Fréttablaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGVetrardekk ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 20146 MAX1 Bílavaktin er hraðþjón-usta fyrir alla bíla. „Við skipt-um um dekk, smurolíu, olíu- síur, rafgeyma, bremsur, dempara, rúðu- þurrkur og perur. Við leggjum áherslu á að veita bíleigendum fyrsta flokks hraðþjón- ustu,“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, fram- kvæmdastjóri MAX1. „Okkur finnst líka mikilvægt að hafa góð áhrif í samfélaginu og með samstarfinu við Bleiku slaufuna erum við að sýna vilja í verki. Við erum af- skaplega stolt af þessu samstarfi enda mál- efni sem snertir alla.“ 20% afsláttur af Nokian-gæðadekkjum MAX1 selur finnsku gæðadekkin frá Noki- an sem er heimsþekkt vörumerki fyrir áreiðanleika og framúrskarandi dekk. „Nokian er eini framleiðandinn sem sér- hæfir sig eingöngu í dekkjum fyrir norð- lægar slóðir. Þetta eru einfaldlega örugg- ustu og bestu dekkin fyrir akstursaðstæð- ur eins og eru hér á Íslandi samkvæmt gæðakönnunum frá Norðurlöndunum eins og kemur fram í nýjasta FÍB-blaðinu,“ segir Sigurjón. Viðskiptavinir MAX1 sem kaupa dekk í október og nóvember leggja ekki einungis góðu málefni lið heldur fá einnig 20% afslátt af Nokian-dekkjum. Sérfræðiráðgjöf Starfsmenn MAX1 eru sérfræðing- ar í dekkjum og hafa unnið að því í sam- vinnu við Sjóvá að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Dekk eru einn af mikilvæg- ustu öryggisþáttum bílsins. Þau eru eina snerting bílsins við veginn og öryggi bíls- ins veltur því á gæðum þeirra. Dekk eru af mjög mismunandi gæðum. Rannsóknir sýna að munur á hemlunar- vegalengd tveggja dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar sem jafngild- ir lengd tveggja strætisvagna. „Við höfum alla tíð lagt megin áherslu á öryggi. Við eigum dekk í öllum verðflokkum en við ráðleggjum viðskiptavinum að velja gæða- dekk.“ segir Sigurjón Árni. Ný reglugerð um mynstursdýpt Ný reglugerð um mynstursdýpt mun taka gildi 1. nóvember. MAX1 hvetur bíleig- endur til að kynna sér breytingarnar til að tryggja akstursöryggi og jafnframt að bíll sé löglegur í umferðinni. Hægt er að finna upplýsingar um nýju reglugerðina á MAX1.is Senda ódýrt um allt land MAX1 sendir dekk um allt land með flutn- ingafyrirtækinu Flytjanda. „Við viljum þjónusta landsbyggðina vel og því höfum við haldið sendingarkostnaðinum í al- gjöru lágmarki, eða einungis 500 kr. fyrir hvert dekk.“ MAX1 þjónustar allt höfuðborgarsvæðið „Við erum á fjórum stöðum á höfuðborgar- svæðinu og erum þannig í nálægð við öll sveitarfélög á Stór-Reykjavíkursvæðinu,“ segir Sigurjón. „Elsta verkstæðið okkar og þekktasta er upp á Bíldshöfða 5a, við hlið- ina á Hlöllabátum. Árið 2010 opnuðum við í Hafnarfirði, í gamla Glerborgarhúsinu í Dalshrauni 5. Við erum líka í Breiðholt- inu, í Jafnaseli 6 við hlið Krónunnar. Síðan erum við með smurstöð í Knarrarvogi 2.“ MAX1 er hraðþjónusta en rekur einnig almennt bílaverkstæði undir heitinu Véla- land. „Þar tökum við að okkur almenn- ar og flóknari bílaviðgerðir. Vélaland er á þremur stöðum; Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6 og Dalshrauni 5.“ Nokian-gæðadekk á 20% afslætti – hluti ágóða rennur til Bleiku slaufunnar MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres leggja Bleiku slaufunni lið í október og nóvember. Hluti ágóða af sölu Nokian-dekkja hjá MAX1 mun renna til átaksins. MAX1 mun jafnframt bjóða viðskiptavinum 20 prósenta afslátt af Nokian-dekkjum. Starfsmenn MAX1 Bílavaktarinnar og Krabbameinsfélags Íslands við undirritun samnings um sam- starfið. Hluti ágóða af sölu Nokian-dekkja mun renna til Bleiku slaufunnar. MAX1 mun einnig bjóða viðskipta- vinum 20% afslátt af Nokian-dekkjum. Þýski framleiðandinn sýndi nýja fararskjótann í síð-ustu viku þegar Audi RS7 kláraði hring á Grand Prix-braut- inni í Hockenheim með stæl. Það tók bílinn, án ökumanns, að- eins rétt rúmar tvær mínútur að klára hringinn. Mesti hraði sem bíllinn náði var rétt tæplega 240 kílómetrar á klukkustund sem er nýtt heimsmet þegar kemur að sjálfstýrðum bílum. „Þessi frá- bæra frammistaða sem Audi RS7 náði sannar hæfileika þróun- arteymisins okkar sem sér um sjálfstýringarbúnað í bifreiðar,“ sagði doktor Ulrich Hackenberg, stjórnarmaður hjá tækniþróun- ardeild Audi, í viðtali við Daily Mail. Sérstakt GPS „Afrakstur þessarar framleiðslu, sérstaklega þegar kemur að ná- kvæmni og afköstum, er mjög mikilvægur fyrir frekari þróun hjá okkur,“ bætir Ulrich við. Farartækið sjálfstýrða notast við sérstaklega leiðrétt GPS-merki til að fara um brautina án öku- manns. Þessi GPS gögn eru send í bílinn í gegnum Wi-Fi í samræmi við nútímastaðla og er ekki hægt að senda þau lengur með útvarps- bylgjum. Tölvuforrit ber saman myndir af yfirborði brautarinnar við upp- lýsingar sem geymdar eru í búnaði bílsins en þrívíddarmyndavélar í bílnum mynda brautina. Í meg- inatriðum er þetta það sem gerir það mögulegt fyrir brautryðjendur tækninnar að láta bílinn stilla sig af á brautinni „upp á sentimera“ eins og kemur fram í skýrslu um málið. Á markað innan fárra ára Hjá Audi er búnaður fyrir sjálfstýr- ingarakstur talinn vera einn mik- ilvægasti þáttur fyrirtækisins en það náði fyrst árangri á því sviði fyrir tíu árum. Síðustu prófanir gefa verkfræðingum Audi nýjar upplýsingar til þróunar á sjálf- stýribúnaði til að forðast árekstra í ákveðnum aðstæðum. „Þegar yfirvöld gefa leyfi fyrir nýjum sjálfstýribúnaði í bílum gætu fyrstu kerfin fyrir sjálfstýr- ingarakstur verið komin á mark- að innan nokkurra ára,“ sagði Hacken berg á kynningu Audi á sjálfstýringartækni fyrirtækisins. Færri árekstrar í framtíðinni Til dæmis er búnaður frá fyrir- tækinu sem aðstoðar ökumenn við aksturinn nú þegar að bæta akstur fólks. Þessi búnaður er kominn einhverjar týpur af Audi A6 og Audi A7 Sportback-módel- um. Búnaðurinn aðstoðar öku- mann meðal annars þegar skipt er á milli akreina og hraðastýring- in er með sérstakri virkni. „Ég veit að akstur sem er laus við árekstra verður alltaf draumsýn. En að minnsta kosti getum við fækkað árekstrum í framtíðinni,“ sagði dr. Horst Glas er í viðtali við BBC News. „Sjálfstýring gæti komið að góðum notum til dæmis í umferð- aröngþveiti. Alltaf þegar ökumað- urinn er annars hugar og eftirtekt- arlaus gæti bíllinn tekið sjálfur við stjórninni.“ Verður stór markaður Önnur fyrirtæki og stofnanir líkt og rannsóknarhópar Volks wagen og Electronics og Stanford-há- skóli styðja við og veita aðstoð við frekari þróun Audi á sjálfstýr- ingarbúnaði. Tækni fyrir bifreið- ar sem aka sjálfar verður vænt- anlega orðin að 87 milljarða doll- ara markaði árið 2030, samkvæmt LuxResearch í Boston. Bæði Mercedes og Audi fengu samþykki í september fyrir að prófa farartæki með sjálfstýribún- aði á vegum Kaliforníu til þess að gera þýsku bílana vana því að aka í aðstæðum sem tíðkast í Banda- ríkjunum eins og á átta akreina vegum. Volvo, Tesla, BMW, Google og fleiri fyrirtæki eru einnig að prófa sig áfram með sjálfstýribúnað í ökutæki. Sumir hafa jafnvel þá trú að algjörlega sjálfstýrðar bifreiðar verði komnar í sölu árið 2017. Bíll sem þarfnast ekki ökumanns Nýi Audi RS7 lítur út eins og hver annar sportbíll, til dæmis er að hægt að stýra honum í gegnum keppnisbraut á 240 kílómetra hraða. Þó er einn stór munur á, bílinn þarf ekki ökumann. Fyrstu bílarnir með sjálfstýringu gætu komið á markað innan fárra ára. Audi RS7 ekur án ökumanns á Grand Prix brautinni á Hockenheim á methraða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.