Fréttablaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 40
28. október 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24
BAKÞANKAR
Söru
McMahon
Bandaríska söngkonan Beyoncé
og breski tískurisinn Topshop
hafa sameinað krafta sína. Til-
kynnt hefur verið um samstarfið
og fyrstu afurð þess, nýja íþrótta-
fatalínu sem mun samanstanda af
fatnaði, skóbúnaði og skartgripum.
Línan, sem hefur enn ekki hlotið
nafn, verður hluti af stærra sam-
starfi Topshop og fyrirtækis
Beyoncé, Parkwood Entertain-
ment, sem var stofnað árið 2008.
„Ég hef alltaf elskað Topshop
vegna framsækni og forystu fyrir-
tækisins á tískumarkaðnum,“
sagði Beyoncé en línan kemur í
verslanir næsta haust.
Beyoncé býr til
íþróttaföt
BEYONCÉ Söngkonan er komin í sam-
starf við Topshop. NORDICPHOTOS/GETTY
Nú hefst Iceland Airwaves-tónleikahátíðin á
miðvikudaginn í næstu viku og er úr mörgu
að velja fyrir gesti hátíðarinnar. Seinustu
ár hefur hátíðin starfað með ýmsum aðil-
um svo sem fjölmiðlum, plötuútgáfum
og útvarpsþáttum, sem virkar þannig að
ákveðnir aðilar halda ákveðin kvöld á hátíð-
inni. Þá vinna erlendir fjölmiðlar oft ómet-
anlegt starf fyrir hátíðina.
„Erlendir fjölmiðlar eins og The 405 og
Noisey hjálpa okkur gríðarlega við að kynna
hátíðina á erlendri grund,“ segir Kamilla
Ingibergsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Airwaves.
„Það er ómetanlegt fyrir okkur að vinna
með þessum fjölmiðlum því að þeir bera út
boðskapinn.“
Til dæmis hélt Noisey, tónlistarsíða Vice
Magazine, úti keppni á dögunum þar sem
tveir heppnir þátttakendur gátu unnið ferð
fyrir tvo til Íslands fyrir hátíðina. „Það
voru yfir 5.000 manns sem tóku þátt og hafa
aldrei jafn margir tekið þátt í svona keppni
hjá Noisey áður,“ segir Kamilla.
Fréttablaðið tók saman þessi kvöld á
Airwaves, gestum hátíðarinnar til hægðar-
auka. - þij
HVAÐA KVÖLD ERU Á AIRWAVES?
Record Records kvöld
miðvikudaginn 5. nóvember
Plötuútgáfan Record Records
gefur út suma helstu tón-
listarmenn Íslands, svo sem Of
Monsters & Men, Retro Stefson
og fleiri. Útgáfan verður með
tónleika í Gamla bíói á fyrsta
kvöldi Airwaves þar sem Vök,
Júníus Meyvant, Agent Fresco,
Amabadama, Mammút og FM
Belfast troða upp.
Extreme Chill/Yatra Arts
miðvikudaginn 5. nóvember
Íslenska raftónlistarhátíðin
Extreme Chill var fyrst haldin
2009 á Hellissandi en í ár var
hún haldin í Berlín. Plötuútgáf-
an Yatra Arts er runnin undan
rifjum Indverjans Praveer Baijal,
sem gefur út mikið af tilrauna-
kenndri raf- og hávaðatónlist
en hann hefur sérstakt dálæti
á íslenskri raftónlist. Extreme
Chill og Yatra Arts verða með
eigið kvöld í Kaldalóni í Hörpu á
opnunarkvöldinu þar sem fram
koma Ambátt, Vindva Mei, T.V.
Þóranna Björnsdóttir og Valtýr
Björn Thors, Inferno 5, Árni2,
Reptilicus og Stereo Hypnosis.
Airwords
fimmtudaginn 6. nóvember
Það var ferskur vinkill á hátíð-
ina í fyrra þegar Airwords var
haldið í fyrsta skipti, kvöld
þar sem ljóðlist og tónlist
var blandað saman en að
sögn Kamillu fjölmiðlafull-
trúa er þetta eitthvað sem
ekki hefur sést mikið á tón-
leikahátíðum áður. Á kvöld-
inu munu skáldin Sigurbjörg
Þrastardóttir, Eiríkur Örn
Norðdahl, Ásta F. Sigurðar-
dóttir, Yahya Hassan og Sjón
lesa upp en Smurjón, Good
Moon Deer, Tiny Ruins, Epic
Rain og Pétur Ben munu
troða upp.
RVK Soundsystem
fimmtudaginn 6. nóvember
RVK Soundsystem stendur
fyrir mánaðarlegum reggí-,
döbb- og dancehall-kvöldum
í miðbæ Reykjavíkur ásamt
vikulegum útvarpsþætti á FM
Xtra öll sunnudagskvöld en
í hópnum leynast meðlimir
reggísveitanna Ojba Rasta og
Amabadama. Hópurinn mun
byrja kvöldið á Húrra fimmtu-
daginn. 6 nóvember en síðan
koma fram Kött Grá Pje, Reykja-
víkurdætur, Amabadama, Ojba
Rasta og bandaríska tvíeykið
Nguzunguzu, sem spilar ein-
hverja ferskustu klúbbatónlist
nútímans.
The 405
föstudagurinn 7. nóvember
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að breska tónlistartímaritið
the 405 væri greinilega með
Ísland á heilanum en tímaritið
heldur kvöld á föstudeginum í
Gamla bíói þar sem fram koma
M-Band, Jaakko Eino Kalevi,
Young Karin, Sykur, Adult Jazz,
Tomas Barfod og Sísí Ey. Einnig
verður heimildarmyndin Tónlist
sýnd í Bíói Paradís á meðan á
hátíðinni stendur en tímaritið
framleiddi myndina í fyrra.
Hún fjallar um íslensku tón-
listarsenuna.
Straumur
föstudaginn 7. nóvember
Straumur er tónlistarþáttur
sem er á dagskrá á X-inu 977 öll
mánudagskvöld í umsjón Óla
Dóra auk þess sem Óli heldur
úti vefsíðunni straumur.is
ásamt Davíð Roach. Straumur
heldur kvöld á Gauknum á
föstudeginum en þar koma
fram hljómsveitirnar Kontinu-
um, Strigaskór nr. 42, Oyama,
Fufanu, Black Bananas, Girl
Band, Spray Paint og Agent
Fresco.
FALK
föstudaginn 7. nóvember
FALK (Fuck Art Let’s Kill) er
listahópur og plötuútgáfa sem
leggur áherslu á hávaða- og til-
raunatónlist. Hópurinn heldur
kvöld í Kaldalóni í Hörpu á
föstudag þar sem Auxpan,
Döpur, AMFJ, KRAKKKBOT,
MASS og BNNT munu troða
upp og eflaust græta nokkur
ungbörn.
Thule Musik/
Strobelight Network
föstudaginn 7. nóvember
Goðsagnakennd plötuútgáfa
á árunum 1995-2004 sem gaf
út ýmsa helstu íslensku raftón-
listarmenn áratugarins. Nú á
seinni árum hefur útgafan end-
urútgefið ýmislegt á netinu en
Strobelight Network er nýstofn-
aður sproti Thule Records.
Útgáfurnar tvær verða með
raftónlistarkvöld í Þjóðleikhús-
kjallaranum á laugardeginum
þar sem Octal, Yagya, Ruxpin,
Yamaho, Amaury, Thor og Exos
koma fram.
Noisey
laugardaginn 8. nóvember
Tónlistarveita Vice Magazine, er
einhver stærsti vettvangur fyrir
tónlist og tónlistarmyndbönd á
netinu. Á laugardeginum verður
Noisey með kvöld í Gamla bíói
þar sem fram koma Lily the
Kid, Low Roar, Prins Póló, How
to Dress Well, Jungle, Son Lux
og Hermigervill.
The Line of Best Fit
laugardaginn 8. nóvember
The Line of Best Fit er áhrifa-
mikið veftímarit og tónlistar-
blogg í Bretlandi sem leggur
áherslu á ferska og nýja tón-
list. Line of Best Fit verður
með kvöld í Hafnarhúsinu
á laugardeginum þar sem
Introbeats, Mammút, Future
Islands og Caribou munu
trylla lýðinn.
KAMILLA
INGIBERGS-
DÓTTIR
Kamilla
segir að
erlendir fjöl-
miðlar vinni
ómetanlegt
starf fyrir
hátíðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
FYRIR NOKKRU datt ég inn á vefþátt-
inn This American Life. Í þessum til-
tekna þætti var verið að fjalla um mjög
viðkvæmt og erfitt mál: barnagirnd. Við-
mælandi þáttarins var átján ára piltur
sem haldinn var barnagirnd. Pilturinn
hafði enn ekki brotið af sér, en honum
var þó fyllilega ljóst að hann var
ekki eins og fólk er flest. Í þætt-
inum lýsir hann meðal annars því
þegar hann leitaði til sálfræð-
ings í fyrsta sinn í von um að fá
faglega aðstoð við að takast á við
veikindi sín. Viðbrögð sálfræð-
ingsins voru hins vegar þau að
vísa piltinum á dyr, enda hafði
hún engin úrræði honum til
handa.
VIÐ LESTUR Fréttablaðs-
ins í gær rifjaðist þáttur-
inn og efni hans upp fyrir
mér. Þar kom fram að í nýju
fjárlagafrumvarpi er ekki
gert ráð fyrir áframhald-
andi vinnu við sérúrræði
fyrir kynferðisbrotamenn,
þrátt fyrir að slíkar meðferðir
minnki líkurnar á að dæmdir
barnaníðingar brjóti aftur af sér um
helming!
ANNA KRISTÍN NEWTON, réttar-
sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun
og hugmyndasmiður úrræðisins, segir
töluverðan mun á þeim sem hljóta með-
ferð og þeim sem ekki hafa nýtt sér
úrræðið, því sé miður að ekki sé gert ráð
fyrir fjármagni til að halda áfram með
þá vinnu sem búið er að leggja grunn að.
RANNSÓKN Önnu Kristínar er ekki
aðeins mikilvæg forvarnarvinna – hún
gæti einnig reynst vísindaheiminum
mikilvæg. Tilhugsunin um barnaníð
vekur mikla og réttláta reiði í brjósti
fólks og því hafa vísindamenn lítið viljað
rannsaka hana.
UNGI maðurinn sem stjórnendur This
American Life ræddi við ákvað að láta
ekki kyrrt liggja og kom á laggirnar
sjálfshjálparhóp fyrir unga pedófíla. Í
dag eru í hópnum níu einstaklingar, átta
karlar og ein kona, á aldrinum 16 til 22
ára. Þau vonast eftir því að ná bata – það
eina sem vantar upp á, segja þau, er fag-
leg aðstoð.
Meðferð eða ekki?
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
NEW YORK OBSERVER TOTALFILM.COM
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA
“TWO WEEKS NOTICE” OG “MUSIC AND LYRICS”
“HUGH GRANT DOING WHAT
HE DOES BEST”
D.E. MIRROR
ROBERT DOWNEY JR. ROBERT DUVALL
FURY KL. 5 - 8 - 10.45
FURY LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45
BORGRÍKI KL 8 - 10.10 - 11.10
GONE GIRL KL. 4.45 - 8 - 10.30
THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8
KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 5.45
SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30
FURY KL. 9
HEMMA KL. 6 - 8
BORGRÍKI KL. 8 - 10.10
GONE GIRL KL. 5.45 - 9
THE EQUALIZER KL. 10.10
BOYHOOD KL. 5.30
PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45
-H.S.,MBL
-V.J.V, SVARTHOFDI.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
7, 10(P)
5:50, 8, 10:10
5
10
8
5:40
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
-H.S. MBL