Fréttablaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 54
3. október 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 Við fögnum því bara að fá svona mikil viðbrögð. Það er ekki á okkar ábyrgð að stýra því hvað móðgar fólk, en sumir taka þetta til sín. Það er þeirra skoðun og að sjálfsögðu virðum við hana, Hörður Ágústsson, eigandi Macland á Íslandi „Það eru hundar en líka apar af því að þegar ég var yngri horfðum við vinkona mín mikið á mynd sem heitir Dunston Checks In og okkur dreymdi um að eiga apa eins og hann sem vin.“ Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta og við- skiptafræðinemi. UPPÁHALDSDÝRIÐ „Ég reyni að rífast ekki of mikið við Mána en það gengur erfið- lega,“ segir Anna Tara Andrés- dóttir, útvarpskona, sem tekur sæti Frosta Logasonar í hinum vin- sæla útvarpsþætti Harma geddon á X-inu alla virka morgna. Frosti er um þessar mundir á Indlandi, en hann lagði upp í heimsreisu um síð- ustu helgi. „Frosti hefur ekki gert sér grein fyrir mistökunum sem fólust í því að ráða mig því það mun ekki bíða hans neitt starf þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ segir hún jafn- framt. Aðspurð hvort hún ætli sér að vera harðari við viðmælendur en Frosti svarar hún: „Ég veit ekki hvort það er hægt og ég stefni svo sem ekki á að vera eins og hann því maður er alltaf bestur í að vera maður sjálfur.“ Viðmælendur og umræðuefni þáttarins er allt milli himins og jarðar. „Nú þegar höfum við rætt kynlíf fatlaðra, frelsi kvenna til að haga sínu kynlífi eins og þær vilja, fjölástir, BDSM, vaxtarrækt kvenna, ADHD, martínusarheim- speki, intersex og fleira og munum halda áfram á svipuðum nótum. Sumir geta varla sofið á nóttunni út af áhyggjum af þættinum,“ segir Anna Tara. „Hins vegar gengur stundum erfiðlega að fá fólk í þátt- inn því þeir hafa skapað sér ákveð- ið orðspor. Hvort kvenlegur blær muni breyta þættinum veit ég ekki enn,“ segir hún að lokum. - ósk Mun bola Frosta úr Harmageddon Anna Tara, Reykjavíkurdóttir og annar stjórnenda útvarpsþáttarins Kynlegra kvista, tekur við af Frosta í Harmageddon á meðan á heimsreisu hans stendur. SEGIR FROSTA HAFA GERT MISTÖK Anna Tara segir enga vinnu bíða Frosta þegar hann kemur til baka úr heims- reisunni. Íslenska óperan frumsýnir óper- una Don Carlo eftir Verdi í októ- ber en hún hefur aldrei verið færð á svið á landinu áður. Í sýn- ingunni er óvenju fjölmennur kór eða 39 manns. Meðal karl- söngvaranna í kórnum er ungur ítalskur söngvari að nafni Aless- andro Cernuzzi en svo skemmti- lega vill til að hann er einmitt með stórt húðflúr á bakinu af einni aríunni í óperunni. „Þetta er millipartur aríunn- ar sem Filippo Spánarkonungur syngur,“ segir Alessandro, sem fékk sér húðflúrið fyrir fimm árum þegar hann var nemandi við Söngskóla Reykjavíkur. „Mér finnst þetta svo falleg tónlist að ég ákvað að fá mér húðflúr af þessari aríu,“ segir Alessandro en eftir að hafa lært í söngskólanum lærði hann undir handleiðslu Kristjáns Jóhanns- sonar óperusöngvara. Alessandro lærir nú söng til BA-náms við LHÍ en hann hefur búið á land- inu í nokkur ár. „Mér finnst það rosa fyndið að fyrsta reynslan af því að syngja á alvöru óperutónleikunum sé fyrir Don Carlo þar sem ég er með þetta húðflúr,“ segir Alessandro. „Þetta er bara frábær reynsla og ég er mjög heppinn að syngja hér í Íslensku óperunni. Ég er að vinna með frábærum tónlistar- mönnum þannig að ég er mjög stoltur og þakklátur.“ thorduringi@frettabladid.is Með húðfl úr af aríunni Óperan Don Carlo verður frumsýnd í október. FLÚRAÐUR SÖNGVARI Alessandro lærði undir handleiðslu Kristjáns Jóhannssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mér finnst þetta svo falleg tónlist að ég ákvað að fá mér húðflúr af þessari aríu. Alessandro Cernuzzi, ítalskur söngvari „Viðbrögðin komu okkur ekkert á óvart, við höfum alltaf dansað svolítið á línunni varðandi auglýsingarnar okkar, en erum að okkar mati ekki ruddalegir,“ segir Hörður Ágústs- son, eigandi Maclands á Íslandi. „Hins vegar er það aldrei ætlunin að móðga eða særa neinn,“ segir Hörður. Auglýsing Maclands, gerð af Hugleik Dagssyni, sýnir nakinn mann sem stendur við rúm og Apple tölvuna hans sem liggur í rúminu. Hann tilkynnir konunni sinni, sem kemur að honum með tölv- unni, að hann elski Apple-tölvuna sína svo mikið, að hann ætli að hlaupast á brott með henni og þau ætli að gifta sig í Vegas. Fyrir ofan myndina stendur Passionate about Apple eða hef- urðu ástríðu fyrir Apple? Auglýsingin hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á erlendum fréttaveitum og bloggsíðum, en þar er hún sögð bæði ógeðfelld og óviðeigandi. „Við fögnum því bara að fá svona mikil viðbrögð. Það er ekki á okkar ábyrgð að stýra því hvað móðgar fólk, en sumir taka þetta til sín. Það er þeirra skoðun og að sjálfsögðu virðum við hana,“ segir Hörður. Hann segir að Apple hafi ekki komið með athugasemdir varðandi auglýsinguna, enda séu þeir bara heildsala fyrir merkið. „Hins vegar hafa þeir starfsmenn Apple, sem hafa heimsótt búðina okkar, misst andlitið á góðan hátt og þeim finnst þetta bara frábært,“ bætir Hörður við. Hugleikur Dagsson, listamaður og teiknari auglýsingarinnar, kippti sér ekki mikið upp við neikvæðar athugasemdir, enda segist hann vera vanur slíkum ummælum. „Í fyrsta lagi þykir mér það bara mikið gleðiefni að auglýs- ingin sé að fá þessa athygli, langflestir virð- ast sjá að þetta er bara húmor,“ segir hann. „Í öðru lagi þá má hann hafa sínar skoðanir, þetta er bara góð olía á djók-umræðu eldinn,“ segir Hugleikur. „Ég hef oft verið beðinn um að gera auglýsingar fyrir önnur fyr- irtæki en þeim hefur alltaf verið hafn- að vegna þess að fólki finnst þær ekki viðeigandi. Macland hefur hins vegar tekið öllu, sem ég hef gert, fagnandi og þetta er bara dæmi um að það að fá mig til að gera auglýsing- arnar var rétt ákvörðun.“ adda@frettabladid.is Þarf að vera með smá dónaskap í þessum bransa Auglýsing frá Maclandi vekur athygli erlendis. Hugleikur Dagsson höfundur auglýsingarinnar segist hafa fengið verri viðbrögð. UMDEILD Hér má sjá auglýsinguna frá Maclandi. Ath. án texta! ómissan di! ólýsanleg! ótrúleg! RIFF HÁTÍÐINNI LÝKUR Á SUNNUDAGINN Við viljum þakka öllum gestum okkar og samstarfsaðilum fyrir frábærar viðtökur. sjáums t á næst a ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.