Fréttablaðið - 30.10.2014, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.10.2014, Blaðsíða 35
Þjónusta við aldraðaFIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2014 3KYNNING − AUGLÝSING Lokaverkefni Eyrúnar Jón-atansdóttur, félagsráðgjafa í norrænu MA-námi í öldr- unarfræðum frá Háskóla Íslands, byggir á rannsókn meðal 67 ára og eldri í Reykjavík sem fá heimaþjón- ustu og eiga samþykkt færni- og heilsumat í dvalarrými. Verkefnið ber titilinn „Heima alla ævi? Helstu áhrifaþættir er kemur að því að eld- ast heima“ og þar leitast Eyrún, sem starfar sem félagsráðgjafi hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur, við að svara spurningunum um helstu áhrifaþætti þegar kemur að mögu- leikum á að eldast heima og hvaða áhrif magn og gæði heimaþjónustu hafa á þá möguleika. „Í yfirliti verkefnis kemur fram að á næstu árum og áratugum er gert ráð fyrir mikilli fjölgun aldraðra og sérstaklega er gert ráð fyrir að fjölgi í elsta aldurshópnum. Á sama tíma er stefna stjórnvalda að draga úr stofnanavæðingu og gera öldruðum kleift að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu.“ Hún segir þessar áherslur vera í samræmi við vilja aldraðra en rann- sóknir hafa sýnt að langstærsti hluti aldraðra vill búa heima sem lengst. Fleiri aldraðir munu því búa leng- ur heima á komandi árum og þurfa aðstoð, meðal annars hjá Heima- þjónustu Reykjavíkur. Í verkefninu er einnig fjallað um samþættingu heimaþjónustu sem unnið hefur verið að hér á landi á síðustu árum í Reykjavík. „Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að f lestir sóttu um dvalar- rými af heilsufarsástæðum, oft í tengslum við bráðaveikindi eða innlögn á sjúkrahús. Einnig komu til aðrir áhrifaþættir svo sem óhent- ugt húsnæði og óskir frá aðstand- endum. Þá kom í ljós að magn og gæði heimaþjónustu geta haft mikil áhrif á hvort aldraðir telji sig geta búið áfram heima.“ Meðal þátttakenda kom fram að gera þyrfti heimaþjónustuna sveigjanlegri, meðal annars gagn- vart akstursþjónustu og heims- endingu á mat. Dagdvöl reyndist mörgum einnig mikilvægur félags- legur stuðningur. „Af þeim fimm- tán sem tóku þátt í rannsókninni töldu þrettán að þeir gætu búið áfram heima með sömu eða meiri aðstoð heim. Þau viðhorf sem áður voru ríkjandi um að aldrað- ir ættu að draga sig í hlé og eðli- legur endir á æviskeiðinu væri á dvalar- eða elliheimili eru á und- anhaldi og mikilvægt að koma til móts við aukna þörf aldraðra fyrir aðstoð heima þar sem meirihluti þátttakenda vill búa áfram heima eins lengi og mögulegt er og rann- sóknir sýna að er grundvallaratriði þegar kemur að lífsgæðum.“ Vilja búa heima Þau viðhorf sem áður voru ríkjandi um að eðlilegur endir á æviskeiðinu væri á dvalar- og elliheimil eru á undanhaldi. Auka þarf aðstoð við aldraða heima fyrir. „Meirihluti þátttakenda vill búa áfram heima eins lengi og mögulegt er,“ segir Eyrún Jónatansdóttir, félagsráðgjafi hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur. MYND/GVA Höfuðborgir Norðurlandanna, Helsinki, Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmur og Reykjavík, standa fyrir verðlaunasamkeppi á sviði velferðartæknilausna í samstarfi við Nordic Innovation, sem er stofnun á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Að sögn Þór- hildar Egilsdóttur, deildarstjóra heimþjónustu, er hugmyndin sú að Norðurlöndin, með öflugu tengslaneti, gagnkvæmri þekk- ingarmiðlun og tilraunastarf- semi, verði brautryðjendur nýrra lausna á sviði velferðarmála. „Markmið keppninnar er að þróa nýjar tæknilausnir sem geta nýst öldruðu og fötluðu fólki til þess að lifa sjálfstæðu lífi þannig að það sé síður háð opinberri þjón- ustu. Leitað verður eftir sam- starfi við einkafyrirtæki, sprota- fyrirtæki, rannsóknastofnanir, námsmenn, heilbrigðisstarfs- menn innan sveitarfélaga sem utan og við áhugasama einstak- linga.“ Allir geta sent inn hugmynd- ir en keppnin á að leiða til þess að þróaðar verði nýjar lausn- ir til aðstoðar við aldrað og fatl- að fólk á heimilum sínum auk fagfólks sem veitir því þjónustu að sögn Þórhildar. „Markmiðið er einnig að skapa viðskiptatækifæri fyrir starfandi og ný fyrirtæki. Aðalverðlaunin verða ein milljón norskra króna en allir sem komast í úrslit fá stuðning við að þróa hugmyndir sínar. Verkefnið mun hefjast formlega í janúar 2015.“ Samkeppni um lausnir fyrir aldraða og fatlaða Þórhildur Egilsdóttir, deildarstjóri heimþjónustu Reykjavíkurborgar. MYND/ÚR EINKASAFNI Málefni aldraðra hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og ber þar mikið á umræðunni um hækk- andi lífaldur og fjölgun aldr- aðra. Þörf er á fjölbreyttri aðstoð til þessa hóps en innan hans eru ólíkir einstaklingar með mis- munandi þarfir. Í stefnu Reykja- víkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017 kemur fram sýn til framtíðar sem snýst m.a. um það hvernig Reykjavík- urborg getur stutt við samfélags- þátttöku og virkni eldri borgara, að sögn Sigurlínu Andrésdóttur, verkefnastjóra hjá Reykjavíkur- borg. „Því er mikilvægt að þjón- ustan sé þannig uppbyggð að starfsfólk í heimaþjónustu og á stofnunum leggi sig fram um að virkja frumkvæði og ná fram vilja þeirra sem þjónustunnar njóta. Til að tryggja samfellu í þjón- ustu og heildarsýn er stefnt að því að öll nærþjónusta verði á hendi Reykjavíkurborgar. Nú þegar er heimahjúkrun rekin sem hluti af heimaþjónustu borgarinnar sam- kvæmt þjónustusamningi milli ríkis og borgar og á næstu árum er stefnt að því að öll öldrunar- þjónusta færist frá ríki til sveit- arfélaga.“ R e y k j a v í k u r b o r g l e g g u r áherslu á forvarnir í málefnum eldri borgara en með öf lugum forvörnum er hægt að auka lífs- gæði og stuðla að virkni og heil- brigði borgara. Brýnt er að fjöl- breyttur stuðningur til sjálf- stæðrar búsetu sé fyrir hendi til að styðja fólk til að búa sem lengst heima, þrátt fyrir heilsubrest eða færniskerðingu. Í samræmi við þá stefnu stjórn- valda í málefnum aldraðra um hjálp til sjálfshjálpar hefur vel- ferðarráðuneytið lagt heima- hjúkrun í Reykjavík til fjármagn til að setja af stað tilraunaverk- efnið „Sem lengst við stjórnvöl- inn í eigin lífi“ sem er byggt á danskri fyrirmynd sem er verk- efnið „Længst muligt i eget liv“ sem hófst sem tilraunaverkefni í danska sveitarfélaginu Fredericia árið 2008. Að sögn Ásbjargar Magnús- dóttur, iðjuþjálfa hjá Reykjavík- urborg, hefur verkefnið feng- ið f jölda v iðurkenninga og verðlauna. „Hugmy ndafræði Fredericia-módelsins snýst um að virkja eldri borgara og styrkja þá til að vera virkir þátttakendur í eigin lífi eins lengi og mögulegt er. Markmiðið með verkefninu er því að bæta lífsgæði eldri borgara og á sama tíma að seinka þeim tímapunkti að viðkomandi þurfi opinbera aðstoð.“ Minni hjálp Í Fredericia fóru einstaklingar að meðaltali í gegnum 6-8 vikna end- urhæfingu þar sem unnið var að því að ná þeim markmiðum sem höfðu verið sett í upphafi. „Eftir mat á tveggja ára tímabili kom í ljós að eftir að hafa farið í gegnum þessa nýju aðferðafræði þurftu 45% notenda enga hjálp, 40% þurftu minni hjálp en þeir hefðu annars þurft og 15% fengu sömu hjálp og þeir hefðu haft áður.“ Sigurlína og Ásbjörg segja sér- stöðu Fredericia-módelsins vera að hugmyndafræðin gangi út á að þjálfa starfsmenn til að leið- beina og þjálfa eldri borgara í því að gera hlutina sem mest sjálf- ir. Unnið er að því að byggja upp gott samstarf við eldri borgara með vel skilgreindum starfshóp- um sem vinna markvisst að sett- um markmiðum. Undirbúningur fyrir verkefnið hjá Reykjavíkurborg er hafinn og er unnið að því að fá fagaðila inn í sérstakt teymi sem stofnað verður fyrir þetta tímabundna verkefni. Tilraunaverkefnið verður í hönd- um heimaþjónustu Reykjavíkur og er ætlunin að þróa kerfi sem taki mið af því að sveitarfélög og ríki horfi í meiri mæli til endur- hæfingar og forvarna í heimahús- um með virkri þátttöku aldraðra. Virkir þátttakendur í eigin lífi Velferðarráðuneytið hefur lagt heimahjúkrun í Reykjavík til fjármagn til að setja af stað tilraunaverkefnið „Sem lengst við stjórnvölinn í eigin lífi“. Verkefnið er byggt á danskri fyrirmynd sem hófst sem tilraunverkefni í danska sveitarfélaginu Fredericia árið 2008. Verkefnið hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna en undirbúningur þess er hafinn hjá Reykavíkurborg. Verkefnahópurinn: Aftari röð frá vinstri: Linda Sjöfn Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurlína Andrésdóttir verkefnisstjóri. Neðri röð frá vinstri: Ásbjörg Magnúsdóttir iðjuþjálfi og Eyrún Jónatansdóttir félagsráðgjafi. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.