Fréttablaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 12
3. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 ari hafi verið bendlaður við ólög- legar hlustanir á símtöl sakborn- inga og verjenda, bæði hefur það verið staðfest af dómstólum sem og að lögmenn sakborninga hafi hlust- að á slíkar upptökur. „Það liggur fyrir að það var pott- ur brotinn í verklaginu við sím- hlustanir hjá sérstökum. En þeir eru hættir að hlusta núna, það voru að mig minnir bara tvær hlustanir hjá þeim í fyrra og svo ekkert í ár. Þetta er bara búið þar. En þetta er auðvitað áhyggjuefni og ég skil vel að verjendur séu súrir.“ Hægt að leysa þetta Sigríður segist vera öll af vilja gerð til að bregðast við þessu og finna verklag sem tryggir rétta fram- kvæmd. Slíkt geti verið tæknilegar lausnir þannig að ákveðin símanúmer sem skráð eru á verjendur sakborninga séu sérstaklega merkt. Það standi hins vegar á símafélögunum að veita slíkar upplýsingar strax og símtöl eru tekin upp. „Það er örugglega hægt að leysa þetta. Þeir hjá Ríkislögreglustjóra eru búnir að hanna mjög gott kerfi í kringum þetta, þeir sjálfir vilja náttúrulega hafa gott eftirlit þann- ig að ekki sé verið að væna þá um að standa sig ekki. Og það er verið að vinna í þessu. Meðal annars hefur innra eftirlitið bent á atriði sem hægt er að laga, til dæmis varðandi eyðingu gagna þannig að þetta verði meira innbyggt í kerfið.“ Sigríður segir að þrátt fyrir að símtöl verjenda við sakborninga hafi verið vistuð hjá Sérstökum sak- sóknara þýði það ekki að slík samtöl hafi verið hleruð eða notuð við rann- sókn mála. „Það að lögmennirnir fengu aðgang að þessum hljóðskrám hjá embættinu og það eru þeir sem finna þetta sýnir að ef embætt- ið hefði ætlað sér að gera eitthvað með þetta eða reyna að fela þetta þá hefðu þeir verið búnir að kippa þessu út. Þetta var bara algjört klúður,“ segir Sigríður og bætir við að mikilvægt sé að laga tæknilega galla og finna réttar útfærslur á kerfinu. „Þetta er gríðarlega mikið inn- grip að vera að hlusta á samtöl fólks. Þetta verður að vera allt á hreinu.“ Málsmeðferðartími að lengjast Sigríður hefur verið ríkissaksókn- ari í rúm þrjú ár eða frá því í apríl árið 2011. Áður var hún vararíkis- saksóknari og tók við af Valtý Sig- urðssyni. Hjá embættinu starfa með Sigríði tólf ákærendur, auk skrif- stofustjóra og fjögurra ritara. Sigríður segir álagið mikið, raun- ar alltof mikið. „Maður hefur náttúrulega verið með í maganum yfir því að máls- meðferðartíminn er að lengjast. Er andvaka yfir því. En hvernig eigum við að geta sinnt þessu öllu?“ spyr Sigríður og bendir á tölfræði yfir málafjöldann sem embættið þarf að fást við. Þannig hafa 438 sakamál borist til meðferðar við embættið í ár, í fyrra voru þau alls 555 sem er met og stefnir í nýtt met í ár. Í ár hafa verið afgreidd 400 mál, 230 eru óaf- greidd og þar af 21 sem barst árið 2013. Kærðum ákvörðunum lög- reglustjóra fjölgar stöðugt, eru á þessu ári orðnar 174 en voru 166 í fyrra. Þá sinnir embættið ýmsum öðrum málaflokkum þó að dóms- málin séu ávallt í forgangi. „Það er náttúrulega niðurskurð- ur hér hjá okkur og við getum ekki sparað í neinu nema manna- haldi – það er ekki eins við séum að spreða neitt hérna og þetta er mikið áhyggjuefni.“ Embættið fékk viðbótarfjár- veitingu í fyrra vegna átaks gegn kynferðisbrotum gegn börnum. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarpi verður ekki framhald á því. „Dómsmálin verða alltaf í for- gangi hjá okkur sem þýðir að við getum minna verið að sinna eftir- liti. En það má nú samt ekki gleyma að hluti af okkar eftirliti felst í því að við fáum málin frá lögreglustjór- unum, við gerum oft athugasemdir og sendum mál til baka. Síðan lesa ákærendur hérna yfir alla dóma, viðurlagaákvarðanir og sektargerð- ir, sem eru um 1.500 mál á ári. En þegar mikið er að gera getur auð- vitað eitthvað sloppið í gegnum nál- araugað. En við bara reynum alltaf að gera okkar besta.“ Geta ekki hlaupið hraðar En getur embætti Ríkissaksóknara sinnt öllum sínum lögbundnu skyld- um eins og best verður á kosið með því fjármagni sem því er úthlutað? „Nei. Það finnst mér ekki. Ég hugsa að ég þyrfti tvo starfsmenn til viðbótar, þá værum við betur sett. Málatölurnar eru aðeins að batna, en mál hafa alveg orðið skrambi gömul hérna. Sumir ákær- endur eru til dæmis með mikið af kynferðisbrotamálum, ef þau eru með þannig umdæmi eins og til dæmis höfuðborgarsvæðið. Það er langmest vinna í þeim. Málin fara svo í röðina og geta dregist og það er hreint út sagt agalegt að fara í dóm með mál sem eru orðin mörg hundruð daga gömul. Það er bara ekki boðlegt. Við erum öll með- vituð um þetta en við bara getum ekki hlaupið hraðar. En ég held við séum bara að standa okkur nokk- uð vel miðað við málafjöldann og allt klárast þetta náttúrulega að lokum en tekur heldur langan tíma. Þetta er bara spurning um réttaröryggið; að málin skemmist ekki og það má ekki gleyma öllu þessu fólki sem þarf að bíða eftir of hægri afgreiðslu,“ segir Sigríður að lokum. Maður hefur náttúrulega verið með í maganum yfir því að málsmeðferðartíminn er að lengjast. Er andvaka yfir því. En hvernig eigum við að geta sinnt þessu öllu? METFJÖLDI Í fyrra bárust Ríkissaksóknara 555 mál sem er met. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR OPIÐ MÁN-FÖS 10-18 | LAU 11-15 | ÁRMÚLI 40 | S: 517 4600 | WWW.MARKID.IS FJALLAHJÓL - DÖMUHJÓL - GÖTUHJÓL - BARNAHJÓL - FATNAÐUR - HJÁLMAR O.FL. SÍÐUSTU DAGARNIR 20-30% AF ÖLLUM HJÓLUM 20% AF ÖLLUM ÖÐRUMVÖRUM ÚTSÖLULOK 8. OKT Allir sem kaupa hjól í Markinu fá aðild að þjónustusamningi í 6-12 mán. Mikið úrval Innifalið í þjónustusamningi: Almenn yfirferð á hjólinu, stilling á gírum og bremsum í 6-12 mánuði 10% afsláttur af vinnu á verkstæði og hjólavörum Hámark 2 virkir dagar biðtími á verkstæði 20% afsláttur af hjálmi FRÍ HEIMSENDING Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.