Fréttablaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 8
28. október 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST JEPPA ERUM MEÐ NOKKRA DACIA DUSTER DÍSIL þús. kr. Upplýsingar um bílana veita sölumenn Bílalands í síma 525 8000 / bilaland@bilaland.is Fjórhjóladrifnir, ríkulega búnir og beinskiptir með extra lágum gír. Yfirfarnir af umboði og í verksmiðjuábyrgð. Dacia bílar eru framleiddir af Renault og Nissan í Evrópu. Tökum notaða bíla upp í. Eldsneytisnotkun frá 5,3 l/100 km* E N N E M M / S ÍA / N M 6 5 12 8 / * M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri MENNTAMÁL Kennurum við mennta- skóla landsins mun að öllum líkind- um fækka um 20, nái niðurskurður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar í menntamálum fram að ganga. Nemendaígildum fækkar um 1.608 í fjárlagfrumvarpi ársins 2015 samanborið við fjárlagafrumvarp- ið 2014, og ekki verður greitt fyrir nemendur eldri en 25 ára. Formað- ur Félags framhaldsskólakennara er áhyggjufullur yfir niðurskurðinum. „Það er augljóst að með þessum niðurskurðarhugmyndum ríkis- stjórnarinnar í málefnum fram- haldsskólanna mun kennurum við skólana fækka,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara. Sú breyting verður á starfsemi menntaskólanna að nemendum sem náð hafa 25 ára aldri verður ekki gert kleift að stunda nám við framhaldsskóla landsins. Nemenda- ígildum í menntaskólum landsins mun fækka um 1.608 milli fjár- lagafrumvarpa. Það þýðir að um 20 færri menntaskólakennarar verða við störf á næsta skólaári. Starfsgreinasamband Íslands er ósátt við fyrirhugaðar breytingar stjórnvalda. Í ályktun þess gagn- rýnir sambandið breytingarnar sem „munu bitna af þunga á nem- endum eldri en 25 ára. Sú hugmynd að fólk eldra en 25 ára sæki frek- ar inn í fullorðinsfræðsluna væri meira sannfærandi ef fjármagn fullorðinsfræðslunnar ykist í jöfnu hlutfalli. Svo er ekki og hættan er sú að nemendur eldri en 25 ára þurfi að greiða töluvert meira fyrir nám en áður.“ „Þegar maður skoðar skólana úti á landsbyggðinni, þar sem skóla- stjórnendur berjast við að halda tilætluðum fjölda nemenda í hverj- um hóp, er einsýnt að þessar hug- myndir munu leggjast mun þyngra á þá skóla. Þannig getur þessi nið- urskurður ýtt þeim skólum niður fyrir línuna og gert rekstrargrund- völl þeirra nærri óbærilegan,“ segir Guðríður. Hún telur þessi áform ekki hafa verið nægilega kynnt félagi fram- haldsskólakennara. Það vanti til að mynda að skýra fyrir félaginu hvaða áhrif þessi áform stjórnvalda eigi að hafa í för með sér. „Það þarf einnig að ræða þetta í samhengi við áform menntamálaráðherra um styttingu náms til stúdents- prófs. Við þurfum að fara að skoða það hversu hratt ráðherra ætlar að hrinda í framkvæmd þessari hug- mynd um þriggja ára stúdentspróf. En það er alveg ljóst að starfsmönn- um mun fækka við þessi áform.“ sveinn@frettabladid.is 20 kennurum færra í menntaskólunum Nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga munu um 20 menntaskólakennarar missa vinnuna. Fækkun heilsársnema í fjárlagafrumvarpinu gefur það til kynna. Stefnir rekstrargrundvelli skóla á landsbyggðinni í hættu, segir formaður FF. FRAMHALDS- SKÓLAR Nem- endaígildum fækkar um 1.608 milli fjárlaga- frumvarpa 2014 og 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Hjúkrunarfræðing- urinn Kaci Hickox losnaði úr ein- angrun í gær, en henni var haldið í einangrun á spítala í New Jersey í Bandaríkjunum eftir að hún kom heim frá Vestur-Afríku síðastliðinn föstudag vegna gruns um að hún væri smituð af ebólu. Hickox hefur hótað málshöfðun vegna innilokun- arinnar en hún sagði að einangrun- in hefði verið ómannúðlega. Hickox sagði jafnframt að sér hefði liðið eins og glæpamanni miðað við þær móttökur sem hún fékk er hún kom til Bandaríkjanna. Hún sýndi engin einkenni ebólu og fór í tvær rannsóknir en greind- ist ekki með ebólu. - glp Hjúkrunarfræðingur segir að brotið hafi verið á sér: Laus úr einangrun ÓMANNÚÐLEGT Hjúkrunarfræðingn- um Kaci Hickox var haldið í einangrun yfir helgina. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.