Fréttablaðið - 30.10.2014, Síða 32

Fréttablaðið - 30.10.2014, Síða 32
FÓLK Bókin sýnir leiðir til að færa talið að einkastöðum líkamans og mikil-vægi þess að segja frá óþægilegum leyndarmálum og snertingum,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sem er höfundur bókarinnar ásamt Kristínu Bertu Guðna- dóttur, félagsráðgjafa og fjölskylduþerap- ista. „Samkvæmt niðurstöðum íslenskra rannsókna verða 17 prósent barna fyrir kynferðisofbeldi fyrir átján ára aldur. Við þurfum að hafa á bak við eyrað að gerendur kynferðisofbeldis eru ekki einstaklingar með horn og hala og því ómögulegt að sigta þá úr umhverfinu. Hins vegar getum við veitt börnum okkar fræðslu og fært þeim tækifæri til að tala um þessi mál við okkur.“ Einkastaðir líkamans er tímamótaverk, fyrsta bókin sinnar tegundar hér á landi og mikilvæg í umræðu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi í garð barna. „Þessi umræða er jafn brýn og það að kenna börnum að nota hjálm á hjóli og kút þegar þau læra að synda. Foreldrar fara gjarnan á versta stað í huganum þegar þeir hugsa út í þennan málaflokk og það vefst fyrir sumum hvernig eigi að tala um þetta við börnin. Bókin getur gefið þeim hugmynd um það og hafa bæði unglingar og fullorðnir talað um það við okkur að ef þeir hefðu fengið meiri fræðslu um kynferðisofbeldi hefðu þeir getað sagt fyrr frá ofbeldinu sem þeir urðu fyrir.“ BÖRN TAKA Á SIG ÁBYRGÐINA Alls tók fjögur ár að fullgera Einkastaði líkamans sem margir sérfræðingar lásu yfir til að gefa sín bestu ráð. „Efniviður bókarinnar gagnast börnum frá fimm til tólf ára. Fyrri hlutinn er ætl- aður foreldrum beint og seinni hlutinn gefur foreldrum hugmyndir að leiðum til umræðna og fræðslu,“ útskýrir Sigríður og bætir við að umræðu um líkamann og einkastaði þurfi að taka með tilliti til þroska barnsins. Bókin sé ekki til þess fallin að lesa fyrir börn á einu kvöldi ÁTTU LEYNDARMÁL? KYNNING Einkastaðir líkamans er ný foreldrahandbók sem aðstoðar foreldra meðal annars við að kenna börnum á aldrinum fimm til tólf ára að setja öðrum mörk og greina muninn á slæmum og góðum leyndarmálum. EINKASTAÐIR LÍKAMANS Bókin er myndskreytt af Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. BLÁTT ÁFRAM Sigríður Björnsdóttir segir öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi. Hún leggur stund á nám í sálfræði við Háskólann á Akur- eyri og hefur starfað við fræðslu hjá Blátt áfram, forvarnarverk- efni gegn kynferðisof- beldi á börnum síðan 2004. MYND/STEFÁN Leikkonan Helen Mirren er sönnun þess að aldur er ekki hindrun á fegurð. Það þykir ákaflega jákvætt að snyrtivörufyrirtæki skuli nýta sér fegurð eldri kvenna til þess að koma vöru sinni á framfæri. Nú stendur þessi frábæra og flotta leikkona á sama palli og meira en helmingi yngri konur sem einnig hafa kynnt L’Oréal-merkið, þær Cheryl Fernandez-Versini, söng- kona sem er 31 árs, Lara Stone, 30 ára fyrirsæta, og Blake Lively leikkona, sem er 27 ára. Fegurð hefur ekkert með aldur að gera. Það sannar Helen Mirren sem á glæsilegan feril að baki sem leikkona og er enn að. Hún fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem Elísabet drottning í kvikmyndinni The Queen og hefur að auki hlotið margvísleg önnur verðlaun. Helen hefur sagt að hún hafi orðið sjálfsöruggari með aldrinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem L’Oréal kynnir eldri konu sem andlit fyrirtækisins. Bæði Jane Fonda og Diane Keaton hafa verið í þessum sporum en þær eru 76 og 68 ára. Á undanförnum árum hafa snyrtivörufyrirtækin sett á mark- að alls kyns krem sem kynnt eru sem hrukkubanar. Ekki er óeðlilegt að andlit slíkra söluvara séu þroskaðar konur. Það er að minnsta kosti jákvætt að snyrti- vörufyrirtækin líti á eldri konur sem aðlaðandi kost til að kynna vörur sínar. Nú er spurt hvort snyrti- vörufyrirtækin séu að vakna til meðvitundar um að það eru eldri konur sem hafa fjárráðin og kaupa mun meira af dýrum snyrtivörum en þær ungu. Markaðssetning þeirra ætti því að beinast að eldri og þrosk- uðum konum. Til marks um þessar breytingar hefur Revlon unnið með Susan Sarandon og Marc Jacobs með Jessicu Lange. Konur eru mun unglegri í dag en formæður þeirra voru. Þær eru atorkusamar, hugsa vel um heilsuna og útlitið. Það er mikill auður í konum yfir fimmtugu. Þessu virðist snyrtivörumarkað- urinn vera að átta sig á. Bretar hafa alltaf borið mikla virðingu fyrir Helen Mirren og drottningin sæmdi hana heið- ursnafnbótinni Dame árið 2003 fyrir þjónustu í leiklist, en það er æðsta viðurkenning breska heimsveldisins. Helen Mirren er gift bandaríska leikstjóranum Taylor Hackford. HELEN MIRREN ANDLIT L’ORÉAL ÓSKARSVERÐLAUNALEIKKONA Helen Mirren sem er 69 ára er nýtt andlit snyrtivörurisans L’Oréal í Bretlandi. Fjölmiðlar fagna því að konur á þessum aldri njóti athygli fyrir fegurð. HUNDRED FOOT JOURNEY Helen Mirren við frumsýningu nýjustu myndar sinnar. MYND/GETTY heldur sé miklu fremur verið að færa foreldrum verkfæri og hugmyndir að því hvernig nálgast má umræðuna. „Þetta er bók sem ætti að vera til á hverju heimili, bæði hjá foreldrum ungra barna sem og heima hjá ömmu og afa. Það er mikilvægt að tala við börn um líkamann og mörk og brýna fyrir þeim að ef einhver snertir þau þannig að þeim líði óþægilega eða illa sé mikilvægt að geta sagt frá því.“ Sigríður segir börn sem lent hafa í kynferðisofbeldi oft ekki átta sig á því hvað sé að eiga sér stað og hafa þá oft tekið ábyrgðina sjálf. „Ef börn búa ekki yfir nauðsynlegri vitneskju um hvað sé eðlilegt og hvað ekki kunna þau ekki að bregðast við og segja frá. Við gerum þau sterkari með því að gera þau meðvituð um umhverfi sitt og hvert þau eigi að leita með allar sínar vangaveltur og það sem þeim liggur á hjarta. Kenna þeim að það sé hlutverk fullorðinna að passa börn og hjálpa þeim í erf- iðum aðstæðum.“ Þjóðkirkjan og Reykjavíkurborg styrktu útgáfu bókarinnar sem fæst í Hagkaup og Eymundsson. Glæsilegar náttúrulegar snyrtivörur! BENECOS – náttúruleg fegurð Lífrænt vottaðar snyrtivörur þurfa ekki að vera dýrari! Benecos eru frábærar lífrænar snyrtivörur á enn betra verði. Lífrænt vottað Ótrúlegt verð Án parabena

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.