngva- keppninnar muni eftir sem áður einsetja sér að leita leiða til að tryggja sem jöfnust kynjahlutföll. - aí Söngvakeppni ekki breytt: Hætta við kynjakvótann E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 0 4 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.