Fréttablaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 20
3. október 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT
Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka,
DÓRA ÁSTVALDSDÓTTIR (STELLA)
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þann 1. október.
Sólveig Ástvaldsdóttir
Jóhannes Ástvaldsson Ásta G. Thorarensen
Ásta Ástvaldsdóttir Gunnar Guðmannsson
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Orustustöðum,
til heimilis að Álfhólsvegi 23, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 25. september á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 8. október
kl. 15.00. Starfsfólki Sunnuhlíðar færum við bestu þakkir fyrir
góða umönnun.
Ingunn Erla Ásgeirsdóttir
Óskar Kristinn Ásgeirsson
Ágústa Pála Ásgeirsdóttir
Einar Þór Ásgeirsson
tengdabörn og fjölskyldur.
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
önnumst við alla þætti þjónustunnar
Þegar andlát ber
að höndum
Með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Reynsla – Umhyggja – Traust
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GYÐA GUÐJÓNSDÓTTIR
Goðheimum 1,
Reykjavík,
sem lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar-
heimilinu Eir þriðjudaginn 23. september,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 8. október kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Minningarsjóð Þórsteins Bjarnasonar, sem styrkir
sjónskerta til framhaldsnáms, reikningsnr. 0111-26-5712,
kt. 571292-3199, skýring: Þórsteinssjóður.
Valgerður Franklínsdóttir Hrafnkell Eiríksson
Svanfríður Franklínsdóttir Guðni Axelsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma, systir og frænka,
GUÐRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR
dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar
þann 30. september.
Einar Pálmi Árnason Yevgeniya Árnason
Árni Einarsson Erla Rós Ásmundsdóttir
Ásgeir Einarsson Harpa Tanja Unnsteinsdóttir
Harpa Björk Einarsdóttir
Viktoriya Solovyova
Kristjana Tryggvadóttir
Valgerður Hjördís Bjarnadóttir
og langömmubörn.
Elskulegur unnusti, sonur,
faðir, tengdafaðir og afi,
GÍSLI ÖGMUNDSSON
rafvirkjameistari,
lést mánudaginn 29. september.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju
miðvikudaginn 8. október kl. 13.00. Blóm
og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á björgunarsveitina Mannbjörg í Þorlákshöfn,
kt. 460387-2569, reikningsnúmer 0150-26-3757.
Sigurbjörg Óskarsdóttir
Hrefna Gísladóttir
Jón K. Arnarson Elín S. Sævarsdóttir
Ögmundur Gíslason
Rósa Hrefna Gísladóttir Hlynur Tulinius
Gísli Freyr Gíslason Sigrún Gilsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN BERGSDÓTTIR
Kjarnagötu 12, Akureyri,
lést á heimili sínu þriðjudaginn
23. september. Útförin fer fram
frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. október
kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast
afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Páll Sigurðarson
Bergur Pálsson Linda Hrönn Helgadóttir
Jónína Pálsdóttir Sigurður Pétur Hjaltason
Bjarki Páll, Baldur Leó, Marta Þyrí og Elvar Leví.
„Fyrir tuttugu árum fannst mér fer-
tugt fólk vera það elsta í heiminum.
Ég er ekki alveg sammála því í dag.
Allt er þetta bara hugarástand, þessi
blessaði aldur. Ég varð sköllóttur á
árinu, varð fertugur á árinu og verð
pabbi á því nýja. Það þýðir ekkert
annað en að brosa í gegnum tárin
yfir því að eldast,“ segir Jón Gunn-
ar Geirdal, oft kallaður frasakóngur
Íslands. Hann fagnar fertugsafmæli
sínu í dag og verða veisluhöldin ekki
af lakara taginu.
„Ég byrja á því að vakna og knúsa
börnin mín. Svo er mér boðið í
afmælisbröns sem systur mínar þrjár
eru búnar að skipuleggja heima hjá
móður minni. Síðan ætla ég að kíkja
í kokteilboð hjá vinum mínum í RVK
Studios og í kjölfarið borða eitthvað
gott. Því næst verður blásið til veislu
í Reiðhöllinni Spretti í Kópavogi þar
sem ég ætla að henda upp litlu sveita-
balli,“ segir Jón Gunnar, sem rekur
fyrirtækið Ysland. Skemmtikraftar í
afmælisveislunni eru ekkert slor.
„Það eru forréttindi fyrir gamla
manninn að hafa verið í bransan-
um svona lengi og eiga svona marga
vini. Þeir sem skemmta eru meðal
annars Eiríkur Hafdal, Jón Jónsson,
Kaleo, Skítamórall, Friðrik Dór, Páll
Óskar og Blaz Roca. Síðan ætlar Ingó
að vera með netta útgáfu af brekku-
söng. Svo henda einhverjir af fyndnu
vinum mínum, eins og Sveppi og Logi
Bergmann, í gamanmál. Númer eitt,
tvö og þrjú verður að brosa, hafa
gaman og skála.“
Jón Gunnar lætur sér ekki nægja
að halda eina afmælisveislu því
hátíðahöldin halda áfram á morgun.
„Félagarnir verða ræstir út í bröns
á Laundromat um miðjan dag á laug-
ardag. Þaðan verður haldið á Engl-
ish Pub að horfa á annaðhvort Stjörn-
una eða FH tryggja sér titilinn og
síðan er ferðinni heitið á efri hæð-
ina á Austur að sjá Nelson kyrkja
Kanann. Við ætlum að borða þar og
hirðplötusnúðurinn minn til margra
ára, Margeir Ingólfsson, þeytir skíf-
um. Þetta verður „double trouble“,“
segir Jón Gunnar. Hann hræðist ekki
að eldast.
„Ég er búinn að tala um mig í
þriðju persónu í nokkur ár og kalla
mig oft „gamla“. Það að verða fertug-
ur er ekkert mál í mínum haus. Sköll-
óttur, gamall, fertugur karl í Kópa-
vogi. Það er bara mantran.“
En hvað stendur upp úr á þessum
fjörutíu árum?
„Ég verð að vera pínulítið væm-
inn og segja fæðing barna minna.
Ég á tvo litla gríslinga og einn á
leiðinni þannig að það er að bætast
í Geirdalaherinn. Svo hef ég verið
blessaður með því að vinna með
skemmtilegu fólki að skemmtilegum
verkefnum í 25 ár.“
liljakatrin@frettabladid.is
Hendir upp sveitaballi
Jón Gunnar Geirdal er fertugur í dag. Hann segir fæðingu barna sinna standa upp úr
þegar hann lítur yfi r síðustu fj ögur ár en hann á von á þriðja barninu á næsta ári.
Ég er búinn að tala um
mig í þriðju persónu í einhver
ár og kalla mig oft gamla. Það
að verða fertugur er ekkert
mál í mínum haus. Sköllóttur,
gamall, fertugur kall í Kópa-
vogi. Það er bara mantran.
UNGUR Í ANDA
Jón Gunnar segir aldur
vera hugarástand.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN