Fréttablaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 46
28. október 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30
Hljómsveitin Pollapönk með sjálf-
an æskulýðsfulltrúa kirkjunnar
í broddi fylkingar skemmtir á
fjölskyldumessu í Vídalínskirkju
í Garðabæ næstkomandi sunnu-
dag.
Það voru hæg heimatökin
hjá nýja æskulýðsfulltrúanum,
Heiðari Erni Kristjánssyni, að
hóa þeim saman enda sjálfur liðs-
maður sveitarinnar ásamt bræðr-
unum Haraldi Frey og Arnari
Gíslasonum og Guðna Finnssyni.
Heiðar Örn hefur sunnudaga-
skólann á sinni könnu, en hann
fellur einu sinni í mánuði inn í
fjölskyldumessu. „Á sunnudag-
inn verður árleg Stjörnumessa
þar sem iðkendum og þjálfurum
hjá Stjörnunni er boðið að koma
og gera einhverjar kúnstir og
vera með húllumhæ. Pollapönkar-
ar leggja svo sitt af mörkum með
spili, söng og skemmtilegheitum,“
segir Heiðar Örn.
Hann telur ekki loku fyrir það
skotið að þeir félagar verði í FH-
treyjunum sínum innan undir
Pollapönksgöllunum, enda þrír
þeirra gallharðir FH-ingar.
„Séra Jóna Hrönn Bolladóttir
messar, en ekki er ólíklegt að hún
fái líka annað hlutverk í pönk-
messunni. Kannski bið ég hana
að vera rótara, eða ég set hana á
takkana, enda hef ég góða reynslu
af henni sem hljóðmanni.“ - vþj
Pollapönkstuð
í sunnudagaskóla
Heiðar Örn Kristjánsson, æskulýðsfulltrúi Vídalíns-
kirkju, bryddar upp á nýjungum á sunnudaginn.
POLLAPÖNKARAR Vinir æskulýðsfulltrúans halda uppi stuðinu í pönkmessu í
kirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Séra Jóna Hrönn
Bolladóttir messar, en
ekki er ólíklegt að hún
fái líka annað hlutverk í
pönkmessunni.
Heiðar Örn Kristjánsson
HARPA ÞORSTEINSDÓTTIR, FRAM
HERJI, STJARNAN, FÓTBOLTAKONA
HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR
LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t
BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI
4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar:
CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ,
Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum
USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.
Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi
Veldu vandað – það borgar sig alltaf.
Úrval af
gæðahátölurum
frá Pioneer
BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP
4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni
· Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan
Verð: 19.900 15.900*
„Hafragrautur, oft með hnetum og
múslí og stundum bláberjasultu. Af
og til fæ ég mér ávaxtahristing.“
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og
bikarmeistara Stjörnunnar.
MORGUNMATURINN
„Myndirnar eru sambland af graf-
ískri hönnun og ljósmyndun,“ segir
Elsa Nielsen, grafískur hönnuður
og myndlistarmaður, um sýninguna
Borgin mín sem hún opnaði nýverið
á kaffihúsinu Mokka.
Myndefnið er borgarbúum kunn-
uglegt, en þó framandlegt því Elsa
ljær ýmsum kennileitum borgarinn-
ar býsna ævintýralegan ljóma. Hug-
myndina að verkefninu fékk hún
eftir að hafa með sama hætti sett
nokkur kennileiti Seltjarnarness í
nýjan búning og sýnt á Eiðisskeri á
HönnunarMars. „Ég læt ímyndun-
araflið ráða för, mái út mörk hins
raunverulega og hins óraunveru-
lega með stafrænni tækni þar sem
margar ljósmyndir eru skeyttar
saman í eina heild,“ útskýrir Elsa.
Hún tekur sjálf myndirnar, fer á
vettvang og finnur gjarnan óvenju-
legt sjónarhorn, til dæmis mynd-
aði hún Hörpu frá báti. Einnig er
mismunandi hvort hún hugsar sér
útfærsluna áður en hún myndar
viðfangsefnið eða á eftir. Allt eftir
því hvernig hugrenningatengsl-
in eru. Í endanlegri útfærslu varð
Hallgrímskirkju að Stuðlakirkju,
Skólavörðustígur að Skólavörðugíg,
Perlan að Diskóperlu og Viðey að
Friðey. - vþj
Kennileiti borgarinnar í ævintýraljóma
Grafíski hönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Elsa Nielsen opnar sýninguna Borgin mín á kaffi húsinu Mokka.
STÓRHÖFÐI Eitt verka Elsu Nielsen á
sýningunni Borgin mín.
LISTAMAÐURINN Elsa er myndlistar-
maður og grafískur hönnuður.
„Við tókum þessa ákvörðun að fara
á næsta stig með þetta,“ segir Sig-
urjón Kjartansson.
Hann er svokallaður „show-
runner“ sjónvarpsþáttaraðarinn-
ar Ófærð sem verður frumsýnd á
næsta ári. Það þýðir að hann hefur
yfirumsjón með framleiðslu þátta-
raðarinnar, þar á meðal handrits-
vinnunni.
„Mitt hlutverk er að vera límið,
frá handritsstiginu upp í tökustigið.
Ég þarf að vera á staðnum og vera
dálítið maðurinn með svörin þegar
á hólminn er komið og hrista hóp-
inn saman þannig að allir stefni í
sömu átt,“ segir Sigurjón.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi
háttur er hafður á hér á landi, sem
er kannski ekki skrítið því kostnað-
urinn við Ófærð er um milljarður
króna og er þáttaröðin þar með sú
dýrasta í Íslandssögunni.
Fyrirmyndin er fengin að utan
en í Bandaríkjunum hefur „show-
runner“ haft yfirumsjón með þátta-
röðum á borð við House of Cards
og Breaking Bad. Danir hafa tekið
þetta upp eftir Bandaríkjamönnum
eins og þættirnir Forbrydelsen og
Borgen bera vott um.
Ófærð, eða Trapped, eru
drungalegir sakamálaþættir sem
gerast á Seyðisfirði og verða sýnd-
ir á RÚV á næsta ári. Sigurjón er
þessa dagana staddur í Lundar-
reykjadal þar sem hann lýkur við
handrit síðustu tveggja þáttanna
í samstarfi með Bretanum Clive
Bradley, Klaus Zimmer man, sem
hefur framleitt þáttaraðir á borð
við Borgia og Transporter, og
franska handritsráðgjafanum
Soniu Moyerson. „Ég hef alltaf
haft mjög góða reynslu af hóp-
vinnu, alveg síðan við vorum í
Fóstbræðrum í gamla daga,“ segir
Sigurjón, sem byrjaði að skrifa
handritið fyrir tveimur árum með
Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari
Grímssyni. Eftir að þeir sneru
sér að öðrum verkefnum hóf hann
samstarf með erlenda hópnum.
Handritsvinnunni lýkur formlega
um áramótin.
„Við förum líklega í tökur án
þess að nokkur viti hver morðing-
inn er, nema við. Maður þurfti að
vera dálítið með pókerfésið í fram-
an þegar leikararnir voru að spyrja
mig. Þeir mega ekkert vita. Þetta
er á „need to know basis“ eins og
sagt er.“ freyr@frettabladid.is
Fyrsti „showrunner“
í íslensku sjónvarpi
Sigurjón Kjartansson er svokallaður „showrunner“ sakamálaþáttanna Ófærð
sem eru í vinnslu. Þetta er í fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á hér á landi.
MEÐ ALLT
Á HREINU
Sigurjón Kjart-
ansson hefur
yfirumsjón með
framleiðslu
sjónvarpsþátta-
raðarinnar
Ófærð.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Leikstjórar þáttanna tíu verða
Baltasar Kormákur, Baldvin Z,
Óskar Þór Axelsson og Börkur Sig-
þórsson og hefjast tökur á næst-
unni. Staðfestir leikarar eru m.a.
Ólafur Darri Ólafsson og Bjarne
Henriksen úr Forbrydelsen.
➜ Fjórir leikstýra Ófærð
Mitt hlutverk er að
vera límið, frá handrits-
stiginu upp í tökustigið.
Sigurjón Kjartansson